Öldin - 01.04.1893, Blaðsíða 13

Öldin - 01.04.1893, Blaðsíða 13
ÖLDIN. 13 næmis eím; en í Bandaríkjunuin sé þetta þvert á móti; þar finni maðr til þess, er maðr luifi verið dreginn niðr í sorp orðhák- skapar og glæpalýsinga. “En auðvitað eru undantckningar frá þessu, og þarlend- ir menn eru auðvitað það kunnUgri en út- lendingrinn, að þeir vita, að hvaða blöðu.m þeireiga að halda sig, til þess að gctahaft ánægju, gagn og frdðleik af blaðlestrinu- um.” í Ástralíu og Nýja Sjrdandi scgir hann að blöðín. só ekki nærri eins skrílsleg. Samoöngufæri. Meath lávarðr játar, að járnbrautarvagnar Ameríkumanna taki frain vögnunnm í NorðrAlfu bæði að þæg- indum og skrauti. Þ<5 héfir hann ýmsu smávcgis að finna að á þeim, og virðist sumt af því heldr smásmuglegt, svo sem að lieldr lítið rúm sé ætlað fyrir handtöslc- ur o. þvíl. Bezta svefnvagna segir hann vera á brautinni milli Melbourne og Adel- aideí Ástralíu. — Bæði Bandárjkin og lýðlendurnar ensku segir hann taki Eng- landi fram með hljóðbera (tclefón), raf- magnsljós og rafmagnssporvagna. Sid- ney í Ástralíu hefir bezta lystigarð í heimi, én iystigarðar og óbygðir veliir 1 borgum taki í Bnndaríkjunuiu mikið fi'am því sem er í iýðiendunum, og standa slíldr garðar í Bandaríkjunum í sárfáum atriðum að baki beztu lystigörðum Englands. Gistiiiús. Hótelin í Ameríku tekr liöf. langt fram yfir hótelin í Englandi. Sérstaklega dáist liann að fyrirkomulagi því sem cr á sumum hótelum til að vekja gest hvern á þeim tíma sem haan óskar. 'Ér það gcrt með vhkjara-klukku þeirri er svo er gerð, að hún fer að hringja á til- teknum tíma, og linnir ekki að glymja fyrri en gestrinn fer áfætr og étöðvar hana. ©|9 Eftir liundrað ár. Julian Hawthorne ritaði nýlegaímán- aðarritið Cosmopolitan ritgerð, sem hann í nefnir “Júní 1893.” Skýrir liann þar frá ímyndaðri vitrun, sem hann heíir þannig, að hann á tal við mann frá síðasta áratug 20. aldarinnar. Þessi framtíðarnáungi iýs- ir eðlilega lífinu þá að mörgu æði-ólíkt því, sem riú á sér stað. Mesta . breyting liefir það gert á iifnaðarháttum manna, að það er þá orðið alment að fljúga. Þá tíðkast flugvélar, sem menn geta liogið í þetta 75 til 100 milur (enskar) á klUkkustundinni. Því búa menn nú Adða þar, sem áður þótti óbyggilegt, og menn, sem reka atvinnu sína í stórbæjunum, búa nú alt að klukku- tíma ferð, cða þar yfir, úti á iandsbygð. Þannig varð fyrst ákaflega vítt belti æði- þéttbygt umhverfis borgirnar; en aftr urðu sjálfar borgirnar ekkert annað en búðir.og verksmiðjur, en enginn bjó þar lcngr; fólkið hafði heimili sín í þctta 100 mílna fjarlægð. Á hverju kveldi sáust stórhópar af flugvélum leggja.af stað frá borgunum í allar áttir til sveitanna. Og þetta var s\’o kostnaðariítið ferðalag, að engir vildn cftir verða í borgunum, nema fáeinir náttverðir, sem flögruðu þar um á nóttunni til að gæta eigna manna. Þctta var nú fyrsta stigið. En svo fóru menn fljótt að sjá, að eftir að flugið var orðið alment, þá var engin þörfá svona mörgum stórborgum, sumum enda örskamt hver frá annari. Menn komu sér því sam- an um að draga verksmiðjur og verzlanir sem mest saman á fácinar aðalstöðvar, og var lega þeirra ákveðin þar, sein lientast þótti fyrir hávaða almennings. Þegar á alt var litið, þótti nóg að liafa fjórar slíkar aðalborgir, og var ein sett á austurströnd- ina, en önnur á vestrströndina og tvær inni í meginlandinu. (Hér cr um Bandaríkin að ræða). Hvergi annarstaðav í landinu var þá eftir það svo mikið sem smáþorp.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.