Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 12
MUSIKALSK TRIUMFTQG. I 1837 startet Liszt sine áreiange MonQ kcnsert-triumftog i Europa. Ungam mottok ham som en fyrste. Magnater* ne vakre Lola Montez mátte han iáse inne for á slippe fra byen. Grevinne d’Agoult, som han hadde sviktet, skrev en nökkelroman med Liszt som skurken. (Neste: Liszt og Wagnerl de og kysset ham pá hendene og bar bildet av ham pa hanskene slne. Oen TÓNLISTAR- SIGURFÖR: Árið 1837 hóf Liszt hina árlöngu hljóm- leika sigurför um Evrópu. Ungverjar tóku á móti honum sem væri hann fursti. Hinir ríku gáfu hon- um heiðurssverð. Konurnar eltu hann allsstaðar á rönd- um. I Berlín krupu þær fyr ir framan hann og kysstu hendur hans, og báru mynd um. Hina fögru Lolu Mont- ir af honum á hönzkum sín tez varð hann að læsa inni til að komast burtu úr borg inni. d’Agoult, greifynja, er hann hafði svikið, skrifaði reyfara, þar sem Liszt var vondi maðurinn. — Þú með !allt þitt þjórfé. — Mér tókst að stöðva hann rétt áður en hann kvittaði fyrir þrem kössum af koníaki. Flakiö af Pourquoi hý. fínnst LEIÐANGRI undir forystu Sigurðar Magnússonar hefur tekizt eftir ítrekaðar tilraunir að finna flakið af franska haf- rannsóknarskipinu ”Pourquoi Pas?”, sem fórst út af Straum- firði á Mýrum fyrir 25 árum. Eins og menn rekur minni til var hinn frægi franski vís- indamaður, dr. Jean Charcot, á skipinu, en hann fórst eins og allir, sem á skipinu voru að einum manni undanskildum. Með hjálp mannsins, sem bjarg aði hinum eina Frakka, fundu Sigurður og félagar hans, sker- ið, sem skipið strandaði á. í Ijós kom, að straumurinn hafði fært skipið og þegar þeir félagarnir fundu það að lokum, sáu þeir að hluti af skipshlið- inni var horfinn. Þeir fundu ekkert verðmætt í skipinu, að eins mælitæki, skipsbjölluna, dýptarsökku og fleira. Aftur á móti fundu þeir birgðir af rauð víni, sem nú er orðið skemmt. Á skipsbjöllunni mátti sjá stafina ”Pas” og tekur það af öll tvímæli um, að hér sé um "Pourquoi Pas?” að ræða Leiðangursmennirnir, sem gert hafa sex tilraunir áður til þess að finna flakið, notuðu froskmannabúninga. Skipsflak ið er 2—3 km. frá landi og er á um 20 m. dýpi. Svo einkennilega vill til, að hér á landi er nú staddur einn af yfirmönnum "Pourquoi Pas?”, en sem var á Grænlandi þegar skipið fórst. Þá er einnig staddur hérlend is hópur franskra sjónvarps- manna. Þeir munu gera sjón- varpsefni úr fundinum, og munu ef til vill verða sér úli um froskmann til þess að taka myndir af flakinu neðansjávar. Aðalskoðun bifreiöa t Arnessýsiu Selfossi, 19. júní. AÐALSKOÐUN bifreiða í Ár- nessýslu Iauk í dag. Aðsókn var frekar, dauf marga daga. 34 bif- reiðaeigendur hafa tilkynnt for- föll, en ótrúlega margii hafa ekkert látið til sin heyra. Aukaskoðun fer fram dagana 26. júní til 7. júlí. Um 1100 bif- reiðar voru í Árnessýslu um síð- ustu áramót, og hefur þe.m fjöig að um nálægt 50 á árinu. Upp- lýsingar þessar eru fengnar frá Jóni