Öldin - 01.04.1893, Blaðsíða 14
14
ÖLDIN.
Hver fjölskylda liflr á jarðnæði fyrir sig,
og er hvert þeirra nm 10 ekrur að stærð
að meðaltali. í hverri fjölskyldu er þetta
frá 5 til 10 manns, og yrkir hver íjölskylda
jörðina og framleiðir þannig mikið til mat-
væli sín ; þá er og talsvert unnið af vefnaði
og fataefni á hverju heimili. Fclagslíf það,
sem tíðkaðist í lok 1!). aldarinnar, er horf-
ið eða breytt gersamlega. Kyrkjur, leik-
hús, gripasöfn og kyrkjugarðar ei-u nú
hvergi nema í þessum 4 stórborgum, sem
áðr er um getið ; og þangað fer fólk hvað-
anæfa úr landinu ákveðna daga til hress-
ingar sér og andlegrar nautnar. Dreifing
mannfólksins svona jafnt yfir landið gerði
það að verkum, að lögum og yfirvöldnm
þurfti sárfítið á að halda. . Fátækt hvarf
og gleymdist og drykkjuskapr varð sjálf-
dauðr, er öll freisting hvarf við það, að
fólkið hætti að þyrpast saman daglega í
borgunum. Styrjaldir iiættu af þeirri ein-
földu ástæðu, að þær urðu alt of voðalegar
eftir að mannkvnið fór að fljúga.
Þetta er auðvitað ekki i.ema minst af
því, sem Mr. Hawthorne segir oss í fréttum
frá lokum næstu aldar.
Dauða-hegningin.
Mr. Andrew Palm, ritstjóri tímaritsins
Amehican Joubnal of Politics rítar um
þetta efni í síðasta hefti þess tímarits. —
Hann heldr því fram, að eina vísa vörn
fyrir líf manna sé sú, að koma því fast inn
í meðvitund almennings, hve dýrmætt og
rétthátt einsraklingslifið sé. En það miði
ekki til þessa, ef ríkisvaldið sjálft fyrirfer
lífi manna.
“Það er almenn ástæða manna,” segir
hann, “gegn afnámi lifláts, að glæpir auk-
ist í mannfélaginu, þegar mönnum þarf
ekki lengr að standa ótti af dauðahcgning-
unni. En hvað sem heimspekingarnir um
þetta segja, þá hefir reynslan aftr og aftr
sýnt, að þetta er röng ályktun. Sum af
Bandaríkjunum hafa numið dauðahegning
úr lögum, en önnur halda lienni. Og
skýrslurnar sýna ómótmælanlega, að það
eru færri inorð o- vígaferli í þeim rlkjum,
sem ekki hafa dauðahegning í lögum, heldr
en í hinuin, þar sem forna lögmálinu :
“auga tyrir auga og tönn fyrir tönn” er
fylgt. Sama er reynslan í öðrum löndum.
The Howard Association í Lundúnum
heflr rannsakað þetta mál nákvæmlega og
ítarlega, og árangrinn afrannsóknum þeim
er sá, eins og vænta mátti, að dauðahcgn-
ingin herðir tilfinningar manna,; liflátið er
hættulegt eftirdæmi.
“Onnur afleiðing líflátshegningarinnar,
er sú, að ijöldi glæpamanna sieppr sýkn af
giæpum sínum. Það er enginn efi á því,
að það er altítt meðal þrírra manna, sem
kviðdóm sitja, að þeir kynoka sér við að
svifta náunga sinn iifi; og þegar kæran er
svo löguð, að eigi cr nema um tvent að
gera, annaðhvort að dæma inn kærða sek-
an 1 glæp, sem líflátshegning liggr við, eða
þá alsýknan, þá reyna kviðdómendr að
telja sjilfum sér trú um í iengstu lög, að
það sé hugsanlegr efi á sekt mannsins, og
svo sýkna þeir hann, og það í tilfellum,
þar sem þeim liefði naumlcga komið til
hugar að sýkna, ef ekki hef'ði verið lífláts-
hegningin hins vegar.”
Mr. Palm sýnir með skýrslum, sem
ná yfir mörg ár, að þessi síðasta umsögn
hans er á rökum bygð.
Smávegis.
Háskólar heimsins.
í Þýzkalandi er árlega gefin út há-
skóla árbók heimsins. Eftir henni hafa
(1891) verið 119 hftskólar í notðrálfunni,
Bandaríkjunum, Australíu og Japan. Til