Lögberg - 28.07.1955, Qupperneq 15
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. JÚLI 1955
15
GUÐRÚN FRA LUNDI:
DALALÍF
NÝR GESTUR AÐ JARÐBRÚ
Lína vonaðist eftir að Jón kæmi á hverjum
degi eða þó réttara sagt á hverri nóttu. Hún var á
fótum lengur en hún þurfti á hverju kvöldi í
þeirri von, að hann kæmi við, þegar hann kæmi
n®ðan af Ósnum. Hann var dag eftir dag á ferðinni
^eð stóðhópa á markaðina, en hann var aldrei
einn á farð. Þess vegna gat hann ekki komið til
ínndar við hana. En því í ósköpunum skrifaði
hann ekki? Því lét hann hana kveljast í þessari
óvissu? Skyldi hann bregðast henni, þegar hún
var mest hjálparþurfi? Hún minntist þess, sem frú
Svanfríður hafði sagt, að ástin vildi kólna hjá
karlmönnunum, þegar svona lagað kæmi fyrir.
En hún gat ekki trúað því, að hann brygðist sér.
Dodda ofbuðu þessir sífelldu stóðhópar, sem
reknir voru ofan á Ósinn af flestum bæjunum í
nágrenninu. „Þeir geta rekið og selt, sem eiga
trippin. Það er nú meira ríkidæmið þetta“, sagði
hann og hristi höfuðið yfir því, hvað sér hefði
verið úthlutað litlu. Hann hafði svo sem fundið
til þess áður, en þá var móðir hans vön að segja:
»Ó-já, það er ekki víst að þeir séu ánægðari en
við, þótt þeir eigi meira“. Þá talaði hann ekki
nieira. Hann vissi, að hún var bæði lífsreynd og
skynsöm kona. Allt, sem hún sagði, var rétt.
Það var liðin vika frá síðustu samfundum
þeirra Jóns. Línu fannst húp vera álika löng og
mánuður, en samt átti hún eftir að bíða og vona
aðra viku. Hildur var búin að þvo ullarhárið og
þ®r voru að breiða það til þerris ofarlega í tún-
inu. Þetta var á sunnudagsmorgni. Lína var með
daprasta móti. Sjálfsagt var hún alltaf mikið lasin,
vesalingurinn, þótt hún léti ekki á því bera,
hugsaði Hildur.
Doddi hamaðist við að stinga fram dý, sem
var fyrir sunnan túnið, og átti sízt von á gestum.
En þá var honum allt í einu boðinn „góður dagur“
°g Jón hreppstjóri er kominn fast að honum.
Hann fór af baki og heilsaði vingjarnlega. „Þetta
ar nú búmannslegt verk, sem þú vinnur, Doddi
Iuinn“, sagði hann.
„Það er nýtt að sjá þig, nema svona í hill-
ingum“, sagði Doddi. „Þú ert alltaf að selja trippin.
Hað eru nú meiri hóparnir, sem þið rekið, stór-
b®ndurnir“, bætti hann við.
„Ojá, það er sæmilegt verð á þeim núna“,
S3gði gesturinn og horfði hugsandi á það, sem
Doddi var að vinna.
„Þú hefur líklega einhvern tíma misst ofan í
þetta dý, svona rétt við túnið?“
„Já, það hafa oft farið ofan í það skepnur,
þó að það hafi engin af þeim drepizt fyrr en sá
golsótti í fyrra vetur. Mamma sá eftir honum, af
því að hann var heimagangsgrey, og sagði að
það væri bezt að stinga fram dýið og fylla það
^ueð hrísi“.
„Það var líka það bezta“, sagði Jón og horfði
aUtaf á dýið.
Doddi bjóst við, að hann hefði ekki vanizt
þeim búmannsraunum, sem af hættum stafa. „Eru
engin svona dý þarna fram frá hjá þér?“ spurði
hann.
„Ja, jú, jú, það eru alls staðar hætturnar,
Doddi minn, en þær eru ekki svona nærri túninu“.
Doddi stakk niður skóflunni. „Þú gerir svo
Vet og kemur heim og þiggur kaffi, þó að ekki sé
nu svo sem boðlegt að bjóða“, sagði hann og
r*skti sig fyrirmannlega.
„Þakka þér fyrir. Ég þurfti nú eiginlega að
Hnna vinnukonuna þína, hana Línu“.
„Já, hún er svo sem heima“, sagði Doddi
brosandi.
„Þér er óhætt að fara að láta upp ketilinn,
Hildur mín“, sagði Lína óvenju glaðlega. „Doddi
iremur heim með gest“.
Hildur leit upp úr ullarbingnum og setti hönd
fyrir augu. „Hver heldurðu að það sé?“
Lína sagði henni það. Þær yfirgáfu báðar
ullarverkin og geng util bæjar. Gesturinn var að
koma í hlaðið með Dodda. Hildur heilsaði honum
alúðlega og þakkaði honum fyrir allt gott og
bætti því við, að það væri nú orðið langt síðan
hann hefði komið.
