Öldin - 01.04.1893, Blaðsíða 7

Öldin - 01.04.1893, Blaðsíða 7
ÖLDIN. 7 inu vissi ekki, hvað það átti að hugsa um alt þetta; en flestir báru talsverða virðingu fyrir garðyrkjumanninum, því fremr sem allir urðu að játa, að alt, sem hann gerði, til að prýða og encb’bæta garðinn, bar vott um smekk og kunnáttu. Skömmu eftir að majórinn var kominn á fætr aftr, var það einn dag að Lars Blómi fékk boð um að koma undir eins inn til húsbóndans. Hann hitti majórinn í litlu herbergi rétt innan við ganginn, sem lá inn að sparistofunum, en þær vóru ekkert notaðar nema einstöku sinnum. Majórinn var dálítið fölr og laslegr, en engu góð- mannlegri fyrir það. “Svo þú vilt ekki dragnast héðan með góðn,” byrjaði majórinn. “Nei, og ekki með illu heldr,” svaraði Blómi. Majórinn sat við borð ; hann dró nú skrifað skjal upp úr skúffunni og lagði það á borðið. “Hérna er samningrinn, sem umboðs- maðr ininn í Stoklihólmi gerði fyrir mína liönd við þig,” sagði hann. “Já, það er eins og á að vera, að ma- jórinn hafi annað eintaldð af samningnum og ég hitt,” svaraði garðyrkjumaðr. “Nú skrifar þú undir eins upp á þenn- an samning, að þú víkir úr þjónustu ininni á morgun kauplaust.” Lars Blómi horfði forviða á majórinn. Hann gat ineð engu móti skilið, að majór- inn gæti lAtið sér detta í hug, eftir alt sem þeirra liafði milli farið, að hann léti ganga svona á rétti sínum. “Það dettur mér ekki í hug að gera,” svaraði liann. “Þú verðr þó neyddr til þess,” svar- aði majórinn, “því að annars skalégknýja þig til þess á þann hátt, sem mér þykir við eiga,” og nú þreif hann digrt reyrprik, sem stóð við hlið hans. Blómi varð enn meira idessa við þessa nýju hótun; majórinn liiaut þó að vita, hvað þýðingarlaus hún vrði. Ilann fór að gruna sitthvað, og litaðist því vandlega um í herberginu og iiugði vel eftir, hvort liann yrði nokkurs var; alt í einu leit hann svo augum til jarðar og setti á sig mesta auðmýktar svip, eins og hann væri laíhræddr. “Þú verðr að skrifa eins og ég býð þér, þorparinn þinn!” sagði majórinn og gckk að honum með upp reiddan stafinn. “Eg get það ekki, náðugi herra,” svar- aði Blómi stillilega; “ég hafnaði ágætustu tilboðum frá öðrum til þess að ganga í yð- ar þjónustu. Þér getið barið mig, herra majór, þér gctið drepið mig, en undir skrifa ég ekki.” Nú varð majórinn liissa. Þaðvarauð- séð, að hann hafði búizt við öðrum árangri af hótun sinni en þetta, og að honum sárn- aði að ekki skyldi alt ganga eins og hann hafði við búizt. “Nú, svo þú ætlar ekki að skjóta mig í dag? Þú hefir ef til vill ekki skamni- byssuna með þér í þetta sinni, bófinn þinn!” grenjaði hann og sló Blóma bylmingshögg á herðarnar með prikinu. “Það hafa jafnan verið forlög fátæk- lingsins og lítilmagnans að verða að þola misþyrmingar umkvörtunarlaust,” sagði Blómi stynjandi; “en að vera sakaður um að bera morðvopn á sér, þegar maðr hefir alla æfi verið friðsemdarmaðr—þaðerhart. Er ég þá morðingi, herra majór ?” “Já, vcrri en sá versti morðingi, sem nokkru sinni hefir lagt liöfuð á höggstokk- inn.” “Það er mikið að herra majórinn skuli ekki þjófkenna mig líka. Eg er kannske þjófr ofan í kaupið ?” “Já, það ert þú,” sagði majðrinn bál- vondr, eins og hann vildi reyna að reita Lars til reiði með öllu móti. “Ég hefiþábeztu vitnisburði,” svaraði garðvrkj umaðrinn; “en majórinn vill kanrske drótta því að mér líica að ég hafi falsað þá ?”

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.