Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 16
A 42.. árg. — Föstudagur 23. júní 1981 — 138. tbl. Carav ÞOTA af gerðinni Caravelle 42, kom til Reykjavikur um kl. 3 í gær. Þotan kom frá Shannon flugvelli á frland'i, og hafði ver ið um 214 klst. á leiðinni til Reykjavíkur. Hún kom h'ingað í kynningar- og söluferð. og var fréttamönnum og nokkrum gest um boðið í stutta flugferð. Gerðin Caravelle 42 er tiltölu lega ný, en fyrsta flugið var far „Caravelle" •jtc Á EFRI myndinni sést þotan skömmu eftir lend- ingu, og má gréinilega sjá annan hinna tveggja „mót ora“, sem eru staðsettir afíarlega á vélinni. Neðri myndin sýn'ir hið mikla reykský, sem myndaðist kringum vélina er hún ,,brems'aði“ með hinum kraftmiklu vélum. , SÍLDAR- VERÐIÐ STJÓRN SíldarverksmiðQa ríkisins hefur lagt til við sjáv arútvegsmálaráðuneytið, að bræðslusíldarverð í sumar verði 126 kr. fyrir hvert mál og hefur ráðuneytið fallizt á það. Vegna þessa vill ráðuneytið taka fram, að hin gífurlega Jækkun á söluverði síldarmjöls og síldarlýsis á sl. ári, olli því, að ekki náðist sú hækkun á bræðslusíldarverði þá, sem eðiileg hefði verig vegna geng islækkunarinnar, heldur lækk aði verðið þá um 10 kr. málið frá 1959. Þar sem söluverð á síldar- mjöli hefur hækkað verulega á þessu ári hefur stjórn síldar- verksmiðjanna talið fært að hækka hrásíldarverðið. Kemur • þannig fram hluti jbeirrar verðhækkunar, sem hefði átt að fást á sl. ári vegna gengis- lækkunarinnar, ef verðfall hefði þá ekki komið til. Sjávarútvegsmálaráðu- neytið, 22. júní 1961. Ný stefnuskrá jafnaðarmanna í Danmör STEFAN JÓHANN STEF ÁNSSON, ambassador ís lands í Kaupmannahöfn, leit inn á ritstjórnarskrif stofur Alþýðublaðsins í gær, en hann ,er nú stadd pr hér á landi í stuttri heimsókn ásamt konu sinni. Kom Stefán hingað tii lands aðfaranótt sl. mánudags, en hann fer aftur utan eftir tæpa v'feu. Stefán sagði, að það hefði komið flestum á óvart, er Paul Möller tókst að fá 61 þingmann til þess að mótmæla handrilafrumvarpinu og stöðva framgang málsins í bili- En ég tel það öruggt, sagði Stefán, að strax að loknum næstu þingkosningum í Dan- mörku, verði handritamálið endanlega afgreitt í danska þjóðþinginu, þar eð flokkar þeir er standa að núverandi ríkisstjórn hafa heitið því að leggja málið á ný fyrir þingið hvernig svo sem næstu kosn- ingar fara. Stefán kvað þegar verða haf izt handa um viðgerð á hand- ritunum og ljósmyndun þeirra svo að afhending meginhluta handritanna mundi ekki drag- ast mikið frá því, sem orðið hefði, ef handritalögin hefðu verið staðfest strax. Fréttamaður spurði Stefán hvort hann teldi líkur á því, að Danir mundu afhenda Islend- ingum nokkur önnur hand- rit strax, en þau sem væru í Árnasafni með því að enginn teldi það eignarnám að af- henda handrit úr konungsbók- hlöðu. Ekki sagði Stefán, að til þess mundi koma, þar eð verðmætasta skinnbókin, Flat- eyjarbók væri t. d. í konungs bókhlöðu og handritalög stjórn Viðial við Sfefán Jóhann arinnar hefðu átt að taka til hennar einnig. Stefán sagði, að mikið væri búin að ræða handritamálið undanfarið, en hann kvaðst vilja taka það fram, að lýð- háskólahreyfingin í Danmörku hefði barizt mjög ötullega fyrir málstað íslands í hand- ritamálinu og ættum við þeim mikið að þakka. Alþýðublaðið spurði Stefán um aðrar fréttir úr dönskum stjórnmálum. Kvað Stefán ný- lega hafa farið fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um lækkun kosningaréttaraldursins í Dan mörku niður í 21 ár og hefði það verið samþykkt. 'Væri 21 árs kosningaréttaraldur þá gildandi um öll Norðurlöndin. Þá kvað Slefán nýlega lokið þingi danska jafnaðarmanna- flokksins en flokkur danskra jafnaðarmanna er 90 ára á þessu ári. Á þinginu var Kampmann kosinn formaður flokksins með mikilli hrifn- ingu, en hann hafði gegnt for- mennsku í flokknum frá því, að H. C. Hansen lézt. Var hann skipaður formaður af stjórn flokksins fram að þingi. — Á flokksþinginu var samþykkt ný stefnuskrá. sem lengi hafði Stefán Jóhann Stefánsson ið í desember 1960, og véiar hennar fullre.yndar í april á þessu ári. Vél sú, sem hingað kom var á mikilii ftugsýningu í París fyrir nokkrum dögum, og vakti þar mikla achygli. Það eru fyrirtækin General Electric og Douglas flugvéla- verksmiðjurnar sem í samein- ingu hafa unnið að smiði þessar ar flugvélar, en teikningar að henni eru franskar. Vélin vegur 1724 kg. tóm, oj getur borið 7,3 tonn. Hún er búhi öllum full- komnustu öryggistækjum, og tr þægileg á allan hátt. Lítið sera ekkert heyrist í hreyflum he.un- ar, þegar i,nn er komið, aðeins smátitrings verður vart í láréttu flugi. í ferðinni, sem fréttamönnum var boðið í í gær, tók það vélina u þ. b. 12 mínútur að komast upp í 25 þús. feta hæð. Hún not- aði ekki nema hálfa flugbraut við lendingu, en nær alla við flugtak. Nokkrir íslenzkir flugmenn voru með í ferðinni, og settist Jóhannes Snorrason, yfirflug- stjóri F. í. undir stýri. Lét hann mjög vel af farkostinum. Söluverð Caravelle 42, mun vera um 120 millj. ís’lenzkra króna. SÁRALÍTIL síldveiði var síðastliðinn sólarliring (þ. e. til kl. 8 í gærmorgun), að því er sagði í skýrslu síldarleitarinn- ar til Fiskifélags Islands í gær. Veður hamlaði þó ekki veiðum, en vestan gola var á miðunum, en hún er óhagstæð til síldveiða. Síldin stóð djúpt, eins og áður. Eftirtalin skip fengu afla í Reykjafjarðarál sólar- hringinn fyrir kl. 8 í gærmorg un: Framhald á 14 síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.