„Já, það liggja nú orsakir til alls, Hildur mín.
Það var hún Lína, sem ég þurfti að finna“. Svo
rétti hann Línu höndina.
Hildur horfði alveg hissa á það, hvað stúlkan
gat roðnað mikið. Það var ólíklegt, að hún væri
feimin við hann, sem hún var búin að vera mörg
ár samtíða. Svo flýtti Lína sér inn í eldhús og fór
að leggja að eldinum, en mæðginin fylgdust með
gestinum til baðstofu og ræddu við hann, meðan
Lína hitaði súkkulaði og kaffi og bakaði lummur.
Hildur var alveg hissa, hvað hún var fljót að þessu
öllu. Og ekki minnkaði aðdáunin, þegar hún
breiddi fínan dúk á borðið og raðaði rósóttum
postulínspörum á það ásamt sykurkari og rjóma-
könnu. Hún átti margt fallegt í búið, sú stúlka.
Hún hafði sett upp hvíta blúndusvuntu. Hildi
sýndist ekki betur en gesturinn engu síður en
Doddi fylgdi henni með augunum. Henni fannst
Jón eitthvað dálítið utan við sig. Áður fyrr, þegar
hann var gestur hennar, hafði hann verið svo
kátur og skrafhreifur, en nú stökk honum varla
bros fyrr en Lína kom með vínflösku og setti hjá
bollanum hans um leið og hún kom með kaffi-
könnuna. Þá hýrnaði svipur hans.
„Það er auðséð að Lína veit, hvað mér kemur
bezt“, sagði hann og brosti til Hildar.
Þegar Jón hafði kvatt mæðginin með þakk-
læti fyrir móttökurnar, sagði hann við Línu: „Þú
gengur með mér hérna niður fyrir túnið, Lína.
Ég þarf að tala við þig um þetta, sem þú baðst
mig að útvega þér í vetur. Ég gat ekki fengið það
af þeirri gerð, sem þú óskaðir eftir“.
Lína jánkaði því og fylgdist með Jóni úr
hlaði. Doddi horfði íbygginn á eftir þeim.
„Hvað svo sem heldurðu að hann þurfi að
ræða við hana?“ spurði Doddi móður sína lágt.
„Hvað heldurðu að ég viti það“, sagði hún.
„Það getur víst margt verið“.
Jón og Lína stönzuðu sunnan og neðan við
túnið, þar sem sást ekki til þeirra heiman frá
bænum. Fálki greip niður strax og honum var
gefinn laus taumurinn. Lína hafði gefið nákvæm-
ar gætur að svip Jóns, meðan hann stóð við.
Hann var ekki eins og hún hafði kosið að hann
væri, en samt breyttist hann enn meira, þegar
þau voru orðin ein. Þá varð hann kaldur og djúp
hrukka kom á milli augnanna. Hún kannaðist við
hana. Honum var þá vanalega þungt í skapi,
þegar hrukkan kom. Lína studdist við ókyrran
og titrandi makka hestsins og hélt lauslega í
tauminn og beið þess, sem kæmi. Hún bjóst ekki
við neinu góðu.
„Það var víst eitthvað, sem þú þurftir að tala
um við mig“, sagði Jón höstugur.
Lína fékk titring fyrir hjartað og hallaðist
fastar að hestinum. „Varst það ekki þú, sem
mæltir okkur mót hér?“ spurði hún gremjulega.
„Ef þér finnst þú ekkert þurfa við mig að tala,
er bezt að sleppa öllu samtali. Þú hefur ekki flýtt
þér mikið að tala við mig. Kannske þú haldir, að
það sé þér óviðkomandi, sem um þarf að ræða?“
Hann gekk fram og aftur nokkrum sinnum
ánur en hann talaði. „Því sagðirðu mér ekki sann-
leikann, meðan hægt var að kippa öllu í lag?
Gaztu ekki skrifað mér eins og um daginn, fyrst
þú komst þér ekki að því öðruvísi?“ sagði hann.
„Hvenær spurðirðu mig nokkurs? Ekki einu
sinni að þú vildir hlusta á mig í það eina sinn,
sem ég ætlaði að tala við þig í alvöru. Þá gerðurðu
gys að mér og svæfðir samvizku mína með víni“,
sagði Lína án þess að líta upp. „Þú skalt ekki
ásaka mig. Það á ekki vel við. Ég þorði hvorugum
ykkar að segja sannleikann“.
„En því þá ekki að skrifa mér?“
Þá leit hún upp og sagði: „Hvers vegna átu
fyrstu foreldranir af forboðna ávextinum? Var
það ekki vegna þess, að þeim fannst hann girni-
legur? Ég gat ekki hugsað til þess að fá ekki að
njóta ástar þinnar svo lengi, sem hægt var. Þess
vegna þagði ég“.
