Alþýðublaðið - 13.05.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.05.1961, Blaðsíða 2
Mtjórar: GIsll J. Astþórsson (éb.) og Benedlkt urondal. — FuUtnlar rlt I^jómar: SlgvaldJ Hjálmarsson og Indriðl G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri jBjórgvin Guðmund n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Augljrsingasíml ; X4 90S. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hveríis i 4ötu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í iausasölu kr. 3,00 einl i ^tgafand.: AlþýSuflok. urinn — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartanssor VERTÍÐARLOK j' VETRARVERTÍÐ er nú að Ijúka. Því miður hef- ur hún ekki gengið eins vel og æskilegt hefði t verið. Aflaleysi hefur verið mikið og ógæftir Í hamlað veíðum. í stærstu verstöðinni, Vest- mannaeyjum, hefur vertíðin gersamlega brugð- -j izt. Valda því tvær ástæður. í fyrsta lagi verk- í fföll og verkbönn á staðnum, en í öðru lagi afla- i brestur. \ Þjóðarbúskapur íslendinga byggist svo mjög á í sjávanitvegi, að útkoman á einni vetrarvertíð I getur haft áhrif á afkomu alls almennings í land I inu. Nuverandi ríkisstjórn bætti mjög aðstöðu '} útvegsins með ráðstöfunum sínum í efnahagsmúl j um á sl. ári En síðan hafa afiabrestur og verð- i iækkanir á útflutningsvörum útvegsins dunið á n útgerðinni og spillt stórlega árangri ráðstafana ríkisstj órnarihnar. Væntanlega kemur ekki til : þess að grípa þurfi til neinna nýrra ráðstafana vegna aflabrestsins á vetrarvertíðíhni. Hefur rík ■ isstjórnin og lýst því yfir, að ekki verði teknir upp neinir styrkir eða uppbætur til útvegsins á ný úr því að gengið hefur verið skráð rétt. Einhverjir bátar munu halda áfram veilðum j enn um hríð og kann því að vera, að enn bætist eitthvað við aflann. Nokkrir bátar hafa einnig i ^aflað vel og er fjárhag þeira báta vel borgið. i Margir útgerðarmenn munu hins vegar eiga í fjárhagskröggum nú við vertíðarlok vegna afla- í brestsins. En þannig gengur það í útgerðibni. - Eitt árið aflast vel og annað illa. Það hefur i viljað brenna við hér á landi undanfarin ár, að útgerðarmenn hafi ekki lagt neitt fyrir í góð- M ærum, og því verið illa staddir, er eitthvað hef- ur á bjátað. Venjan hefur þá verið sú að leita ósjár hins opinbera. Slík vinnubrögð geta ekki : gengið lengur. Sé gengisskráningin rétt eins og nú er, verða útgerðarmenn að taka á sig tapið, j' ef eitthvað er, enda fá þeir þá einnig ágóðann í , sinn hlut, þegar um hann er að ræða. Söluskattur Dráttarv.extir faHta á söluiSkatt fyrir 1. ársfj órðung 1961, svo og vangi-eiddan söluskatt og útflutnings- Isjóðsgjald eldri ára, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi hinn 15. þ. m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður á.n frekari aðviörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá iski'lað gjöldunum. Reykjaviik, 10. maí 1961. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN, Arnarhvoli Áskriftarsíminn er 14900\ Listamannalaun UTHLUTUNARNEFND lista- mannalauna fyrir árið 1961 hef- ur lokið störfum. Hlulu 107 lista menn laun að þessu sinni. — Nefndina skipuðu: Helgi Sæm- undsson ritstjóri (formaður), Sig urður Guðmundsson ritstjóri (ritari), Bjartmar Guðmundsson alþingismaður, Halldór Iírist- jánsson bóndi og Slgurður Bjarnason ritstjóri. Listamannalaunin 1961 skipt- ast þannig; KR. 33.220. Veitt. af Alþingi: Gunnar Gunnarsson, Kiljan Laxness. Halldór Veitt af nefndinni: Ásmundur Sveinsson, Davíð Stefánsson, Guðmundur G. Haga lín. Jóhannes S. KjarvaJ, Jó- hannes úr Kötlum, Jón Stefáns- son, Kristmann Guðmundsson, Páll ísólfsson, Tónias Guðmunds son, Þórbergur Þórðarson. KR. 20.000. Finnur Jónsson, Guðmundur Böðvarsson, Guðmundur Daníels son, Gunnlaugur Blöndal, Gunn laugur Scheving, Jakob Thorar- ensen, Jón Björnsson, Jón Eng- ilberts, Jón Leifs, Jón Þorleifs- son, Júlíana Sveinsdóttir, Ólaf- ur Jóh. Sigurðsson, Ríkarður Jónsson, Sigurjón ÓJáfsson, Snori Hjartarson, Þorsteinn Jóns son (Þórir Bergsson), Þórarinn Jónsson. KR. 10.000. Agnar Þórðarson, Baldvin Halldórsson, Bragi Sigurjónsson, Eggert Guðmundsson, El.