Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- stjomar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. — Prentsmiöja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — Framkv'jemdastjóri Sverrir Kjartansson. Hvaú ótfast kommúnistar? SAMAINGAR hafa nú tekizt í Hafnarfirði milli \ erkamannafélagsins Hlífar og Vinnuveitendafé 'lags Hafnarfjarðar. Grunnkaup hæ'kkar um 11% en auk þess íá verkamenn 1% af kaupi í styrkt arsjóð. Eftirvinna greiðilst áfram með 50% álagi. Stjórn styrktarsjóðsins verður skipuð einum full trúa frá verkamönnum, einum frá atvinnurek endum og einum hlutlausum fulltrúa, tilnefnd um af hæstarétti. Það hefði mátt ætla, að stjórn Dagsbrúnar yrði ánægð méð þennan góða árang ur Hlífar og Þjóðviljinn fagnaðil sigrinum. En Dagsbrún og við Þjóðviljann hrópa um svik vegna samninlganna í Hafnarfirði í stað þess að fagna góðum árangri. — Hver er skýr ingin á framkomu kommúnistanna í Dags ‘brún? — Jú, Hlíf hefur dilrfzt að semja án þess að fá áður leyfi hjá Dagsbrún. Verkamannafé -lagið Hiíf hefur látið mále'fnin ráða, en ekki fyr irmæli kommúnista frá Reykjavík. Þetta geta kommúnistar ekki þolað. Og í ákafa sínum hafa kommúni'star algerlega kastað hjúpnum og opin berað hinn pólitíska tiljgang sinn með verkföll unum. Það hefur komið greinilega í ljós, að 'kjarabæturnar eru ekki kommúnistum neitt að alatriði, heldur hitt að valda sem mestum glund roða og koma sínum annarlegu sjónarmiðum fram. Kommúnistar kalla það svik við verkamenn, að atvinnurekendur skuli fá einn fulltrúa í stjóm styfktarsjóðs Hlífar af þremur, sem í sjóð stjóm eiga að sitja. Þjóðviljinn segir í gær, að með þessu sé Hlíf lítilsvirt og sett skör lægra en önnur verkalýðfélög. Þetta er þvættingur einn. Mörg verkalýðsfélög hafa komið sér upp lífeyrissjóðum og eru stjórn’r þeirra yfirleitt skipaðar fulltrúum beggja aðila. Sjóðirnir eiga að starfa samkv. ákveðnum reglugerðum og þurfa verkamenn eklkert að óttast þó atlvinnurekendur eigi fulltrúa í stjórn sjóðanna. Hamagangur kom anúnista gegn því, að stjórn styrktarsjóðanna sé skipuð á sama hátt ög í Plafnarfirði vekur vissu lega grunsemdir um, að kommúnistar hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Eða hvað óttast kom múnistar? Hvað ætla kommúnistar að gera við styrktarsjóðina, sem atvinnurekendur mega ekki vita um? Ef þeir ætla sér ekki að misnota sjóðina ættu þeir óhræddir að fallast á það fyririkomu lag, sem nú hefur verið samið um í Hafnarfilrði. En meðan þeir gera það ekki, hljóta menn að gruna þá um græsku. Úrslitin við atkvæðagreiðsluna í Hlíf í gær voru mikið áfall fyrir kommúnista. Þeir ættu að láta sér hana að kenningu verða og ganga til samniln'ga í Reykjavík á sama grundvelli og Hlíf. STRAX að loknum Hlífar- fundinum í gærkvöldj kom skýrt í Ijós, að liafnfirzk al- þýða fagnaði innilega lausn verlcfallsins. Jafnframt var það mái manna, að aldrei áður hefði nokkur stjórnmálaflokk- ur fengið jafnhraksmánarlega útreið og kommúnistar nú, er þeir sátu uppi með fimm at- kvæði sín á fundinum, að aldr- ei áður hafi íslenzk alþýða gef- ið liðsoddum kommúnista jafn ótvírætt og verðugt svar við ofstækisfullri og staurblindri þjónkun þeirra við þrcugstu flokkshagsmuni og við taum- lausri misnotkun þeirra á trúnaðarstörfum meðan félag þeirra var í kjarabarát.u. Hafnfirzkir kommúnistar höfðu lagt alveg sérstakt ofur- kapp á að auka fylgí sitt í þessari vinnudeilu. Töldu sig einnig eiga drjúgum fyigi fyrir. Einskis var svifist, menn voru bornir upplognum sökum um verkfallsbrot, Þjóðviljinn bor- Inn marga daga ókeypis í hvert hús í bænum, áróðursmenn kommúnista fóru hamförum um bæinn, hverskyns persónu- legum svívirðingum beitt leynt og Ijóst auk Hannibals. Upp- skeran taf öllu moldvörpustarf- inu kom svo í ljós. Hin frægu fimm atkvæði komntúnista á Hlífarfundnium munu lengi í minnum höfð í Hafnarfirði, og þegar í gærkvöldi voru menn farnir að kalla þau kommún- ista