Öldin - 01.04.1893, Blaðsíða 10
10
ÖLDIN.
af og lótu sig falla til jarðar. Þannig
komust þeir maurarnir niðr, sem uppi vóru
í trénu, þegar hann tjargaði hringinn. Nti
vóru sykrperurnar á trénu í friði um hríð.
En nokkru síðar varð hann þess var, að
maurarnir vóru komnir upp í tréð aftr í
ávextina. Hann hugsaði í fyrstu, að tjar-
an væri líklega farin að þorna, svo að þeir
kæmust yfir hana án þess að festast í henni.
Hann tjargaði því hringinn upp aftr og
gaf nú gætr að, hvað maurarnir mundu
taka til bragðs. Þeir, sem uppi vóru, kom-
ust aftr niðr á sama hátt sem ið fyrra sinni
En von bráðara sá hann iangar fylkingar
af maurum halda upp eftir trénu frá jörðu.
Þegar þeir komu að neðri rönd tjörubeltis-
ins, beygðu þeir við og fóru fram með
röndinni þétt, alveg í kring um tréð, og
var sem þeir væru að leita að einhverju.
En er þeir sáu sér hvergi fært upp fyrir
tjörubeltið, þá snéru þeir loks við aftr og
vóru nú icngi í burtu. En svo sá náttúru-
fræðingrinn allar fylkingarnar koma á ný
og leggja upp tréð og fóru nú miklu hægra
en ið fyrra sinn ; og var auðséð, að þeim
var citthvað til farartálma. Hann fór því
að at'uuga þá betr, og sá þá, að hver maur
bar í sínum litla lcjafti moldarköggul svo
stói’an, scm hann gat valdið, og var það
auðvitað smár skamtr, sem liver hafði.
Þegar þeir komu að neðri rönd tjörubeltis-
ins, þrýsti hver sínum moldkögglií tjöruna
og lögðu þannig smámsaman moldarhrú
upp yfir tjörubeltið, svo breiða, að fylking-
in gat öll gengið brúna, hv'er áeftir öðrum,
og gátu tveir, þrír maurar vel gengið sam-
síða. Brúin var ineistaralega gerð og
traustari að sínu lcyti fyrir þann tilgang,
sem hún var í gerð, heldr en samkynja
mannvirkis brýr, er beztu verkfræðingar
gcra.
Aristoteles inn gríski spekingr kallaði
manninn “pólitískt dýr” eða “félagsskipu-
lags-dýr” (“zóon-politikon”). En er vér
sjáum, að alla fyrirburði í náttúrusögu
mauranna má heimfæra til stjórnarfyrir-
komulags og félagsskipulags þeirra, þá
verðr oss auðsætt af því, hve hátt þeir
standa meðal lifandi dýra. — Ýmsa þá
kunnáttu, - sem mennirnir hafa eigi öðlazt
fyrri en tiltölulega seint á skeiði menning-
ar sinnar, hafa maurarnir haft til að bera
fyrir miljónum ára. En að þcir sé svona
gamlir á jörðunni, það má meðal annars
sjá á einstaklingum af þeirra kyni, sem
varðveizt hafa óskemdir í rafi.
álaurarnii' stunda akryrkju og þekkja
inar beztu aðferðir til hennar. Þeir halda
og kýr (maurakýr), sem þeir mjólka;
beita þeir þeim í haga og sitja yfir þeim
og verja þær fyrir óvina-arásum alveg eins
og vér menn gætum búpenings vors og
verjum hann. Þeir liafa fasta hernaðar-
stétt, eða “fastan her” og þar hafa þeir eitt
það hagræði, er hernaðarþjóðir í mann-
heimi mega vel öfunda þá af, en það er
það, að beztu vopn og verjur þeirra eru
samvaxnar við skrokkinn á hverjum her-
maur (“hermanni” lá oss við að segja). —
Maurarnir liafa þrælahald. Einnig binda
þeir vináttu við dýr af alls ólíkum tegund-
um, einkum ýmsar bjöllu-tegundir, og eru
þau viðskifti eigi fullskýrð enn. Þá er og
undarlegt samband þe'rra við ýmsar jurtir
maurajurtir svokallaðar ; gera þeir sig svo
ómissandi jurtum þessum, að þær með eins
konar meðvitund búa til íbúðarherbergi
handa vinum sfnum, maurunum, og fram-
leiða efni að eins til fæðu fyrir þá.
Vér skulum fyrst minnast á maurana
og vini þeirra. Wm. Marshall segir svo
frá: Nokkrir af maura-vinum lifa að cins
hjá maurunum fyrstu æsku sína mcðan
þeir eru í maðkiíki, cn fara frá þeim, er
þeir verða íicygir; því að þessir maura-
vinir eru hamskiftingar (svo nefnast þau
skorkvikindi, er fvrst eru maðkar, en fá
síðan vængi og verða flugur). Til dæmis
má nefna dýrið Cetonia. Á ormsaldri sín-
um býr hún í mauraþúfunni lijá maurteg-
und þeirri er nefnist Formica rafa, er í
miðri þúfunn-i og myndar þar aflangt hýði,