Öldin - 01.04.1893, Blaðsíða 12
12
ÖLDIN.
Brittislicrs Impressions of America ancl
Australia”), og gefum vér hér örlítið ágrip
til smekks af hinu og þessu úr ritgerðinni:
Það þykir Meath lávarði einkennilegt,
að enskumælandi menn haía, livar sem
þeir eru á linettinum, sjálfstjórn, og það
með mjög svipuðum hætti hvervetna, hvort
heldr þeir hafa konungsstjórn eða þjóð-
stjórn. Það leikr engum tvímælum á um
það, að ]'að er fólkið sjálft, sem stjórnar.
En í Bretla-ndi hinu miklaog lýðlendunum
er enn meira einstaklingsfrelsi en í Bancla-
ríkjunum. Þar liættir lögregluvaldinu
meira við að skoða sig sem herra fólksins
fremr en þjóna þess.
New Zealand. Lýsing hans á New
Zealand er hugðnæm mjög. Þar hafa
verkmenn sterkast taumhald á stjórn ríkis-
ins. Þar nálgast stjórnarfarið meira en í
nokkru öðru Jandi, er höf. hefir séð, hug-
sjón lögjafnaðarmanna (sósíalista); en í
hugsjónalandi þeiri’a skyldi hvorki vera til
auðlegð nó örbirgð, en ríkið skyldi eiga
land alt og öll framleiðslufæri auðs. Ef
efri málstofa löggjafarþingsins hefði ekki
felt ið nafnkunna frumvarp til “landlaga,”
þá hefði nú enginn maðr mátt eiga þar
meira land en 2000 ekrur; var í frumvarp-
inu lögð 5 ára fangelsis-hegning við, ef ó-
satt var til sagt, um eignarréttinn, og cigi
kostr að bæta fyrir sig með neinni fé-
greiðslu. — Alt land í N. Z., sem enn er
eigi bygt og hagnýtt, liefir verið lýst þjóð-
eign. Allar járnbrautir f ríkinu era þjóð-
eignir. Og forsætisráðgjafinn, sem nú er,
vill gera alia náma, allar verksmiðjur og
öJl eimknúin samgöngufæri (eimskip) að
þjóðeign. Hann liefir nýlega kvatt tólf
vcrkmenn til þingsetuíefrimálstofu þings-
ins, og síðan hann bætti þeim við þing-
mannatöluna, getr hann komið fram hverj-
um nýmælum, sem hann vill, á þinginu.
Blámenn í Bandaríkjunum. Það
ætlar Meath lávarður, að fá eðr engin sé
þau lönd, er sjálfstjórn kallast hafa, þar
sem beztu menn þjððarinnar og færustu
hafa jafn-lítil áhrif á stjórnarfar landsins
og Iöggjöf, sem í Bandaríkjunum. Það
fyrirkomulag að kjósa dómara með al-
mennri atkvæðagrciðslu, sem á sér stað í
sumum ríkjum, álítu hann skaðlegt, og
þykir reynslan hafa sýnt að svo sá*.
Hann ver æðimiklu rúmi til að lýsa skríl-
dómum (lynching) og heiftargrimd þeirri,
sem skríllinn beitir við blámenn þá, er
glæpi drýgja, og það ekki í suðurríkjunum
að eins, heldr alt að einu í norðr-ríkjunum.
Eríkyrkju-fyrirkomulagið þykir
höf. vafasamt, hvort yfir höfuð sé trúar-
brögðunum til eílingar. í bæjunum telr
liann það gefast allvel, en til sveita segir
hann að liagr presta sé ákaflega bágborinn.
Höf. virðist skoða það mál nokkuð frá
tekju-hlið prestanna.
Blöb og tímarit. Fréttablöðum Ame-
ríkumanna gezt höf. yfir höfuð ekki vel að.
En hann diist að tímaritum þeirra (mán-
aðarritum), og hann kannast við að mörg
sunnudaga-blöð séu ágætlega rituð.** En
dagblöðin, eins og þau alment gerast, lík-
ar lionum illa við. “Tónn blaðanna er ó-
virðulegr, orðtæki óprúð og orðalag ó-
smekklegt, enginn inentunarblær á frá-
gangi né búningi liugsananna, einkum í
vestrhlut Bandaríkjanna; oft er eins og
ritararnir velji af ásetningi stráklegustu
og óprúðmannlegustu orð, sem þeim geta í
hug komið.” í norðrálfu bíði menn með
óþreyju morgunblaðsins síns, og búist að
vanda við að finna þar hugsana og hugð-
*) Dómarar í sambandsmálum eru allir
skipaðir a£ forseta Bandaríkja, og hefir sú
dómarastétt mikið álit á sér. Hæstiréttr
Bandaríkjanna er einhver inn mest metni
dómstóll í heimi. J. 6.
**) Það er alment að dagblöð gefa út
sérstök sunnudaga-blöð, fræðandi og skemt-
andi efnis. Það munu vera slík blöð, en ekki
trúar blöð, sem hér er átt við, þótt mörg trú-
arblöð sé og vel ritin líka. /. ó.