viðundrin í Hafnarfirði — Einnig veltu menn þeirri spurn 'ingu fyrir, sér, að úr því að Kristján Andrésson og Geir | Gunnarsson knúðu kominúnist I ana sína þrjá í stjórn Hlífar tii þess að segja af sér fyrir lítinn árangur af miklu erfiði, hve- nær skyldu þeir kumpánar Kristján og Geir, segja af sér vegna hinnar árangurssnauðu yfirstjórnar þeirra á hinni póli tísku hlið þessarar verkfalls- barátíu, sem fimm aíkvæðin þeirra vitna um svo eftirminni- lega? ÓSVÍFNI HANNIBALS ÞAU fáheyrðu fíðmdi gerðust á Hlífarfundi í Hafnarffrði í gær, að Hannibal Aaldimarsson, forseti ASI, ikoml óboð- inn á fundi/?n og neyttr þar heimildar í lögum ASÍ. Það er hins vegar fá dæma ósvíf/tr, að for- seti ASI skuli þannig í krafti þessarar heim- rldar faka til máls og ráðast harkalega gegn forustu viðkomandi verkalýðsfélags með skömmlum og rey/ía að æsa verkamenn upp gegn forustu félags síns ei7ís og Hannibal gerði á Hlífarfiundfnum í gær. Hámark ósvíf7tinnar var þó, að Hannibal skyldi misnota sér að- stöðu sína og bera fram tillögu ium að samnfng- ununí skyldi fres/að', enda þótt meirihluti stjórnarr77nar hefði tal- ið þá hina hags/æðustu og mælt með samþykkt þeirra. HANNES Á HORNINU 'Ú' Mikilmenni smækka í huganum við smjað ur. ýV Jón Sigurðsson á þjóð hátíðardaginn. ýV Húsfreyjan í þræl dómshúsinu. 'Ú' Og hagfræðingur í vandræðum. JÓN SIGURÐSSON skrífar: „Það liggur, við að ég sé feim- inn við að skrifa mitt rétt;a nafn eftlr allt það sem á undan er gengið.. Ég held að ég hafi hlust- að á 13 ræður um Jón Sigurðs son á þjóðhátíðardaginn og lesið um 20 fyrirsagnir í blöðum með nafni hans. Við ofgerum í næst- um því öllu. Ég tók eftir því, að nær allir ræðumenn, sem fram komu á þjóðhátíðardaginn gerðu allt sem þeir gátu til að yfirstíga hvern annan í sterk- um orðum um „Sóma íslands, sverð og skjöld“, „Ástmögur ís- lands“, „Forsetann", „Bcautryðj andann mikla“ — og þar fram eftir götunum. IÉG VERÐ að segja það eins og er, að einhvern veginn fannst mér risið lækka á þessum mynd arlega forystumanni í sjálfstæð isbaráttu þjóðarinnar eftir öll þessi ummæli á einum og sama degi. Látlaus orð eru alltaf á- hrifamest. Taumlaust skrum verður falskt. Það má ekki þvæl ast á tilfinningum þjóðarinnar. Mikilmenni smækka við smjað- ur hvort sem þau eru lifandi eða látin“. PÉTUR skrifar: „Ég hlustaði á kvennaþátt í útvarpinu þann 19. þ. m. Margt bar þar á góma. Frúin, sem stjórnaði þessum þætti, eða bar fram spurningarn ar, virtist ekkert ánægð með sjórn karlmanna á málum kvenna, einkum virtist hún finna til með giftum konum, sem ynnu húsmóðurstörf áheimilum, kauplaust og án allrar viður- kenningar. Lá við að maður viknaði við að heyra um með- ferðina á þessari kúguðu stétt. EN ÝMSIR eiga högg í annars garði. Einn af skáldjöfrum þjóð arinnar lét sér þetta um munn fara: „Giftir menn eru eins og undirokaðar þjóðir". Sveinn Ás- geirsson hagfræðingur virtist í mikilli klípu, þegar hann átti að svara þeim spurningum frúar- innar, sem aðallega fjölluðu um hagfræði. Sérstaklega virtist frú in óánægð með útreikning þjóð arteknanna af því að heimilis- störf giftra kvenna voru ekki metin til fjár og færð tekjumeg- in á reikninginn um þjóðartekj ur. EKKI ER auðvelt að skilja hvað slíkar reikningskúnstir gætu bætt kjör kvenna, þó fram kvæmdar yrðu, enda vafðist fyr ir hagfræðingnum að skilja það, eða gefa á því nokkra skýringu. Svarið virtist þó liggja beint við_ Hagfræðingur er giftur, í góðri stöðu. Laun hans, 150 þús. kr. á ári koma tekju megin í reikn- ing um þjóðarbúskapinn. EN FRÚIN er óánægð og vill láta sín viðgetið líka, í þeirri miklu höfuðbók. En það fæst ekki, heimilisstörfin eru ekki metin til tekna. Þá dettur frúnni snjallræð í hug. Hún skilur við hagfræðinginn og vistar sig svo hjá honum sem ráðskona fyrir 50 þús. kr. á ári auk fæðis og húsnæðis. Þarna bætast að Framhald á 12. síðu. ^ 23. júní 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.