Lögberg - 28.07.1955, Page 22

Lögberg - 28.07.1955, Page 22
22 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. JÚLÍ 1955 Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 1. águst, 1955 TAXI . . . Just Dial 4111 Will's Taxi and Bus Line Owned and Operated by E. MAGNUSSON & SONS STAND: Eric’s Snack Bar 425 MAIN ST. SELKIRK, MAN. FRANK W. NEWMAN, Q.C. Phone 3921 SELKIRK ■+ S. S. KEENORA Regular Excursions lo Norway House—Monday's, 8.30 p.m. Week End Excursions ío Berens River—Friday's 8.30 p.m. THE SELKIRK NAVIGATION CO. LTD. Phone: Winnipeg 52-7014 — Selkirk 4121 SELKIRK, MAN. WINNIPEG For The Best In Bedding . . GLOBE • BEDS • SPRINGS • MATTRESSES • DAVENPORTS AND CHAIRS • CONTINENTAL BEDS • COMFORTERS • BEDSPREADS • PILLOWS AND CUSHIONS GLOBE BEDDING COMPANY LIMITED MINNUMST SAMEIGINLEGRA ERFÐA á íslendingadeginum á Gimli, 1. ágúst 1955 McLenaghen & Newman MANITOBA Winnipeg Calgary Jólaskáldið úr Landsveit Framhald af bls. 21 mun nú glatað, enda hirti Guðm. lítt um að geyma fyrstu ljóð sín. Guðmundur var þegar í æsku framúrskarandi söng- elskur og oft týndi hann sjálfum sér og vissi eigi hvað gerðist í kringum hann, er hann hlýddi fögrum söng. Þá ljómuðu augu hans og sáu eitthvað dýrlegt, sem dó svo út með hinum dvínandi tón- um. Þá horfði hann starandi augum í fjarskann, eins og heillaður af „samhljómi klukknanna á kvöldin“ (sbr. Kirkjuhvoll). En sjálfur kvaðst hann vera alveg lag- laus. Nú var Guðm. á förum úr Landsveit. 1 Latínuskólanum gekk honum víst námið vel, en mun hafa eytt allmiklum tíma til að sinna lífinu og ljóðadísinni og fékk þá þegar nafnið skólaskáld. Guðm. fór á Prestaskólann, en hætti þar brátt námi. Hefur Jón í Lækjarbotnum heyrt að nokkru hafi valdið trúfræði- legur ágreiningur við einn kennarann, Jón Helgason, síðar biskup. Tók hann þá að nema læknisfræði og var tal- inn gott læknisefni og vel látinn af þeim er hann vitjaði. Þó hvarf hann brátt frá því námi, og heldur Jón í Lækjar- botnum, að honum hafi eigi látið vel að „beita hnífnum“. Læt ég svo þessari sögu lokið. Þegar ég var barn í Land- mannahreppi á fyrsta áratug aldarinnar heyrði ég oft tal- að um „Guðmund skóla- skáld“, mér fannst að sumir Landmenn teldu sig eiga í honum nokkur bein. Efa- laust fundu þeir, að frami hans var sveitarsómi, en mis- tök hans eins konar nýr sand- gári, hinnar örkumluðu sveit- ar. Um hríð mun skáldið hafa sóað nokkru af lífi sínu þar sem „óminnis hegri of öldrum þrumir“ eins og segir í Hávamálum Sæmundar- Eddu (13. vísa). „Óminnis- hegr heitir sá es of öldrum þrumir, hann stelr geði gumna. Þess fogls fjöðrum, ek fjötraðr vask, í Garði Gunn- hlaðar“. Kona sagði mér, að hún hafi eitt sinn á þessum árum hitt Eyjólf „landshöfð- ingja“ í Hvammi í Land- réttum. Eyjólfur var mjög viðkvæmur og ljúfur, þegar hann fann á sér. Sótti þá að honum „heimsharmur“ (Weltschmerz) og rann hon- um þá til rifja þjáning og þraut tilverunnar. Var hann þá laus á tárin. Þótti konunni furðu gegna, er hann grét og þóttist vita, að eitthvað sárt hefði komið við hjarta hans. Þetta sára var einhver ósigur Guðmundar skólaskálds. Svo liðu árin. Guðm. orti sig upp og lifði sig upp, ef svo má segja. Trúarljóðin komu: „Friður á jörðu“ og fjöldi jólaljóða. 1915 rétt fyrir jólin barst föður mínum í hendur fagurt „Jólablað Stjörnunnar í Austri". Ritstjóri Guðmund- ur skáld Guðmundsson. Nú var drengurinn frá Helli orð- inn eitt í hópi hinna auð- mjúku vitringa, sem eru skyggnir á Stjörnuna í Austri og gefa óspart gull, reykelsi og myrrhu! Nú bárust austur í Landsveit fregnir af gæfu skáldsins. Góðir englar komu til hans. Kona hans bjó hon- um griðastað yndislegs heim- ilis. Hann fann aftur hið „glataða jólakerti". Trúar- helgi vígði hörpu hans. En sögulokin komu óvænt árið 1919, 19. marz andaðist hann. Hann þoldi ekki af- leiðingar spönsku veikinnar. En áður en hann hvarf í Huldarhvamm dauðans vannst honum þetta afrek, að „yrkja dauðann dauðan“, eins og sr. Matthías segir í erfi- ljóði um hann. Fyrir mörgum árum, nokkru eftir að ég gerðist prestur að nafni til fór ég að HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 66. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 1 ágúst 1955 We Service all types of Healing Equipmenl including Hi-Low and Vaporizing Burners Estimates Gladly Given SAMU ELSON'S OIL HEATING GUNNAR SAMUELSON, Manager Phone 74-5169 983 ARLINGTON ST. WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.