Lögberg - 28.07.1955, Page 21

Lögberg - 28.07.1955, Page 21
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. JÚLl 1955 21 komst yfir og var minni hans svo frábært, að hann endur- sagði nærri orðrétt langa kafla úr íslendingasögum, er hann hafði lesið einu sinni. Var það siður hans, er hann úvaldi í Látalæti við nám, að Þylja langa kafla úr sögum, er hann hafði lesið, þegar hann og fólkið var gengið í rekkju. Þá var þjónandi prest- Ur í Landsveit sr. Ólafur Ólafsson í Guttormshaga. Gekk Guðm. í „spurningar“ til hans og mun í fyrstu hafa kunnað kverið (Helgakver) fremur illa en ávallt „svaraði hannútúr“ svo rétt að varla skeikaði. Einu sinni spurði sr. Ólafur börn sín í messu, eins og þá var siður. Guðm. kunni miður vel og mælti prestur til hans (en kirkjan var skip- uð fólki) „þú kannt þetta illa, Guðmundur.“ „Já,“ svaraði pilturinn einarðlega. „Þykir þér ekki skömm að því að hann út úr“ svo rétt að varla kunna ekki og geta þó lært betur en hin börnin?“ „Jú,“ svaraði Guðmundur og sá honum engi bregða. Þegar Guðm. var 15 vetra gamall, vakti sr. Ólafur máls á því, að BLUE RIBBON Quality PRODUCTS COFFEE A rich and flavory blend of freshly roasted moderately priced coffee. TEA Always a favorite because it is always so delicious. BAKING POWDER Pure and Wholesome Ensures Baking Success CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 66th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August lst, 1955. Grant’s Brewery Limited Guðm. þyrfti endilega að læra. Voru hæfileikar hans ágætir en líkamsþrek lítið og eigi hneigður til vinnu, en efni foreldra hans engin. Sr. ólafur mun hafa harm- að það, ef þessi afdalajurt færi í sand. Árið 1889 urðu prestaskipti í Landmanna- hreppi. Sr. ólafur lét af prestsþjónustu þar, en við tók sr. Einar Thorlacíus, þá ný- vígður. Þá gerðist það á hreppaskilaþingi (haustþingi) í Skarði þar sem sr. Einar var viðstaddur, að þeir Eyjólfur í Hvammi og Árni Kollín í Látalæti (faðir Jóns í Lækjar- botnum) vöktu máls á því, að hefja þyrfti samskot meðal hreppsbúa til að styrkja drenginn frá Helli til náms og einhvers frama. Bauðst sr. Einar þá til að kenna honum endurgjaldslaust undir skóla, ef hann gengi til sín að Hvammi, en þar dvaldi sr. Einar sinn fyrsta vetur í Landsveit. Þyrftu þá góðir menn undir Skarðsfjalli að gefa honum að borða. Á fund- inum var þegar safnað fé og loforðum og gáfu flestir bændur sem svaraði einu lambsverði (kr. 3,00), en einn ungur maður, Jón Einarsson í Holtsmúla gaf langmest eða 10 krónur og mátti það heita stórfé á peningasnauðri öld. Bændur í kringum Skarðs- fjall lofuðu að veita honum fæði og húsnæði. Dvaldist Guðmundur svo við Skarðs- fjall veturinn 1889—1890, en fór um vorið til Reykjavíkur að taka inntökupróf í Latínu- skólann. Þenna vetur dvaldi Guðm. lengst í Látalæti eða 16 vikur. Fjögra vikna fæði gaf Árni Kollín en fyrir 12 vikur tók hann sex krónur eða 50 aura á viku! Guðm. kom sér vel með afbrigðum, segir Jón í Lækjarbotnum, sem þá var 8 ára. Þótti öllum vænt um hann. Var hann hvers manns hugljúfi, glaður og góður, enda var hans mjög saknað er hann fór. Guð- mundur í Múla, hreppstjóri, sagði mér, að eitt sinn hefði Guðm. skroppið til Árbæjar- kirkju og hlýddi messu hjá sr. Ólafi í Guttormshaga. Þegar hann kom heim að Látalæti og var kominn í rekkju um kvöldið, þuldi hann ræðu prestsins viðstöðu- laust og undruðust allir minni hans og næmi, en þó hvarfl- aði að Guðmundi í Múla, að drengurinn frá Helli hefði lagt sr. Ólafi nokkur orð í munn! Á þessum vetri orti Guðm. talsvert t. d. erfiljóð eftir Stefán Guðlaugsson frá Hellum, sem drukknaði í Skálavatni (eitt Fiskivatna). Var Stefán móðurbróðir Jóns í Lækjarbotnum. Þá orti hann og kvæðið um Skarðsfjall, mjög fagurt segir Jón, en það Framhald á bls. 22 Compliments of . . . Jubilee Coal Co. Limited H. B. IRVING, Manager Telephone 42-5621 Stradbrook and Clarke WINNIPEG Hamingjuóskir til ÍSLENDINGA Stjórnendur og starfsfólk Safeway búðanna, samfagna íslendingum í tilefni af 66. þjóð- minningardegi þeirra ó Gimli þann 1. ógúst 1955. Vér þökkum íslendingum vaxandi við- skipti og órnum þeim framtíðarheilla. Virðingarfylzt . . . E AF □ WAY CANADA SAFEWAY LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.