Alþýðublaðið - 13.05.1961, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.05.1961, Blaðsíða 8
Raksturí akkorði KAKARANUM Dough Smith í Birmi'ngham hef- ur dottið nokkuS sniðugt í hug, sem menn með gisið hár munu vel kunna að meta. Hann tekur rakstur- inn í ákvæðisvinnu. Smith rakari hefur reikn að það út, að hann getr klippt þunnhærðan mann fyrir 10 krónur á 10 mín- útum, sem sagt króna á mínútu. Verðið hækkar síðan um eina krónu á 5 mínútum hjá þeim, sem meira hár hafa. LUDENDORFGAT MIKILL úlfaþytur hefur orðið í Þýzkalandi út af þeirri ákvörðun bæjarráðs ins í fallegum ferðamanna bæ í Bæjaralandi að skýra nýja götu í bænum í höfuð ið á Erich von Ludendorff, sem var yfirmaður þýzka herráðsrns í heimsstyrjöld- inni 1914—18 eins og kunn ugt er. Marskálkurinn var bú- settur í þessum fallega smábæ, sem heitir Tiitz- ing» og er í um 25 kiló- metra fjarlægð frá Mún- chen, og ekkja hans býr þar enn. ★ GYÐINGAHATARI Þorpsbúar og innanríkis ráðuneytið vestur-þýzka hafa bent á það, að Ludenf dorff stóð framarlega í Naz istahreyfingunni og að hann hafi verið æstur Gyð- ingahatari. Þá segir innan ríkisráðuneytið, að ákvörð un bæjarráðsins hafi kom- ið á mjög svo óheppilegum tíma, einmitt í þann mund er réttarhöldin yfir Adolf Eichmann standa sem hæst. Að velja slíkt götu- heiti, sem sé nátengt Gyð ingahatri sé hrópleg móðgun við alla fjendur nazismans. * VIRTUR BORGARI En þorpsráðið situr fast við sinn keip og segjast engin afskipti þola af þeirra eigin málum. Luden dorff var virtur borgari Tutzingen um margra ára skeið, segir bæjarráðið. Eitthvað mun frú Luden dorff vera öfgafull í skoð- unum því að hún prédikar kynþáttakenningar, — seg ir að Þjóðverjar standí öllum þjóðum framar og allir aðrir kynþættir standi á lægra stigi. Þá klæðis; hún oft öklasíðum, svört- um kjól, alsettum haka- krossum úr gullr. Tengdasonur hennar, Franz Freiherr von Beben burg, var dæmdur f sex mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa skrifað hat- ursgreinar um Gyðinga. »V*V*^*V« if ÞJOÐMINJAFRÆÐ- INGAR, stm voru að grafa við ána Dnjestr í tJkrainu fundu í 18 þús. ára gömlu jarðlagi „fyrirrennara11 flautunnar. Hljóðfærið ’er gert úr 40 cm löngu beini og hefur þrjú göt. BIKILA ABEBE, Eþí- á Ólympíuleikunum í fyrra ópíulilauparinn, 29 ára, sumar með glæsibrag, eins sem vann maraþonhlauprð og allir muna, býr nú við Bikila Abebe og fjölskylda sult og seyru. Hann er at- vinnulaus og konan lians og sonur þeirra ungr geta rétt svo dregið fram lífið í einhverju hrörlegasta húsræskni Addis Abeba með hjálp góðra vina. Þegar þessi grannvaxni og íþróttamannslega vaxni náungi hljóp maraþon- hlaupið á nýju heimsmeti leit út fyrir, að allt mundi leika í lyndi fyrir honum í framtiðinni. ★ ÞJÓÐHETJA Þegar hann kom í Ijós á Apian-veginum í Róma borg hrópaði múgurinn sig hásan af hrifningu. Og þegar hann sneri aftur til Addis Abeba var honum fagnað sem hetju og haldin var skrúðganga til heiðurs honum — með tjóðruðu ljóni í broddi fylkingar. *FANGELSAÐUR Bikila var hermaður í lífverði keisarans, s»m gerði uppreisn í desember síðastliðnum, og þá fór að syrta í álinn. Uppreisnin var fljótlega bæld niður og menn voru skotnir og hengdir í unnvörpum. — Aðrir voru fangelsaðir — þar á meðal hetjan Abebe. Daginn eftir var hann látinn laus, og þar sem líf- vörðurinn var leystur upp missti Abehe stöðuna. En hann segist engan þátt hafa átt í uppreisninni, — hann hafi verið að leika körfubolta, þegar hún brauzt út. En tortryggni var ríkjandi og honum var varpað í fangelsi. + æfir AF KAPPI Nú dregur-Abebe og fjöl skyldan fram lífið aðallega með peningahjálp sænska þjálfara hans, Önni Niska- nen. Segir Niskanen að Abebe æfi af kappi og að hann muni örugglega vinna gullmedalíuna í maraþonhlaupinu í Tokyo 1964. Abebe er fyrirmynd- ar íþróttamaður — reykir hvorki né drekkur og hlýð ir öllu, sem þjálfarinn seg- ir honum. it Leynilögreglumaður í japanskri kjörbúð greip ó- þyrmilega í náunga, sem var með löngutöng ofan í veski ungrar dömu og var að draga þaðan upp pen- ingaveski. Þegar leynilög- reglumaðurinn hafði tekið í hnakkadrambið á þjófn- um greip hann utan um dömuna, sem var svo önn- um kafinn að stela vörum af búðarborðinu að hún tók alls ekkert eftir því að henni sjálfri hafði verið stolrð. li U £ 13. maá 1961 — „prófessorinn.“ Hér fer á eftir viðtal við hann, þar sem hann segir álit srtt á konum. Hrifn- astur er hann af Eljsabetu drottn- ingarmóður, Edith Evans, Shirley Mac Laine og Soffíu Lóren. PETER SELLER hinn kunni grín- leikari"Breta, hefur verið kallaður „PRÓF KlKlR Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.