„Já, þið eruð alltaf svo vel að ykkur 1 ritn-
ingunni, konurnar“, sagði hann og svipur hans
mýktist talsvert. En hún bætti við gremjulega:
„Og svo, þegar allt var komið í óefni, kenndi hann
henni um ógæfu þeirra. Þannig gekk það þá og
þannig er það enn“.
„Það var líka allt henni að kenna. Var það
ekki?“ spurði hann og henni sýndist bregða fyrir
glettni í augum hans.
„Ég hef beðið í tvær vikur eftir því, að þú
kæmir til að rétta mér hjálparhönd, og svo, þegar
þú loksins kemur, er það til þess að ásaka mig og
gera mig ennþá hugsjúkari en ég var áður“,
kjökraði hún rétt við eyrað á Fálka, en í því
hnykkti hann höfðinu svo snöggt fyrir brjóst
henni, að hún hrökk við og kveinkaði sér.
„Láttu ekki hestinn meiða þig, manneskja“,
sagði hann og greip taumana af henni. „Mér hefur
liðið svo illa síðan ég las þetta bréf“, sagði hann.
„Ég get ekki gert að því, þótt ég sé skapvandur,
en nú skulum við setjast og reyna að tala rólega,
ef hægt er. Verra en þetta gat ekki komið fyrir
mig, að Þórður skyldi vera við þetta riðinn. Það
var alveg dæmalaust“.
Hann settist niður og þreifaði niður í vasa
sinn að vana eftir pípunni, en tók hana þó ekki
upp. Línu var of þungt fyrir brjóstinu til þess að
geta setið. Hún stakk olnboganum niður á lautar-
barminn og stakk höndinni undir kinnina.
„Setztu, Lína“, sagði hann. „Okkur líður nógu
djöfullega, þótt við stöndum ekki upp á endann.
Ég hef verið vondur við þig, Lína mín, en hefði
ég komið fyrr, hefði ég verið ennþá verri. Þetta
ætlaði að gera mig vitlausan, því að eins og þú
þekkir, þá er stillingin ekki mikil. Komdu og
talaðu við mig. Ekki bætir það úr skák að verða
að aumingja".
Hún gekk til hans, tók í tauminn á Fálka og
sagði: „Ég skal halda í hestinn, svo að þú getir
kveikt í pípunni. Það gerir þig rólegri“.
Hann sleppti taumnum og tók upp pípuna,
tróð í hana tóbaki og kveikti í. Hann reykti ákaft
nokkra stund. Línu fannst það óþolandi langur
tími. Því talaði hann ekki eitthvað — ekki gat
hún byrjað á samtalinu? Samt var hún byrjuð
áður en hún vissi af:
„Hefurðu talað við hann?“
„Það gerði ég víst áreiðanlega, en það hefði
ég ekki átt að gera. Hann er eins og helsært dýr —
verður brjálaður, ef komið er við sár hans. Hann
hefði áreiðanlega drepið mig, ef hann hefði
getað það“.
„Því trúi ég ekki“, sagði hún hissa.
„En það er nú samt satt“, sagði hann. „Við
verðum að reyna að finna upp einhver önnur ráð.
Það er bezt að þú talir — þú hefur valdið“.
„Valdið?“ tók Lína upp eftir Jóni skilnings-
sljó. „Hvað meinarðu?“
„Ég meina, að þið vitið, hvað þið megið bjóða
okkur, þegar svona lagað kemur fyrir. Ég hef
komizt í þetta áður. Hún krafðist ekki annars en
húsmóðurstöðunnar á Nautaflötum. Hún vissi
áreiðanlega, að hún hafði sæmileg spil á hendinni,
kvenmaðurinn sá. En ég átti þá hauk í horni, sem
hjálpaði mér. Ég býst ekki við, að þú verðir lítil-
þægari. Náttúrlega heimtarðu að ég skilji við
konuna mína og setji þig í sætið hennar“.
Lína leit framan í hann alveg utan við sig af
undrun. Pípan hafði ekki getað látið hrukkuna
milli augnanna hverfa, en grynnri var hún en
áður. Hvernig í ósköpunum gat manninum dottið
þetta í hug? Henni fannst höfuðið á sér svo undar-
legt — ekki ólíkt því, að henni hefði verið gefið
utan undir. Hana svimaði og hún studdist enn
við hestinn.
„Guð minn góður!“ sagði hún loks, er hún
gat komið upp orði. „Hvað skyldi það vera, sem
þér dettur næst í hug að ásaka mig um? Ég er
víst búin að gera nóg illt af mér, þótt ég komi
ekki af stað hjónaskilnaði. Slíkt hefur mér aldrei
komið í hug, enda býst ég við, að þú hikaðir við
það, þó aldrei nema ég væri svo andstyggileg að
óska eftir því“.
„Já, það gerði ég áreiðanlega. Þórður ráð-
lagði mér að segja henni sannleikann strax, en
mig brestur kjark til þess“, sagði Jón og saug
pípuna svo fast, að það snarkaði í henni.