Öldin - 01.04.1893, Blaðsíða 8

Öldin - 01.04.1893, Blaðsíða 8
8 ÖLDIN. “Já, það er enginu efl á því, þú heíir falsað þá; það hefir margr verið dæmdr í gapastokkinn, scm var dánumaðr í saman- burði við þig,” sagðí majórinn livæsandi og stappaði í gólflð. Óðara en majórinn hafði slept orðinu, gekk Lars Blómi að veggnum andspænis og opnaði þar leynihurð; þar var klæða- skápr inn úr veggnum og stóðu þar þrír menn inni; var einn þeirra lögregluþjónn. Majórinn hafði leynt þeim þar inni og ætl- að að hafa þá fyrir vitni, er Lars Blómi tæki upp skammbyssuna. En Lars Blómi hafði orðið einhvers áskynja. “Herrar mínir,” sagði nú Lars; “ég kveð ykkr til vitnis að því, að Lundbergr majór heíir kallað mig morðingja, þjóf og skjalafalsara, og svo að því, að hann hefir með höggum og hótunum reynt að hræða mig og neyða til að gefa upp rétt minn eftir samningi. Þér skuluð fá að bera á- byrgð, herra majór, á yðar svívirðilegu sakargiftum og árás á mig. Nei, sko! þarna eru þá, sé ég, þrjú göt á skáphurð- inni, alveg eins og gerð fyrir þrjámenn til að horfa í gegn um, Þið hafið þá, piltar, bæði séð og heyrt hvað hér hcflr fram far- ið. Það er því betra.” Og svo gekk Lars Blómi snúðugt út. Majðrinn stóð sem þrumulostinn. Lög- regluþjónninn og aðstoðarmenn hans komu hundsneyptir fram úr skápnum. Þannig endaði þriðji leiðangrinn. Undir eins næsta dag var majórnum birt lögleg stefna til að mæta fyrir rétti og svara til sakar. Sem vitnum stefndi Lars lögregluþjóninum og félögum hans tveimr, og þar að auki prestinum og sýslumannin- um, sem verið höfðu við í fyrra skiftið. Um kveldið mætti majórinn Lars Blóma af hending, svo enginn var við. Þá tók Blómi upp skammbyssuna á ný og mælti: “Fyrir höggið, sem þér slóguð mig, skuluð þ('r láta lífið. En fyrst skal ég þó fá dóm yfir yðr fyrir rétti, svo að þér fáið maklega svívirðing og hegning fyrir glæpí yðar.” Svo hvarf Lars frá honum í það sinn. Majórinn var æfari en orðum megi lýsa. Hann gekk eins og sturlaðr maðr næstu daga, hafði hvergi frið né ró á sér. Hann var hjátrúarfullr, eins og flestir harð- stjórar eru, og fór að festa trú á því, að það kynni að vera myrkrahöfðinginn sjálfr, sem hefði ráðizt til sín fyrir garðyrkju- mann. Hann naut hvorki svefns né matar, og horaðist upp. Loks leitaði hann ráða til kunningja sinna, og réðu þeir lionum til að losna við Lars Blóma hvað sem það kostaði. Svo sendi hann meðalgöngumann tií Lars til að leita um sættir og fá hann tií að fara. Lars gerði kost á því að fara og fella niðr málssóknina með þeim skilyrð- um: 1) að hann fengi greidd að fullu laun sín fyrir fimm árin ; 2) og að majór- inn lofaði, og setti veð fyrir, að hann skyldi greiða honum 100 ríkisdali árlega meðan hann lifði. Majórinn varð ösku-vondr í fyrstu, er liann heyrði þessi boð, og varð þó varla betri kosta vænzt af djöflinum sjálfum, sem majórinn hugði hann vera. Lauk svo, að majórinn gekk að þessum kjörum, en Lars hélt til Stokkhólms aftur og fékk vist hjá fyrri húsbónda sfnum og er þar enn, vel látinn og þykir nýtasti maðr. “En hvernig fórstu að gera skamm- byssuna ósýnilega öllum öðrum?” spurði ég Lars kunningja minn, er hann hafði í trúnaði sagt mér söguna. “Það skal ég sýna þér,” sagði Lars og gekk að skrifborði sínu, opnaði skúffu í því tók eitthvað upp úr henni og sagði svo: “Nú máttu leita á mér eins og þú vilt; þú skalt ekkert morðvopn finna, og þó gct ég nú dregið skammbyssuna fram og mið- að henni á þig hve nær sem ég vil.” “Þú geymir hana þó aldrei í hárinu ?” varð mér að orði; þvi að Lars hafði jafnan ákaflega þykkan lubba.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.