ínborg Lárusdóttir, Guðmundur Einars- son, Guðmundur Frímann, Guð- mundur Ingi Kristjánsson, Guð- rún frá Lundi, Guðrún Kristins- dóttir, Gunnar M. Magnúss, Hall dór Stefánsson, Hallgrímur Helgason, Hannes PéLursson, Hannes Sigfússon, Heiðrekur Guðmundsson, Höskuldur Björnsson, Indriði G. Þorsteins- son, Jakob Jóh. Smári, Jóhann Briem, Jón Dan, Jón Helgason prófessor, Jón Nordal, Jón úr Vör, Jónas Tómasson, Karen Agnete Þórarinsson, Kar] O. Runólfsson, Kristinn Pétursson listmálari, Kristján Davíðsson, Kristján frá Djúpalæk, Magnús Á. Árnason, Nína Tryggvadóttir, Ólöf Pálsdóttir, Óskar Aðal- steirin, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurður Einarsson, Sigurður Sigurðsson, Sigurður Þórðarson, Sigurjón Jónsson, Stefán Jóns- son, Stefán Júlíusson, Svavar Guðnason, Sveinn Þórarinsson, Thor Vilhjálmsson, Vdhjálmur S. Vilhjálmsson, Þorsteinn Valdi marsson, Þorvaldur Skúlason, Þórleifur Bjarnason, Þóroddur Guðmundsson, Örlygur Sigurðs- son. j KR. 5.000. Ármann Kr. Einarsson, Egill Jónsson á Húsavík, Einar Bald- vinsson, Eyþór Stefánsson, Fil- ippía Kristjánsdóttir (Hugrún), Gísli Ólafsson, Guðmundur L. Friðfinnsson, Gunnar Gunnars- son listmálari, Gunnfríður Jóns- Frarnhald á 14. siSu. H a n nes á h o r n i n u ÍZ „Því kóngur vill hann vera í voða stórri höll“. Í? Timburmennirnir eft- ir kampavínsveizluna í bændahöllinni gera enn vart við sig. it Hefnzt á blaðinu Suð- urland fyrir grein eft- ir bónda. SAGT ER að stórveizlur geti valdið ýmiskonar lasleika, jafn- vel þrálátum timburmönnum. Mér hefur líka verið sagt, að kampavín sé lúmskt, að þáð renni ljúflega niður, sakleysið sjálft á bragðið, en valdi erfið- leikum næsta dag. Aldrei he/ ég þó heyrt, að timburmennirnir standi vikum saman, ef ekki er sífellt verið að halda þeim niðri með nýju kampavíni. Hins veg ar er mér tjáð, að kransakökur valdi hvorki höfuðverk né mclt- ingatruflunum — og gæti það átt sér stað, ef mikils væri neytt af þeim. EN SAMKVÆMT því, sem ég las í Suðurlandi í gær, hafa timb urmenn enn ekki yfirgefið suma veizluherrana úr kampavíns- og kransaköku-veizlunni í Bænda- höllinni Ritstjóri blaðsins, Guð- mundur Danielsson rithöíundur, skýrir frá þessu undir fyrirsögn inni: „Því kóngur vill hann verða í voða stórri höll“. Með greininni er birt mynd af Þor- steini bónda á Vatnsleysu í Bisk- upstungum. Það var Þorsteinn, sem átti mikinn þátt í karnpa- vínsveizlunni 1 Bændahöllmni — og er þvi yfirskrift greinar- innar réttnefni. SVO ER mál með vexti að Suðurland hefur allt frá stofriun notið fimm þúsund króna styrks á ári frá Búnaðarsamband; Suð- urlands. Blaðið hefur verið hér- aðsblað Sunnlendinga og verið mjög vel stjórnað. Það hefur birt mörg viðtöl við menn í hér- aði, fróðleik um starf og strit Sunnlendinga og verið auk þess vettvangur fyrir þá um ýmis mál. í því efni hefur ritscjórinn gætt hinnar mestu gestrisni en um leið varfærni þó að oft hafi kastast í kekki milli manna og ýmis mál hafi verið rædd. Vitan- lega á blað að vera þar.nig Ef það væri fært í fjötra ákveðins hóps, og ekki nema ein skoðun kæmi fram, yrði blaðið leiðin- legt — og hætt við, að menn hættu þá að sækjast eftir því. Blaðið hefur notið vinsæidar undir ritstjórn skáldsir.s. EN NÚ gerðist það, að ónefnd- ur bóndi skrifaði greinarkorn um kampavíns- og kransaköku- veizluna í Bændahöllinni. Og Þorsteinn á Vatnsleysu brá bart við. Á fundi í Búnaðarfélagi SuS urlands kom hann því til leiðar, að samþykkt var að svifta Suður land þeim styrk, sem það hefur haft frá sambandinu. Þannig skyldi komið fram hefndinni. Af því að veizlukóngarnir urðu sér til skammar í Reykjavík einn kaldan vetrardag með tildrl sínu og snobbi, og bóndi heima í héraði ræddi um það í grein | heimablaði, skyldi nú hefnast á blaðinu. 'V ÞANNIG vill kóngur kampa- vínsveizlunnar stjórna. Það værl dáíallegt að fela lionum rrteirí völd. Þetta er víst eitt Ijótasta dæmið um tilraun til skoðana- kúgunar, sem við höfum heyrt lengi. Þorsteinn bóndi á Vatns- leysu virðist hafa litið á styrkinn til blaðsins sem mútur. Honum hefur brugðið ónotalega þegar hann komst að raun um, að rit- stjóri Suðurlands og útgefandl litu ekki þannig á málið. MANNI FINNST að farið sS að fjúka í flest skjól þegar heið- arlegir bændur ánetjast í skyndí tildurlýðnum í Reykjavík, elta hann og reyna eins og þeir geta að líkjast háttum hans. mest. Hannes á horninu. ■■■■manaaannanm 1 S KLÚBBURINN « ■ ■ g Opið í hádeginu. — ■ * Kalt borð — einnig úr- val fjölda sérrétta. ■ f KLÚBBURINN jLækjarteig 2 - Sími 35355 ! ______ I «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 2 13. maí 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.