Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 10
Rltstjóri: Örn E ið s s o a. NÚ ERU aSe'ins þrjár vikur þar til íslenzkir frjálsíþrótta- menn þreyta landskeppni. Er þar, um að ræða svokallaða 4ra landakeppni í Oslo, sem fram fer dagana 12. og 13. júlí. Auk íslendinga eru Norðmenn með þrjú lið, A, B, og C-Iið og einnig keppa Danir og Austur- ríkismenn Þeir síðastnefndu koma í stað Belgíumanna, sem voru með í fyrra, en þá hafnaði Jón Þ. Ólafsson j íslenzka liðið í fjórða sæti á eft- ir A og B-liði Norðmanna og , Beigíu, en sigraði Dani og C- lið Norðmanna. Við vitum lítið um styrk Aust ! urríkismanna í frjálsiþróttum, en sennilega eru þeir aðeins lakari en Belgíumenn. Ætti því að vera góður möguleiki á að ná þriðja sæti í keppninni, eí allir okkar menn verða vel fyrirkail- aðir og sýna hinn rétta keppnis anda. Annars er fullsnerí'.mt að fara að spá neinu um þessa keppni, við munum reyna að afla okkur frétta frá frjálsí- þróttamönnum áðurnefndra þjóða og birta þau næstu daga. Það verður varia eríitt að velja íslenzka landsh'ðið, sem keppir í Oslo, en gamana er samt að fara nokkrum or'um um þá sem möguleika hafa á að komast í liðið. Aðoins einn mað ur keppir í hverri greni. Sennilegt er að Valbjörn keppi í 100 m., Grétar Þorsteins son í 200 m. og Hörður Haralds- son í 400 m„ Svavar Markús- son verður bæði í 800 og 1500 m. Þar sem 5 km. og hindrun- arhlaup eru sama daginn, cr útilokað fyrir Kristleif að taka þátt í báðum greinunu.m Hann verður því bæði í 5 og 10 km, Agnar Leví er líklegastur í hindrunarhlaupið. Björgvin Hólm er líklegastur í 110 m. grindahlaup og Sigurður Björns son í 400 m. grindahlaup. Vil- hjálmur Einarsson verður bæði með í þrístökki og langstökki, Valbjörn í stangarstökkinu og Jón Þ. Ólafsson í hástökki. Eif- iðast er að gizka á um væntari lega landsliðsmenn í köstunum. Guðmundur Hermannsson er ör- uggur í kúluvarp, hann hefur sigrað Huseby með töluverðum yfirburðum í vor og þó að gamla kempan sé stöðugt að bæta ár- angur sinn eru varla líkur til að hann fari fram úr Guðmundi, sem er öruggur með 15,50 til 16 metra. Þrír koma tíl greina í spjótkast, Valbjörn, Ingvar Hali- steinsson, sem er að koma heim frá Bandaríkjunum og náð hef ur góðum árangri þar og Björg- vin Hólm. í kringlukasti berj- ast þremenningarnir, Löve, Hall grímur og Friðrik um landsliðs- sætið. Þórður er ekki öruggur í sleggjukastið, en mescar líkur eru á því að hann hreppi sætið. Næsta mót sker úr um það hverjir verða valdir í landsliðið. ÍR-mótið er í næstu viku og þar fáum við að sjá alla væntanlega landsliðsmenn í keppni. — ö. Svavar Mar,kússon 23. júní 1961 — Alþýðublaðið Var þa5 || rangur j j dómur? !; -jíf ÞESSI mynd var tekin ;! ; | í leik Hollendinga og KR á ! > !! Laugardalsvellinum í fyrra ]! ;! kvöld. Hún sýnir Svein !; ! > Jónsson skora mark það, ;! !; sem dómarinn dæmdi ógilt !; ;! vegna rangstöðu, Margir ;! !; eru á þeirri skoðun, að það ? ]! hafi verið rangur dómur. § g í kvöld Teika Holiending- ]! ;! arnir síðasta leik sinn hér j; !; á landi í þetta sinn og | ;! mæta íslandsmeitsurunum 5 <; frá Akrancs'i. ÍLjósm.: Sv„ j! ;! Þormóðsson). > !; Hörður 50,5 sek. í 400 m. Á INNAN-félagsmóti Árm. í gærkvöldi v;ar meðal annars keppt í 400 m. hlapui. Hörður Haraldsson sigraði og fékk tím- ann 50,5 sek„ Annar varð Grétar Þorsteinsson á 51,6 sek. Telja verður tíma þeirra Harðar og Grétars nokkúð góðann, þar sem brautir voru í slæmu ástandi. AU STUR-Þ jóðver jinn Manfred Preussger, sem keppti hér á ÍR-móti fyrir 3 árum, stökk 4,60 m. í stangarstökki á móti í Potsdam. Það er. bezti ár- angur í Evrópu í ár. ZIMNY oOo Á KUSOCINSKI mót- inu í Varsjá um síðustu helgi var 3000 m. hlaupið aðalgreinin. Hlaupið var hið skemmt'ilegasta og ár,- angur glæsilegur. Úrslit urðu: Zimmy, Pólland, 7:54,6 mín., Grodotzki, A- Þýzkal., 7:55,2, Buhl, A- Þýzkal., 7:56,4, Samiolov, Sovétr., 7:56,4, Flossbach, V-Þýzkal„ 7:57,8. oOo ’ + HOLLENDIN GURINN Eef Kamerbeek er frábær tugþrautarmaður og ný- lega hlaut hann 7237 stig, mjög góður árangur. oOo + BANDARÍSKA stúd- entamót'ið var háð í Phila- delphia nýlega og að sjálf- sögðu náðist ágætur árang- ur: Frank Budd sigraði í 100 og 220 yds. á 9,1 og 20.8 sek. í 440 yds. sigraði Piummer á 46,2 og annar varð E„ Young á sama tíma. Sex fyrstu hlupu all- ir á betri tíma en 47,0 sek. Bork varð fyrstur í 880 yds. á 1:48,3 og Burleson í mílu á 4:00,5 mín. Tarr sigraði í 110 yds. grind á 13.9 og Farmer í 44!) yds. á 50,8. — Thom'as stökk 2,18 og annar varð Avant 2,134. Meycrs sigraði í langstökki 7,62 m. f stang- arstökk'i stukku þrír menn 4,67 m. Þeir Geard, Brew- er, Davies. Áttundi maður stökk 4,57 m. Hayes sigr- .aði í þrístökki 15,61 m. — Dallas Loiig í kúluvarpi 19,27 m„ Passey í kr*mglu- kasti 53.65 m„ og Wilkin- son í spjótkasti 75 50 m. DALLAS LONG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.