Öldin - 01.04.1893, Page 16
16
ÖLDIN.
Það er líklega engin þjóð, sem framleiðir
eins mikið af kveðskap eins og fslending-
ar, en af þeim kveðskap á tiltölulega lítið
skylt við skáldskap. Vér höfum áðr í
Heimskringlu átt þvi láni að fagna að geta
birt nokkur ijóðmæli cftir íslenzka lconu,
sem eru undantekning frá regiunni að því
leyti, að Ijóð hennar eru skáldskapr. llún
nefnir sig nafninu Úndína, og vér hikum
ekki við að segja, að ekkert íslenzkt skáld
þyrfti að fyrirverða sig fyrir kvæðin licnn-
ar. Þau eiga fyrir sér lengri aldr, en blöð-
in, sem þau birtast í; þau eiga framtíðar-
sæti í íslenzkum bókmentum. Þau eru
vottr um sterka náttúrugáfu og fegurðar-
smekk; í einu orði: þau sýna, að Úndina
er skáld. Vér kunnum henni þökk fyrir
kvæðin sín, og fyrir sakir islenzkra bók-
menta hvetjum vér hana til að rækja þessa
gáfu sina.
— Þeir Russell lávarðr og Mr. Twaite
rituðu í fyrra mánuði litla grein í enska
mánaðarritið National Réview um hag-,
nýtilig rafmagns til sveita. Reýna þeir að
sýna fram á, að það sé’ gerlegt að lýsa
sveitahcimili á Englandi með rafmagns-
Ijósum. “Það er sýnt mcð reynslu,” segja
þeir, “að það má senda rafmagn yfir 110
mílna voglengd án þcss að meira cn 28 af
hundraði af afiinu f'ari til spillis. Ef raf-
magn er lcitt að eins 15 mílur, þá vroi afl
það, sem til spillis færi, að eins einn sjö-
undi hluti af þcssu.”
Svo leggja þeir til, að eigendr nokk-
urra sveitaheimila skuli slá sér saman um
að kosta framleiðslustöðvar rafmagns, t. d.
á næstu járnbrautarstöð, og leggja svo
þaðan lciðslu út á hvert lieímili, og mætti
nota þær bæði til lýsingar og til telef'óna.
Kunnandi rafmagnsfræðing þyrfti að hafa
til að sjá um framleiðslustöðvarnar.
Vér höfum ekki getað að oss gert að
hugsa til Revkjavíkr, er vér lásum þessa
ritgerð. Það er ekki svo langt inn að Ár-
bæjar-fossinum í Elliðaánum, að eigi væri
gerlegt að leggja rafmagnsleiðslu þaðan
til Reykjavíkr; ea fossinn gæti árið uin
• kring lagt til ið nauðsynlega hreyfi-afl
til framleiðslu-stöðvanna. Veglengdin er
svo stut:, að ekki ætti svo ýkja-mikið afl að
fara forgörðum á leiðinni. Og vatnsaflið
er ódýrt hreyfl-afl.
Meinið er, að það eru engir heima, sem
vit liafa á slíkum efnum. En hér vestra
er íslendingr, mcntaðr maðr, sem hcfir
lagt fyrir sig þau fræði, er hér að lúta, og
vinnr að irafmagns-störfam sífelt. Gæti
hann elcki sagt oss eitthvað um það, hvort
ckki sé gerJegt fyrir landa heima að fara að
hagnýta rafinagnið, að minsta kosti þar sem
kostr er á vatns-rireyflafli í nánd ? Oss og
mörgum fieirum mundi þykja ii’óðlegt að
heyra orð frá honuin um þetta efni.
— Það er einatt verið að spyrja oss
um, hvort þetta eða hitt lífsábyrgöarfólag
sé gott og árciðanlegt eða ekki. Það er
spurning, sem qss er ekki ávalt um gefið
að leysa úr. En eitt má segja alment: að
ódýrustu lítsábyrgðar-félög, sem jafnframt
léggja þó félaga mest í agentakostnað og
auglýsingar, eru yflr höfuð varasöm. Ann-
að mál er auðvitað um bróðernis-félög, scm
kosta litlu upp á stjórn sína. Og varast
ættu menn að ginnast til að taka ábyrgð
hjá félögum, sem hafa misjafnt orð á scr.
Það eru svo mörg góð og áreiðanleg félög
til, að það er engin ástæða til að skifta við
in vafasamari. Félög eins og New Yokic
Life og Bkitish Empike eru áreiðanleg
og svo ódýr, sem slík félög geta verið, ef
áreiðanleg eru.
Öldin komr út í hverjum mánuði og kost-
ar 81.00 árgangrinn; einstök blöð 15 cts.
Allir kaupendr HeimskringlIt iá Öliiina ó-
koypis.
Ritstjóri : Jón Ólafsson.
Heimsicrixgla Piitg. & Publ. Co.