Kirkjublaðið - 01.06.1896, Qupperneq 1
mánaðarrit
handa íslenzkri alþýðu.
VI.
RVÍK, JÚNÍ, 1896.
7.
Guðs forsjón.
Það var svo opt á æfi rainni
að engan veg jeg færan sá,
en hulin von bjó hjá mjer inni:
að hjálp mjer veittist ofanfrá.
Og allt fór vel: Sú von ei brást.
Það varð, sem ekki fyrir sást.
Jeg var sem leiddur huldri hendi
við hvert mitt spor, — það fann jeg víst.
Og hver var það, sem hjálp mjer sendi —
þá hjálp, er opt mig varði sizt?
0, Guð, minn faðir! þú varst það,
frá þjer kom hjálpin, er jeg bað.
Og enn vii jeg í auðmýkt biðja,
að enn ei þú mjer vikir frá,
en viljir enn mig vernda’ og styðja
og veita hjálp, sem þörf er á.
Og gef jeg enn þjer geti treyst:
að gefir það mjer hentast veizt.
Lát mig ei framar, Guð minn! gleyma
því góða, sem þú veitir mjer.
Kenn mjer í lireinu hjarta’ að geyma
svo heita elsku’ og traust á þjer,
að allt mjer bendi’ á einan þig,
en ekkert frá þjer dragi mig.
Br. J.