Öldin - 01.04.1893, Blaðsíða 15
ÖLDIN.
15
eru stofnanir, sem enga kenslu veita, en
halda að eins próf, t. d. London Univer-
sity. Canada fiefir ekki verið talin þá með hvernig sem á því stendr. W £? W » o-h. p. c. © jr Eí.a' to, ö ö- c- & g. 2 §3? ? £5 S g * B
Þýzkaland 20 29,569 2,406 1,584
Austiríki 11 19,659 991 2,072
Italía 21 17,558 1,522 1.705
Rússland 9 13,809 739 6,575
Bandarikin 13 11,787 1,031 4,279
Skotland 4 8,857 235 451
England 4 8,483 251 3,418
írland 2 1,934 90 2,446
Belgia 4 5,835 313 1,013
Grikklánd 1 3,500 116 565
Sviss 6 3,224 492 883
Holland 4 3,095 211 10,933
Svíþjód 2 2,585 181 1.821
Danmörk 1 1.820 116 1,197
Noregr 1 1,537 68 1,175
Portúgal 1 1,367 67 7,096
Roumania 1 965 117 5,571
Australía 2 1,002 45 2,817
J apan 1 717 111 54,455
Spánn 11 ? 434 ?
SíNLAND.
Séra A. P. Parker heflr í Missionary
Review of the World ritað fróðlega
grein um Sínland, þctta víðienda, merki-
lega land með sinni árþúsunda gönilu stein-
gervings-hálfmentun.
Keisaradæmið nær yfir 71 lengdarstig
og 34 breiddarstig á hnettinum. Það cr
fjórðungi stærra en alt .neginland norðr-
álfunnar og þriðjungi stærra heldr en öll
Bandaríkin. Það framleiðir alt það í
steinaríkinu, jurtarfkinu og dýraríkinu,
sem á þavf að halda til að fullnægja þörf-
um íböanna, en þá telr höf. um 400 milj.
Það er ið elzta riki eða þjóðfélag, sem sög-
ur fara af; á það óslitna sögu um meira en
4600 ár. Keisaradæmið í Sínlandi var til
samtíða Forn-Egiptaveldi og Niniveh og
Babylon, cn það stendr enn, þótt öil önnur
samtíða ríki að fornu fari sé nú liðin undir
lok; og það er ekki gott að segja, hver á-
hrif þetta afarmikla veldi kann að hafa á
framtíðarsfgu heimsins. Ein með elztu
bókum í heimi er Shu Iving, ein af merkis-
fornritum Sínverja; segir hún frá viðburð-
um, sem gerðust þar í landi 2300 árum
fyrir Krists burð.
Tvö þúsund árum fyrir Kr. b. þektu
Sínverjar letr, húsasmíð, akryrkju. Ment-
un var gömui orðin í Sínlandi þegar
Grikkland og Róm vóru á æskuskeiði. Um
það Icyti sem ísland bygðist, hefir Sínland
verið mentaðasta land í heimi. Aldrei
hetír fyr né síðar jafnmikill mannfjöldi
(milli þriðjungs og fjórðungs alls mann-
kyns) verið undir einni stjórn og sömu lög-
um, sem á Sínlandi á sér stað og hefir átt
sér stað um æfa-margar aldir. — Sínverjar
eru heiðnir.
Eitstjóra-spjall.
— Mánaðarrit þetta lætr ekki mikið
yfir sér, lofar r:kki miklu og er ekki stór-
vaxið. Atvik, sem vér höfum ekki getað
ráðið við, valda því, að þctta fyrsta hefti
af því er ekki eins gott sýnishorn af því,
sem því er ætlað að verða, eins og vér
hefðum viljað. Það er eiginlega ekki til-
gangr vor, að hafa sögr í því, nema ef
verða skyldi eitthvað f'rumsamið, þótt í
þctta sinn sé saga all-löng í þvi. Af hinu
vildum vér hafa meira: ágripum af góð-
um greinum úr enskum (eða öðrum) mán-
aðarritum, ýmsu, sem gæfi dálitla hugmynd
um, hvað samtíðin er að hugsa og ræða.
En því fremr er vonandi, að næstu hefti
sýni þá heldr framfor en aftrför.
— Það er lítið um það, að kvennfólk-
ið hafi til þessa lagt skerf til íslenzkra bók-
menta, síst þann skerf, er nokkurs sé verðr.
Orsökina ætlum vér ekki að rannsaka; vér
liöfum að eins orð á því, sem engum getr
dulizt, sem vit hefir á og athugar málið.—