Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 13
S ÝSVISUSVI LÖNDUM Hin ágæta, ástralska söng- kona Joan Sutherland var á afmælisdegi Bretadrottningar sl. laugardag sæmd einu æðsta heiðursmerki Breta, C. B. E. 'S'æmd þessi kemur eng- um á óvart, þó að konan sé ung, aðeins 35 ára. Hún söng lengi við Covent Garden óper una í London og voru menn nokkuð lengi að átta sig á hvað í henni bjó, en svo var það 17. febrúar 1959, að hún söng titilhlutverkið í Lucia di Lammermoor við þá ofsalegu hrifningu, sem menn hafa vart heyrt í Bretlandi á síðari árum. Á því kvöldi varð hún heimsfræg og hefur verið feikilega eftirsótt um allan heim síðan. Tónskáldinu Igor Stravin- sky, sem ekki hefur komið lil föðurlands síns síðan hann flutti þaðan 1914, hefur verið boðið að koma til Moskvu og stjórna þar flutningi á eigin verkum á áltugasta afmælis- degi sínum 17. júní næsta ár. Hljómlist Stravinskys hefur ávallt verið talin úrkynjuo borgaramúsik í Sovétríkjun- um, en hljómlistarmenn þeir, sem færðu honum boðið í Kali forníu um helgina, kváðu hana eiga æ meiri vinsætdum að fagna með árunum. Hinum heimsfræga, rúss- neska fiðlusnillingi David Oistrakh, hefur verið bannað að halda hljómleika, sem hann hugðist halda í Zúrich. Var þetta gert samkvæmt lögum, sem í gildi eru þar 1 borg og banna kommúnist- ískum listamönnum að koma fram. Listamaðurinn mun hins vegar leika í Basel, Bern og Lugano, þar sem þessi lög eru ekki til. Leikrit Anouilhs ”Becket”, sem þegar er á öðru ári { Pa- rís og gengið hefur mjög vel í Bandaríkjunum verður sett upp í Aldwych leikhúsi í London 11. júlí af The Royal Shakespeare Theatre Com- pany. Vegna þeirra, sem á- huga kunna að hafa, skal hér getið sýningardaga á næst- Hraðar en hljóði Kaupmannahöfn. MÖRG flugfélög kanna smíða farþegaflugvélar, nú möguleikana á, að sem náð geta 3000 km. hraða á klukkustund, eða nær því þrisvar sinnum hljóðhraffanum. Hagerup, forstjóri SAS er nýkominn af alþjóðlegri flugráffstefna í Kanada, þar sem þessi mál voru rædd. Hann segir, að það sé ekki fyrr en 1975. sem mögulegt sé að hef ja áætl- unarferðir með flugvélum, sem fara hraðar en hljóffið. Það á eftir að leysa fjöl- mörg vandamál í sambandi við þessi mál, áður en far þegaflug getur, hafizt með svo hraðskreiðum vélum. Meðal annars verður að þaulreyna og prófa alumini um- og stálblöndur, sem notaðar eru í slíkar flug- vélar, en þess er krafizt, að þær endist í 30.000 flug- tíma. Þessar vélar þuría óhemju magn af brennslu- efni og vegna hávaðans er ekki hægt að láta þær fljúga yfir þéttbýl svæði. Kostnaffur við smíffi þess ara hraðskreiðu véli er slíkur, að flugfélögin munu þurfa ríkisstyrk til þess aff annast unairbúningsfram- kvæmdir. Það er talið, aff kosta muni 7 mifljarða danskra króna, að smíða slíka vél eða nær 40 mill- jörðum ísl. króna, — hér er átt við reynsluvél, en er byrjað verður a’ð fram- leiða þær í stórum stíl, koma þær til með að kosta 750 milljónir króna. Og rekstur. slíkra véla borgar sig ekki nema á lengstu flugle'iffum. Á styttri vega- lengdum eru þær ekki not hæfar. rtmmMWWtWMMMMMWWIWMMVWWMVMWMIMIWWW unni: í júlí: 11 — 12 — 17 — 18 _ 19 _ 27 — 28 — 29. í ágúst: 7 — 8 — 9. —□— Svo er að sjá sem það sé ekki eingöngu dans á rósum að vera kvikmyndaleikari. — Flestir vita hvernig komið var fyrir Errol Flynn á sínum tíma, áður en ‘hann ”kom aft ur” og nú hefur Mickey Roo- ney orðið að lýsa sig gjald- þrota fyrir rétti j Los Angel- es, þó að hann haf á 32 árum í kvikm. unnið sér inn ná lega 550 