Öldin - 01.04.1893, Qupperneq 5

Öldin - 01.04.1893, Qupperneq 5
ÖLDIN. 5 liggja í sö:nu svipan, svo að þcr rísið al-' drei 4 fætr íraraar til að berja á nokkrum manni. Þér skulið ekki ætla að ég sé ein- göngu hingað koniinn tii að hirða um garð- inn yðar; ónci, ég er kominn til að temja yðr ekki síðr, því eftir þv'i sem af yðr er látið, þá eruð þér sá grimmasti og níðing- legasti hösbóndi, sem sögur ganga af. — Herra trúr! en hvað þér eruð drísildjöfuls- lega svartr í andlitinu !” bætti hann við skeilihlæjandi; “þér haflð víst umhverfst og snúið innra manninum út í dag.” Meðan Lars mælti þetta, hafði majör- inn hopað á hæl til dyranna aftr, en hafði þó ekki augun af bannsettum skammbyssu- kjaftinum, sem gapti beint við honum ein- iægt. En undir eins og liann var sioppinn út um dyrnar, skellti hann hurðinni aftr, og hleypti liespunni á og stóra hengilásn- um fyrir; svo að áðr en Lars Blómi vissi vitund af, var hann þarna rammlega irini- luktr í dimmu fangelsi. Hann iieyiði majórinn reka upp skellililátr og ganga burt. En ekki leið á löngu áðr hann heyrði mannamál á ný og fótatak komandi manna. “Já, herrar mínir,” heyrði hann ma- jórinn segja; “ég liefi fengið djöfulinn sjálfan á heimiiið; en nú hefi ég komið honum utidir lás.” Svo var dyrunum lokið upp aftur og majórinn kom inn ásamt ráðsmanninum, nokkrum vinnumönnum og tveim mönnum er Lars Blómi þekti ekki, en síðar komst hann að því, að það var prestrinn ogsýsiu- maðrinn, og hafði majórinn áðr boðið þeiin til miðdegisverðar þennan dag; höfðu þeir mætt honum, er hann var að sækja mann- hj.'dp á ný gegn Lars Blóma. “Fram nú með morðvopnið, helvízkr fantrinn ; það er nú í annað sinn í dag að þú lieflr sýnt mér banatilræði. Meðgaktu nú sannleikann, og svo skal verða fljót- skift við þig, karl-tetr !” “Eg kveð yðr til vitnis, herrar mínir, að majórinn hefir kallað mig fant og borið á mig banatilræði við sig,” sagði Lars Blómi og var inn rólegasti; “það er nú í annað sinni í dag að hann ber mér á brýn þessar meiðandi sakargiftir í margra manna áhevrn.” “Fram með skammbyssuna, hófi!” æpti majórinn. “Ef ég hefi skammbyssu eða ef á mér finst nokkurt vopn, þótt ekki væri ueraa garðyrkjuhnífr, þá skal ég játa mig sckan í hverri óhæfu, sem majórinn vill bera mér á brýri,” svaraði Blómi; • “en það er ekki því að hciisa ; ég er ofboð hræddr um að majórinn sé eitthvað bilaðr á geðinu - ekki með sjálfum sér, því að —” Majórinn reiddi svipuna og ætlaði að stökkva á Blóma, en prestrinn og sýsiu- maðrinn gengu á milli. “Haim hefir ekki getað komizt út úr amboða-byrginu,” sagði sýslumaðr; “þér höfðuð sett hengilásinn fyrir, herra majór; hann hlýtr annaðhvort að liafa skammbyss- una á sér eða þá að hann liefir rteygt henni frá sér hér á gólfið, því að ekki hefir hann getað gieypt hana.” Það var nú leitað á Lars Blóma á nýr og gerðu þeir það prestr og sýslumaðr; en ekkert fanst á honum né neinstaðar í byrginu annað en tóbaksdósirnar; voru þær opnaðar og grannskoðaðar, rétt eins og hugsanlegt væri að hanri hefði gctað geymt heila skammbyssu í þeim. Allir horfðu hissa hverir á aðra og majórinn varð svo forviða og gramr, að því verðr ekki með orðum lýst. “Kannizt þér lieldr ekki við, að þér liafið helt úr blekflösku yfir majórinn ?”' spurði sýslumaðr. “Jú, það kannast ég við, hcrra sýslu- maðr,” svaraði Lars; “cn það varð nu r f ógáti, þegar lcið yfir herra inajórinn inni í skrifstofunni og ég ætlaði að fiýta niér að drcypa vat.ni á hann. En á þvi bað ég majðrinn fyrirgefningar rétt nýverið, og liann fyrirgaf mér það.”

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.