Sigurðssyni, eftirlitsmarni. — J. K. Bardagar í Norbur- Angola (NTIÍ-Reuter). Uppreisnarmenn hafa náð bænum Ambris í Norður-Ang ola á sitt vald, þrátt fyrir mikið mannfall í árásinni á bæinn á þriðjudag, hermir portúgalska fréttastofan Lúsítanía. Fréttastofan hermir, að upp reisnarmennirnir hafi um- kringt bæinn í árásinni á þriðjudag. Þá hermir Lúsítan- ía að uppreisnarmennirnir hafi eyðilagt flugvöllinn í bæn um í bardögum. Alls munu um 300 uppreisnarmenn hafa fall- ið í árásinni. Loks skýrir Lúsítanía frá því, að hópur uppreisnar- manna hafi ráðizt til atlögu við Portúgali í bænum Lo- cunga, sem einnig er í N-Ang ola. Bardaginn varð snarpur og um 400 uppreisnarmenn munu hafa fallið í bardagan- Hannes á hcminu. Framhald af 2. slðu. minnsta kosti 75 þús. krónur við þjóðartekjurnar, — bóndinn með 150 þús. og ráðskonan með 75 þús. Samtals 225 þús. krónur Svona einfalt er þetta. Er það ekki rétt, Sveinn Ásgeirsson?“ Eichmann Framhald af 3. síðu. einu máli um hvort málið skyldi heyra undir SD eða utanríkis- ráðuneytið Þegar Eichmann var að því spurður hvort hann hefði fyrir- skipað flutninga Gyðinga fráBad en tii Frakklands haustið 1940, svaraði hann: Skipunin kom frá Hitler. Vill Krústjov Framhald af 4. síðu. edý tók við. Það væri sorglegt, ef þeim velvilja væri á glæ kastað vegna þvingana frá þeim, sem óska eftir, að tilraun ir verði teknar upp að nýju. Því hvar svo sem hin raun- verulega ábyrgð á neikvæðum árangri í Genf lægi, mundi dóm ur heimsins lenda á bvf stór- veldi, ,,sem fyrst ryfi bráða- birgða stöðvunina á tilraunum með.kjarnorkuvopn 1 Skaftafelli, Öræfum. 22. júní. Óvenjugóð selveiði hefur verið hér í vor. Hafa veiðst á annað hundrað selir í Skeið- arárósum. Er þetta betri veiði en venja er. Tíð hefur verið ágæt í Ör- æfunum í vor og grasspretta ágæt, sumir bænda eru byrj- aðir að slá. 4 söltunar- stöðvar Framh. af 1. síðu. Norska eftirlitsskipið Garm kom hingað í dag. Kominn er fulltrúi norsku ríkistsjórnarinn- ar, sem verður hér eins konar ambassador í sumar, eins og undanfarin ár. — G.Bj.. VERKFALLÁ ? RAUFARHÖFN. Raufarhöfn í gær.: — Verk- fall verkamannafélagsins hefur nú staðið yfir í um það bil þrjár vikur, þannig að enginn undir- búningur undir síldveiðarnar hefur getað hafizt enn. Iíingað til hafa samningaumleitanir ekki borið árangur, en um há- degi í dag kom Sveinn Benedikts son hingað með flugvél og var þegar sétzt á fund með fulltrú- um verltamanna. Hefur samkomuiag strandað á 1% í sjúkrasjóð, sem þó mun ekki vera gert að aðalágrainings efni. Hins vegar mun verkalýðs félagið láta síldarverksmiðjurn- ar tryggja lengri vinnu en verið hefur og hamla við því, að að- komumenn séu teknir í.vinnu á vorin í stórhópum og þá iátið vinna dag og nótt. Má búnst við', að verkfallinu fari að Ijúka úr þessu, þar sem samningar hafa tekizt á Siglufirði milli SK og verkamanna. — G. Þ. Á. Auglýsmqasíminn 14906 12 23. júní 1881 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.