Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 3
MÆL- Washington, 22. júní. (NTB-Reuter). Dean Rusk, utanríkisráð- lierra Bandaríkjanna hélt ræðu á blaðamannafundi í banda- ríska utanríkisráðuneytinu í kvöld. Hann sagði að Krústjov forsætisráðherra Rússa hlyti að hafa sýnt öllum fram á það með ræðum sínum, að forðast bæri að misreikna nokkuð í Berlínarmálinu. Hann sagði, að kröfur og hótanir sem skapa spennu í málum er varða lífs- hagsmuni annarra þjóða væri ekki til þess að efla friðinn í heiminum. Rusk lýsti yfir því, að Bandaríkin stæðu fast við skuidbindingar sínar í 'Vestur Berlín. Kennedy batnar Washington, 22. júní. (NTB-AFP). Kennedy forseti hef- ur fengið snert af veiru- sjúkdómi og hann varð að aflýsa öllum fundum sín um í dag, tilkynnir Hvíta húsið. Ennfremur er til- kynnt að vegna góðrar aðhlynningar geti forset inn ef til vill farið að starfa aftur af fullum móði. Kennedy sem geng ur við hækjur vegna hryggverkjarins, fór í tveggjai ^tunda göngu- ferð ásamt japanska for- sætisráðherranum Ikeda, sem er í heimsókn vestra, Við hann átti Kennedy að hafa viðræður í dag. Hann kom og inn á samninga viðræðurnar um stöðvun til- rauna með kjarnorkuvopn og sagði, að Bandaríkin vildu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að komast að samkomu- lagi við Sovétríkin í þessu máli. Hinn rýri samvinnuvilji Sov étríkjanna hefur orðið til þess að vonir vesturveldanna um stöðvun tilrauna með kjarn- orkuvopn hefur beðið alvarlegt áfall, sagði Rusk. Rusk færðist undan því að svara hvort Bandaríkin hygð ust hefja aftur tilraunir með kjarnorkuvopn, en sagði, að þetta mál þyrfti nákvæmari í- hugunar við. Tékkneski nfósn' arinn til Prag NEW YORK, 22. júní. (NTB-REUTER). Tékkneski sendifulltrúinn Miroslav Navlac hjá Samein- uðu þjóðunum flaug heim til Prag í kvöld. Hann átti að fljúga um morguninn, en brott för hans seinkaði sökum þoku til kl. 1 í nótt. Bandarikjastjórn krafðist þess í fyrri viku, að Navalac færi af landi brott, en hann neitaði að hverfa á þeirri for- sendu, að hann væri SÞ-full trúi og vísaði þeirri ásökun á bug, að hann væri njósnari. Hann sagði, að kæra þessi hefði komið fram eftir að hann neitaði að njósna fyrir Banda- ríkin. Á þriðjudag gerði ame ríska stjórnin ráðstafanir til að ógilda landvistarleyfi hans í Bandaríkjunum. Eichmann segist aðeins hafa framfylgt skipunum Ný stefnuskrá Framh. af i6. síðu verið í undirbúningi. Er hún svipuð og stefnuskrár þær, þær, er samþykktar hafa ver- ið af jafnaðarmannaflokkun- um víða í V—Evrópu. Stefán sagði, að á nýafstöðnu flokks- þingi hefði blaðamönnum ver ið boðið að vera á þinginu og fylgjast með og hefði það verið nýmæli. Stefán sagði að lokum, að Alþýðuflokkurinn danski stæði traustum fótum og myndu á- reiðanlega halda fylgi sínu í næstu kosningum. Bj. G. Jerúsalem, 22_ júní., (NTB—Reuter—AFP). ADOLF EICHMANN hélt á- fram vitnisburði sínum í dag og kom með ýmsar upplýsingar um flei’.'i nazistaforingja, sem hann fékk skipanir frá og hann end- urtók, að Hans Globke, ráðu- neytisstjóri Adenauers kanzlara hefði haft þýðingarmiklu hlut- verki að gegna í Gyðingaafskipt um Gestapo. Hins vegar kvaðst Eichmann sjálfur aðeins hafa haft lítilmótlegu hlutverki að gegna, hann hefði aðeins verið lítill hnappur í vélabákn'inu, sem útrýma átti Gyðingum og að þegar hann liefði gefið skip- anir um brottflutning Gyðinga hefði hann einungis verið að framfylgja skipunum, sem innan ríkisráðuneytið í Berlín gaf hon um. Hann hélt því fram, að svipt- ing Gyðinga á ríkisborgararétt indum og eignarnám á eignum þeirra hefði heyrt undir þriðju deild innanríkisráðuneytisins, en þeirri deild veitti Hans Globke ákvarðanirnar um brottflutning hefðu verið teknar á fundi í ráðuneytinu og að hann og nán- ustu samstarfsmenn hans hefðu aðeins hrundið ákvörðunum þessum í framkvæmd_ Eichmann sagði ennfremur, að honum hefði borizt skipun um að senda alla Gyðinga í V.