Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 9
 II rm Þetta náttúrulögmál er mönnum orðið svo runnið í merg og blóð, að þeir eru því miður alltof fáir, sem gefa sér tíma til að gaum gæfa fyrirbrigðið, hugleiða hve þessu er öllu dásam- lega fyrir komið. Þær ljósmyndir, sem fylgja þessum orðum gefa okkur örlitla hugmynd um hvað menn með vakandi augu fyrir þessum tvennd um í náttúrunni sjá, þegar þeir ganga út á fögrum sumardegi með alla sansa opná, að ógleymdri góðri myndavél. Bókormar - bíblíufróðir Á FUNDI bókaútgefenda í London nýlega sagði enskur- bókaútgefandi frá nýútkominni bók á eftirfar andi hátt: Eftir því sem ég fæ bezt séð er í þessari bók allt það sama að finna, sem var í síðustu bók höf undar og gerði hana hð met sölubók: iHVnennslka, kyn órar, villimennska og ó mennska — en úr þessu er unnið mjög fínlega og með menningarblæ. ★ ÞEKKTUB amerískur stjórnmálamaður og diplo mat ætlaði að skrifa sjálfs ævisögu sína, en þar eð hann var heldur lítill karl í orðsins list, fékk hann staðgengil til að skrifa hana fyrir sig. Málfærslumaður í New York var beðinn um að skrifa ritdóm um bókina, en þar eð hann hafði mjög nauman tíma til þeirra hluta og fann sig ekki að heldur mann til að vinna það starf sem skyldi, leit aði hann uppi mann, sem gæti gert þetta fyrir hann, án þess að láta nafns síns getið. Nokkrum dögum seinna var bókarinnar getið í blöð unum. Dómurinn var mjög samvizkusamlega unninn og bókin hafin til skýj anna, enda var dómurinn skrifaður af sama manni og samdi bókina. ★ AMERÍSKA blaðið Christian Life svarar bréf um frá lesendum, eins og algengt er um ýmis stærri blöð. Eitt sinn skrifaði mað ur til blaðsins og bað um ráð þar eð hann væri stadd ur í mikilli andlegri neyð. Svar blaðsins til manns ins var þetta: ’Yér bendum yður á Guðs orð. Byrjið á því að lesa Jóhannesar guðsspjallið, og biðjið Guð um hjálp til að skilja það, sem þar stendur; ef þér samt sem áður eruð eruð í óvissu um eitthvað, þá skrifið aftur til okkar. ★ Æ, EN leiöinlegt, sagði konan á fína bílnum, sem var að enda við að keyra á annan minni: Þetta er í fyrsta sinn, sem ég keyri á minnimáttar. ÞESSI ungi heiðurs- maður heitir Úlfar Guð jónsson og er sendill hjá Alþýðublaðinu. Úlf ar hefur unnið sér al- mennar vinsældir þeirra, sem með honum hafa starfað, vegna prúð mennsku og lipurðar í hvívetna og á því skilið að komast á blað, nú á þessum síðustu og verstu tímum, þegar ýmsir telja það helzt til framdráttar að sýna frekju og yfirborðs- mennsku. Úlfar er 11 ára gam- all og þetta er fyrsta sumarið hans hjá blað inu. Hann segist kunna vel við sig í starfinu. Þegar Úlfar er ekki að vinna fyrir okkur hér á blaðinu, skreppur hann gjarna suður í Fossvog, þar sem hann á nokkrar dúfur og kan ínur í félagi við tvo aðra drengi. Þeir eignuðust þar aflóga hænsnakofa, tóku til í honum og ala síðan dýrin sín þar. Úlfar er í K.F.U.M. og nokkur sumur liefur hann dvalið um tíma í Vatnaskógi með félög- um sínum. Hann segist langa til að komast þang að í sumar, en býst ekki við því að hann geti það, því að hér á blaðinu vinnur hann fyrir pen ingum, sem hann má illa án vera, því Úlfar hugsar fram í tímann og þegar hann stækkar vill hann vera búinn að eignast peninga til að geta lært loftskeyta- fræði eða útvarpsvirkj- un, eins og frændi lians einn, sem er útvarps- virki og Úlfar vill gjarn an líkjast. Við skulum vona að draumarnir hans Úlf- ars rætist. Frú H. C. HEATH frá London heldur fyrirlestuj- (túlkað) í húsi KFUM föstudaginn 25. ^úní kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. Hvítabandið og áfengisvarnanefnd kvenna. Síldarstúlkur til Raufarhafnar Dixefmemi — Ungfingar Kaupfélag Raufarhafnar vantar fóik til starfa á sáldarplani. Upplýsingar gefur Jón S. Pétursson, sími 35578. Síidarsfúlkur Síldarstúlkur óskast til Siglufjarðar og Raufarhafnar. Kauptrygging og fríar ferðir. Upplýsingar gefna í síma 12298. ÓLAFUR ÓSKARSSON Skrifstofur stjórnarráðsins og skrifstofur rí'kisféhirðis verða lokaðar föstu- daginn 23. þ. m. vegna surrrarferðalags startfsfclks. FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ, 22. JÚNÍ 1961. Gólfdúkur Linoleum og gúmmfdúkur. Lím fyrirliggjandi. HELGB SVIAGHÚSSOH & CO. Hafnarstræti 19. Símar 13184 og 17227. Eldhúsvaskar, ihandlaugar, baðker, hlöndunartæki ýmis konar. HELGI EVIAGNÚSSGN & CO. Hafnarstræti 19. Símar 13184 og 17227. ~.Jí amstm Alþýðublaðið — 23. júní 1961 g)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.