Alþýðublaðið - 13.05.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.05.1961, Blaðsíða 9
M Spurning: Lítur þú á konur sern einstaklinga eða flokkar þú þær í á- kveðna hópa? 'Svar: Eg held að þær séu allar einstaklingar. Eg hef aldrei hitt tvær konur, sem eru eins. En sumt af því sem þær segja og gera er furðu svipað hvað öðru. Þegar ég var í flughernum en þá var ég bæði yngri en ég er núna og var með margar í takinu í einu, — man ég að þegar ég var úti með stúlku, spurði ég oft, hvort hún hefði nokk- uð á móti því að ég kyssti hana. Myndin til vinstri: „Prófessor" Sellers og frú. Hægri mynd- in er af hinni unglegu Elísabetu. Hlnar myndirnar: Edith Evans, Ingrid Bergman, Shirley MacLaine. Það er furðulegt hvað margar þeirra brugðust eins við — og svöruðu: — „Eg væri ekki hérna með þér, ef ég gerði það.“ Eg hlýt að hafa heyrt þetta a. m. k. fimmtíu eða sextíu sinnum. Sp.: Hvert er álit þitt á húsfreyjum? Sv.: Eg held að þær gegni mikilvægu hlutverki. Sp.: Og á konum, sem vinna fyrir sér sjálfar? Sv.: Nauðsynlegt og ó- nauðsynlegt í senn. En þær eru óþolandi og allur kvenleiki hverfur af þeim. Margar amerískar konur virðast vilja vinna fyrir sér sjálfar og er leitt til þess að vita. Kon- ur í Bretlandi og á megin- landinu eru kvenlegri en samnefnarar þeirra í Ame ríku. Sp.: Hvað er álit þitt á unglingunum í dag? Sv.: Eg held að ég hafi ekki myndað mér neinar ákveðnar skoðanir um þá. Eg syng hvorki né dansa rokk, svo að ég á ekki marga aðdáend.ur úr þeirra hópi. En ég verð að segja að þegar ég virði ungu stúlkurnar fyrir mér finnst mér það leitt að sjá að þær skuli spilla útliti sínu með of mikilli máln- ingu. Vinur minn einn hef ur ákveðið að koma á fót nokkrum snyrtistofum þar sem ungar stúlkur geta sótt fræðslu í þessum efn- um. Eftir útliti ungra stúlkna f dag að dæma, verð ég að segja að þetta sé afbragðs hugmynd. Sp.: Hvað finnst þér um ungu leikkonurnar? Sv.: Þær eru ekki á hverju strái, ein eða tvær í mesta lagi. Þegar reynir á góðan leik, nægir falleg ur líkami eða snoppufrítt andlit ekki til. Sp.: Hver er „uppáhalds konan“ þín? 'S'v.: Nú, hún Anna auð- vitað, af því að ég kvænt- ist henni. Hún er akkúrat konan handa mér, og .hún er dásamleg móðir. En ég er ekki laus við að vera breyskur. En þótt ég hafi haldið fram hjá nokkrum sinnum hefur hún ekki tekið því ilia. Hún kann að segja réttu orðin, þegar ég er dapur eða æstur. Hún er einnig gagnrýnin svo að ég get algerlega reitt mig á það, sem hún heldur fram. Sp.: Hvaða núlifandi L ó r e n kona heldur þú að haldi sér einna bezt? Sv.: Drottninarmóðir- in. Hún er mjög tignarleg kona og hún hefur alltaf eitthvað viðeigandi að segja við öll hugsanleg tækifæri. Ef þú stendur þarna og vefst tunga um tönn, þá hefur hún sam- ræðurnar með einhverju sem þú hefur áhuga á og hún veit um að þú hefur. Mér finnst hún vera alveg eins og þegar hún steig í hásætið í fyrsta sinn. Sp.: Hver er uppáhalds- leikkonan þín? Sv.: Engin sérstök, en á leiksviði finnst mér mest gaman að horfa á Margar- et Leighton. Af kvikmynda leikkonum finnst mér einna mest til Ingrid Bergman koma og Yvonne Mitchell. í gamla daga fannst mér mjög gaman að Claudette Colbert. Sp.: Hvaða kvenmanni hefur þér þótt mest gaman að leika með: Sv.: Soffíu Lóren sem er bæði skemmtileg og úr- ræðagóð. Eg get fullyrt að það fyrirfinnast ekki á henni líkamleg lýti (ég hef athugað það allnáið). Hún hefur mikla hæfileika til að fara með gamanhlut- verk og ég held að hún ætti að einbeita sér að þeim og segja skilið við sýrenuhlutverkin í bili. Sp.: Hvaða leikkonu vild ir þú helzt leika með? Sv.: Shirley MacLaine. Sp.: En hverri vildir þú sízt leika með? Sv.: Muriel Sprott. Sp.: Hver er það? :SSORINN“ Á KONUR Sv.: Það hef ég ekki hugmynd um. Sp. Hvaða kona heldur þú. sem ljósmyndari og leikstjóri, að sé sú, sem tekur sig bezt út á ljós- mynd? Sv.: Soffía Lóren. Á því Framh. á 14 síðu SH Stýrisupphengjur í Chevrolet ’49—’60. í Ford ’52—’59. í Dodge ’55—’56. Spindilkúlur í Chevrolet ’55—’60. Spindiikulur í Ford ’54— ‘59. Spindilboltar í Chevrolet ’49—’54, Spindilboltar í Ford ’49—’56. Spindilboltar í Bodge ’47—’56. Spindilboltar í Nasfo ’46—’48. Hraðamælissnúror í flesta bíla. B í I a b úði n Höfðatúni 2 — Sími 24485. Símastúlka óskast Vélritunarkunnátta n auðsynleg. A I þ ýöub I aöiði Guðlaugur Einarsson MÁLFLUTNINGSSTOFA Flutti í dag skrifstofuna að FREYJUGÖTU 37. Sími 19740. Bóísfruð húsgögn E:ns og tveggjá manna svefnsófar. Svefntoebkir. Svefnsófar. Sófasett frá kl. 6500,00. 3 gerðir af hvíjdarstólum með fótaskemili. Einnig ýmsar gerð- ir af stökum stólum. Hagkvæmir gTeiðsiuskilmá']ar. Sendum gegn póstkröfu hvert á land er. Húsgsgraverzlunm Lækjargata 6 A. — Sími 12543. Trjáplöntur Blómplöntur GrcSrarstöain v»S KVIiktaforg Símar: 22822 og 19775. Alþýðublaðið — 13. maí 1961 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.