millj. ísl. kr. Hann kvaðst ekkert eiga nema á að gizka 252 þús. kr. í skuldum. _□_ Fimmtánda listahátíðin í Edinborg hefst 20. ágúst og stendur til 9. september og hafa menn sennilega aldrei beðið hennar með jafnmiklum spenningi og nú. Hinn nýi stjórnandi hátíðarinnar, Hare wood lávarður, hefur þegar komið mörgum enskum blöð- um á óvart með dugnaði sín- um og hugkvæmni en fyrst og fremst bíða menn í ofvæni eftir móttökunum, sem pró- grammið, er hann hefur sett upp, fær. _□_ Fyrri liststjórnendur a há- tíðinni 'hafa verið mjög háðir því við samsetningu pró- grammsins að þurfa að bera það undir yfirstjórn hálíðar- innar og ekki sízt borgar- stjórnina í Edinborg, sem ár- lega greiðir um 5—6 milljónir króna iil hátíðarinnar. Hefur af þessum sökum verið frem- ur lítið um “tilraunir“. Nú hefur Harev/ood lávarður breytt til. Hann notar óspart bæði persónulegan kunnings skap — og byggir upp hátíðina í kringum Liszt og Schönberg, sem vægast sagt verður að teljast djarft, eink um að því er varðar hinn síð arnefnda. Á upphafshljóm- leikunum, sunnudaginn 20. ágúst, verður aðeins eitt verk ”Gurrolieder” eftir Schön- berg, leikið af London Sym- hony undir stjórn Stokovs- Fraroh. á 14 síðu Kommar handtaka verkalýðs- foringja DR. Fricis Menders, hinn þekkti lettneski verkalýðs- leiðtogi og þingmaður á þeim tíma, sem Lettland var sjálf- stætt, hefur verið handtekinn, að því er segir í fregnum, sem borízt hafa til London frá Ri- ga. Meneres var einn þeirra manna, er stofnuðu lettneska ríkið 1918 og var árum saman formaður jafnaðarmanna- flokks Lettlands og átti sæti í framkvæmdanefnd Alþjóða- sambands jafnaðarmanna. Sovózka leynilögreglan, K. G. B. mun hafa gert húsleit á heimili Dr. Menders í Ri- ga, þar sem hún fann hand- ritið að endurminningum hans. Á grundvelli endur- minninganna var gefin út á- kæra á hendur honum og er búizt við, að hann verði eftir nokkrar vikur fenginn í hend ur sovézkum dómstól í Riga. Dr. Menders er 76 ára — og þjáist af hjartveiki og er ótt- azl, að hann verði dæmdur í nokkurra ára fangelsi og þvingunarvinnu, æm mundu vera dauðadómur yfir hon- um. Dr. Menders hefur oft ver- ið handtekinn af ýmsum ríkis stjórnum. Árið 1906 var hann fluttur til Síberíu af keisara- stjórninni. 1948 dæmdi leyni lögregla Stalins hann í 10 ára þvingunarvinnu. 1955, feft ir dauða Stalíns, var hann látinn laus eftir endurtekin mótmæli Alþjóðasambands jafnaðarmanna. Nú hefur lög regla Krústjovs handtekið hann. Sovétyfirvöldin halda hand tökunni stranglega leyndri. Framiiaid á 14 síðu. Matsala í lyfjabúðum EINHVER vinsælasta ,,stofn- un“ Bandaríkjanna eru „lyfja- búðir“, þetta sambland af apo- teki og íssjoppu. En nú er svo komið, að lyf, ís og drykkir er aðeins lítill liður í starf- semi þessara verzlana. í venju legri lyfjabúð er nú hægt að fá mat við vægu verði, hús- gögn, un'dirföt, tóbak, blöð og tímarit, frímerki og sumsstað- ar er hægt að borga þar skatta og útsvör. Þessar verzlanir eru alls stað ar, jafnvel í minnstu bæjum Þær eru einnig staður, þar sem fólk hittist og fær sér hress- ingu. Verðlag í þessum verzl unum er venjulega lægra en annars staðar. Þær voru stofn aðar fyrir rúmri öld en hafa sífellt verið að þróast upp í það, sem þær eru núna. Víða hefur þeim verið breytc í sjálfs afgreiðslubúðir. En viðskipta- vinum fellur ekki vel við kerf ið. Það er erfitt að finna hlut- ina í slíkum kjörbúðum nema fólk komi þar daglega og hafi „lært á þær“. Alþýðublaðið — 23. júní 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.