Alþýðublaðið - 13.05.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.05.1961, Blaðsíða 7
í LESTRARSALNUJVI í Há skólanum. Þarna er ekki litið upp að óþön’u þessa dagana. WWMMWMWIWWMWWW BERGLJÓT Eiríksson ogr Guðmundur Oddsson ganga upp til prófs í mið- hlúta í læknisfræði n. k. mánudag. Þau Jiafa bæði lokið fyrrihluta prófsins með góðum árangri — en síðari hlutinn getur gert að engu vonir um frekara nám., Þau lesa því myrkr- anna á milli, hafa með sér nesti í skólann, kaffi á brúsa og samlokur, ti[ þess að eyða ekki tíma í ónauð- synlegar ferðir. „Skemmt- anir, frí“ eða lannað slíkt eru orð, sem þurrkuð hafa verið út úr orðabók þeirra í lokasprettinum fyrir próf ið. — Nú er ekki um neitt annað að gera en að lesa, I e s a , LESA, WMMWWWWMWWWW* ÞAR skiptast á skin og skúr ir. — í skólunum standa yfir próf. — Þeir, sem standa ut- an við, leiða ef til vill ekki hugann að því, eru ef til vill búnir að gleyma því, — hvernig það er að vera í prófum og standa í próflestri á björtum vordegi, — sitja yfir bókunum og sjá „alla hina“ ganga úti í sólskininu fyrir utan gluggann. Það er þó ekki eingöngu iesturinn, sem sálgar holdið utan af beinunum, spennir taugarnar, veldur magapínu, andvökum og ótta, — heldur einmitt óttinn sjálfur, kvíð- inn og loks úrslitin. í æðstu menntastofnun landsins, Háskóla íslands, er háð margt stríðið þessa dag- ana, — Þar eru tilvonandi embættismenn og að líkind- um einhverjir framtíðarleið- togar þjóðarinnar að berjast fyrir því, að sannfæra prófess- oranna um, að þeir kunni það sem með þarf til að gerast: prestur, læknir, lögfræðingur, viðskiptafræðingur. málakenn ari, íslenzkufræðingur eða hvað sem það annars er, sem þeir leggja stund á. — Dálítil óheppni getur haft hinar ó- lýsanlegustu afleiðingar — eftir kannski 5 ára strangan lestur er atlt hrunið til grunna — og ef til vill er réttindun- um til þess að reyna aftur að fullu glatað — nema byrja PROFSKREKKUR OG MAGAVEIKII alveg að nýju eins og nýstúd- ent. Sumir eru aftur á móti ó- trúlega heppnir. Kannski. koma þeir einmitt upp í því, sem þeir kunnu bezt, jafnvel hafa þeir sleppt einhverju — en heppnin bjargar þeim — og þeir ganga sigursælir út í vorið. Hinir, sem urðu bráð ó- heppnir, standa eftir, — og eiga fyrir sér að reyna að byggja upp að nýju annað hvort úr líkum efnivið eða leggja nú á önnur mið. Það eru ekki þau ein — sem bíða með eftirvæntingu, von og kvíða, — sem gleðjast með þeim, ef vel gengur, og sem hryggjast með þeim, ef allt hrynur. Fjölskyldan, vinir og kunningjar fylgjast með af á- huga. Það einkennilegasta við prófin er það, að studum virð ast einmitt þeir, sem helzt áttu lof skilið, verða harðast úti — og vegna þessarar nátt- úru prófanna eru lestrarhest- arnir jafnkvíðnir og hinir kærulausari, jafnvel kvíðn- spurðum við hana dagin» eftir? — Ég hef aldrei vitað ann að eins .. . Fyrst kom ég upp í einni af þessum, sem ég komst ekki yfir að læra — en fékk að draga aftur — og þá kom ég upp í annarri, sem ég hafði ekki heldur lært. Ég settist óvart á borðröndina og mér sortnaði fyrir augum ... En heldurðu að ég fái kann- ski hálfan samt? ... Ég fékk að draga einu sinni enn ... r Vonandi fær þessi saga góðan endi — og vinkona okk ar fær hálfan fyrir þessar sj<> af 10. En þar sem kröfurnar eru enn strangari en í Mennta skólanum, þar sem þó alltof margir — því miður — eiga eftir að ganga þung spor þetta vorið — fallnir á eigin bragði — þá er það þó næstum þvi barnaleikur á við þá, sem eru lengra komnir. Háskólastúd- entarnir eru margir hverjir komnir með fjölskyldu, hvert leslrarárið er dýrmætt, heima er beðið eftir úrslitunum. Sumir verða að setjast & skrifstofu eftir 5—6 ára nám. Þeir voru kannski bara ó- heppnir eða búnir að lesa sig í hel — gleymdu öllu, þegar á hólminn var komið. Doðr- antarnir dansa fyrir augun- um — en þessi iitli staður —• þar sem prófverkefnið fjallar um er í þoku. Framh. á 14. síðu. ari — því að þeir setja sér ef til vill ákveðnara mark. — Ich weiss nicht was soll es bedeuten — söng hún, unga vinkona okkar á sunnudaginn á milli þess, sem hún kepptist við að troða inn í höfuðið á sjálfri sér eitthvað af þýzkum endursögnum, sem 3. bekkur Menntaskólans í Reykjavík átti að hafa til prófs daginn eftir. Daginn eflir lagði hún af stað í prófið, að vísu uppstrok in og fín en með skelfingar- glampa í augunum. Hún átti eftir að læra tvær af 10. — Hvernig gekk í prófinu, ÞESSIR hér eru heldur glaðhlakkalegri á svipinn en Bergljót og Guðmund- ur. Tveir þeirra höfðu lika lokið fyrri hluta 1. hl..prófs í læknisfræði daginu áður með frammúrskarandi ár- angri. — Þótt björninn sé ekki unninn er áfanga náð í bili. Einn þeirra, lengst til vinstri, á þetta eftir — enda efins á svipinn (Auð- ólfur Gunnarsson), — en Bjarni Hannesson og Hann es Blöndal hafa frá ýmsu að segja, — hvernig þetta allt saman var. — Þeir stönzuðu þó ekki lengi þarna á stéttinni fyrir fram an Háskólann, — heima biðu bækurnar og fleiri próf á næsta leiti. Alþýðuhláðið — 13. maí 1961 ’Jf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.