- Evrópu til Madagaskar. Persónu lega kveðst Eichmann hafa haft aðeins eitt markmið, hann hefði viljað finna land þar sem allir Gyðingar gætu leitað hælis. Við þetta varð þys í réttarsalnum um stund og dómsforseti varð að berja í borðið. I vitnisburði sínum kenndi Eichmann þeim Göbbels og Hitl- er um allt það sem gert hefði verið gegn Gyðingum, kvaðst að eins hafa framfylgt skipunum frá þeim. í réttarhöldunum var lesið upp bréf frá stormsveitarforingj anum Heydrich úr SD-öryggis þjónustunni, sem seinna varð „verndari" í Tékkóslóvakíu, þar sem hann var myrtur 1942. í ríkisráðherra V. Ribbentrop er rætt um brottflutninga Gyðinga og minnzt á „landfræðilega lausn“, sem ræða skyldi á fundi með Ribbentrop. Með lausn þessari segir Eichmann að átt hafi verið við Madagaskar. — Munu þeir ekki hafa verið á Frh. á 12. síðu. | MANCHESTER: Blaðið The | Guardian skýrir frá því í dag, að alls liafi 34.80.000 angólsk- ir flóttamenn farið yfir landa mæri Kongó og leitað þar hæl is. Talið er að liggi við mann I auðn í Norður—Angola og I hungur er versti óvinur flótta I mannanna. einmitt forstöðu. Hann sagði aðbréfinu, sem skrifað er til utan- ndurnir báru urka og barefli MORLAIX, 22. júní. (NTB-REUTER). Tveir af foringjum upp- reisnar bænda í Bretagne mættu í dag fyrir rétti vegna ákæru um að þéir hefðu skipu lagt árás á ráðhúsið í Morlaix. Þung viðurlög eru við þessum sakargiftuni. MikiII fjöldi fólks safnaðist fyrir utan réttarsalinn, sem var stranglega gætt af lög- reglumönnum. Alls munu um tíu þúsund manns liafa safn- ast þarna saman. Sumir bændanna höfðu meðferðis heygaffla, lurka og gálga, sem þeir höfðu hengt kanínur og rottur í. Þeir báru einnig spjöld með áletrunum þar sem krafizt var þess að bændunum yrði sleppt úr haldi. í nágrenn bæjarins St. Bri- euv á Bretagne kom til óeirða og varð lögreglan að beita táragasi gegn óeirðarseggjum. í Vende voru reist götuvígi. FRJAL Leopoldville, 22. júní. (NTB-Reuter). MOISE TSHOMBE Katanga- forseti sagði á blaðamannafundi í Leopoldville í dag að hann væri nú frjáls maður og að hann væri reiðubúinn að vinna með löndum sínum að stofnun „mjög stórs ríkis“. Blaðamannafundur inn fór fram í bústaö forsætis- ráðherra Leopoldville-stjórnar innar, Josefs Ileo.. Spurningu um hvort Tshombe yrði að snúa aftur til herbúð- anna í nágrenni Leopoldville, þar sem hann hefur verið kyrr- settur, svaraði yfirmaður hers- ins, Mobutu hershöfðingi, sem stóð við hliðina á forsetanum, að vistinni væri nú „með öllu lokið“_ Forsetinn sagði að margir kongóskir stjórnmálamenn hefðu orðið að lýðskrumurum. sem ímynduðu sér að þeir væru miklir stjórnskörungar. Hann endurtók oftar en einu ;ánni að fólkið í Katanga hefði alltaf ver ið fúst til að friður ríktí. Talsmaður segir að þeir Mob- utu og Tshombe hafi sætzt heil- Frh. á 14. síðu. María drottning er LONDO.N, 22. júní. (NTB-Reuter). María, fyrrum drottn ing í Júgóslavíu, er látin. -Hún var dcittir 'Maríu, drottningar af Rúmeníu og amma og móðir Pét- urs II. sem varð konung- ur, þegar Alexander, maður hennar, var ráð- inn af dögum 1934. Alþýðublaði'ð 23. júni 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.