Öldin - 01.04.1893, Blaðsíða 2
2
ÖLDIN.
einmana’ I illviðri stundi
eikin í líðandi ró,
því geislandi, græðandi sólin
hún gat þá ei vermt hana’ um jólin.
Mitt hjarta varð bugað af harmi,
er hátíð svo dapra ég leit;
en vonin méi bærðist í barmi
og bæn mín varð örugg og heit,
að Ijómandi, lífgandi sólin
lýsi, þá næst koma jólin.
Óndína.
Á hafsbotni.
(Brot úr Úndínu sögu).
Á hafsbotni sit ég og harma þig æ,
minn lijartfólgni, sárþreyði vinur;
en dauflegt og kalt er í dynjandi sæ,
sem dapurt og þunglega stynur.
Svo hörð eru örlög mín, vinur — ó, vei!
En vertu mér trúr samt og gleymdu mér ei.
Minn kaldlyndi ættingi Kaldbrynnir hlær
að kveinstöfum mínum og tárum;
ást hann og heimili flutti mig fjær
og faldi mig hér undir bárum.
Svo hörð eru örlög mín, vinur — ó, vei!
En vertu mér trúr samt og gleymdu mér ei.
Hví hlaut ég að sökkva í hyldýpið kalt
með hjartað svo fast við þig bundið ?
Hví reyndist svo stopult og endaslept alt
það yndi, sem hafði ég fundið ?
Svo hörð era örlög mín o. s.frv.
Hve sárt var að skilja! Því enn er ég ung
með ást mína’ og hjartað í funa.
Og án þín að lifa er lífs-byrði þung,
og Ijóð mitt er angistar-stuna.
Svo hörð eru örlög mín, o. s.frv.
Því sál mína’ og tilflnning enn þá ég á,
sem eitt sinn þú fyrr hjá mér vaktir,
og Ijósið það bjarta ei líður mér frá
meðan lífið í æðunum blaktir.
Svo hörð eru örlög mín, o. s.frv.
Ilvað stoða mig ættinenn í úrsvölum mar
og öll þeirra kaldranda blíða ?
Minn skerandi harm ekki skilja þeir par
né skynja, hvað sálin má líða.
Svo hörð eru örlög mín, o. s. frv.
Hvað stoðar mig gullið og gimsteina fjöld
og gagnsæjar kristalla borgir ?
Hvað stoðar mig auður og vegur og völd,
fyrst vonleysis fylgja mér sorgir ?
Svo hörð era örlög mín, vinur —ó, vei!
En vertu mér trúr samt og gleymdu mér ei.
Úndína.
Lars Blómi.
Eftir August Blanche.
Ég kyntist fyrst Lars Blóma af þvíað
hann var bróðir eins af skólabræðram
mínum. Lars var garðyrkjumaður og
hann var meistari í sinni iðn. Húsbóndi
hans var mjög ánægður með hann, galt
honum gott kaup og lét hann öllu ráða um
garðyrkjuna.
En nú víkur sögunni til herramanns
þess, er Lundbergur hét; hann var einna
auðugastr stóreignamaðr á Skáni, og hafði
eitt sinn verið majór í hernum. Hann var
alræmdur um allar bygðir fyrir það, liver
harðstjóri hann var á heimlli; sérstaklega
var það að orði gert, að enginn garðyrkju-
maðr tyldi hjá honum; lamdi hann á hjú-
um sínum með reyrprikum og svipum.
Til þessa manns réðst Lars fyrirgarð-
yrkjumann á herragarði hans, og furðaði
alla á, sem til þektu, að Lars, sem var í
ágætum stað, skyldi vilja skifta um og fara
til Lundbergs. En Lars svaraði fáu tii, er
menn furðuðu sig á þessu; sagðist einatt
hafa getað komið rækt í þau tré, er hver
maður hefði áður álitið ónýt með öllu; og
fór hann suður á Skán í vistina.
Þegar hann kom þangað, sá hann und-
ir eins, að bæði garðrinn og vermigróðr-