Alþýðublaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 2
Illtstjórar: Gisu J. Ástþórsson (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fulltrúi rit-
ctjómar: [ndriöi G. Þorsteinssou. — Fréttastjóri: Björgvin Guömundsson. —
íímar: 14 900 — - • 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aösetur: Alþýðu-
tiúsið. — Prentsmiðja Aiþýðublaösins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald
tr. 55.00 í mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. —
Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson.
TVÖ BLÖÐ
1 EF ÞAÐ kæmi fyrir, að einhver af ritstjórum A1
- ijpýðu'blaðsins sæist ganga að einihverjum ritstjóra
• Þjóðviljans og reka honum löðrung. þá væri það
. svar okkar við margítrekuðum fullyrðingum
á fcommúnista um að Alþýðublaðið sé rekið fyrir
í crlent fé. Við höfum verið og erum sárir yfir þess
■! um áburði af því að hann er svo gersamlega upp
i loginn.
] Berið saman þessi tvö blöð, Alþýðublaðið og
\ ÍÞjóðviljann. Við höfum gert miklar breytingar á
■ Alþýðublaðinu síðustu þrjú árin, og þær hafa
- leitt til þess, að útbreiðsla þess hefur meira en tvö
íaldazt. Við höfum keypt okkur eina litla leturvél,
lagað húsnæði afgreiðslunnar og komið upp lítilli
prentmyndagerð. Þetta hefur verið gert með aukn
um tekjum blaðsins sjálfs og ágóða af happdrætt
inu okkar. Við höfum orðið að láta aðrar fram
' fcvæmdir, sem ekki eru allar dýrar, bíða vegna
• peningaleysis. Við höfum átt erfitt með að standa
' í skilum með ýmsar greiðslur. Við höfum ekki get
• að keypt nýja milljónapressu, og við notum enn
gömlu pressuna okkar.
I Hvað svo um , Þjóðviljann? Hann er að ráð
ast í milljónaffamkvæmdir með kaupum á
- rotationspressu og virðist ekki óttast, að fé muni
: vanta. Þó hefur blaðið jafn góða tæknilega aðstöðu
5 og Alþýðublaðið í dag. En hvaðan koma þessir
peningar og aðrir, sem kommúnistar vaða í hér á
■ iandi. Hvaðan kemur féð til milljónabygginga og
■!< íiúsakaupa?
! Og hver er munurinn á Alþýðublaðinu og
: Þjóðviljanum sem blöðum? Alþýðublaðið styður
eindregið lýðræðisþjóðirnar í baráttunni við
fcommúnismann, en við gagnrýnum og skömmum
■ Bandaríkin og ráðamenn þeirra, þegar okkur
1 sýnist. Við styðjum varnir íslands, en við höfum
ráðizt á herstjórnina í Keflavík, þegar okkur bauð
! fívo við að horfa.
En hvað gerir Þjóðviljinn? Hvenær birtir hann
einn staf af gagnrýni á Sovétríkin, Kústjov eða
■ ráðamenn þeirra? Gs4pr nokkur maður bent á sönn
un þess, að Þjóðviljamenn hafi sjálfstæða skoðun
• á nokkru því, sem Sovétríkin varðar?
Hvort meta íslendingar meira að eiga íslenzk
5 folöð eða múlbundin málgögn erlendr,ar stefnu?
Dettur nokkrum manni í hug, að það verði íslenzkt
I alþýðufólk, sem snarar út milljónum til að kaupa
: pressu fyrir Þjóðviljann? Er ekki hollara fyrir. ís
lendinga, að blöð þeirra byggi sig upp smám sam
an af eigin rammleik, þótt það kosti erfiðleika,
éins og Alþýðublaðið hefur getur gert?
„AUSTIN SJÖ“
STÆRSTA LITLA FJÖLSKYLDU-
BIFREIÐIN ER KOMIN. — LÍTIÐ INN.
Garðar Gíslason h.f.
Hverfisgötu 4 — 6. Bifreiðaaeild.
Bílakvöld
B. F. Ö. efnir til bílakvölds í
samkomusalnum að Freyju-
götu 27 í kvöld kl. 20.30 þar
sem Fmnbogí Eyjólfsson og
Helgi Hannesson kynna starf-
semi Volkswagen-umboðsins
og B. F. Ö. cn þetta er liður í
auknu starfi B. F. Ö., sem
hyggur á fleirr sHk fræðslu-
og skemmtikvöld.
Kvikmyndir
í KÓPAVOGSBÍÓ eru nú
hafnar sýningar á myndinni
Blái engillinn, með May Br.tt
og Curt Jurgens í aðalhlutverk
um. Eins og flestir vita er hér
um að ræða aðra útgáiu af
þeirri mynd, hin fyrri skart
aði með Marlene D.etrieh í að
alhlutverki og varð sú mynd
henn[ til m.killar frægðar.
Þessi mynd þarf þvi að berj
ast við draug, ef svo má segja
og ber flestum saman um það
að draugurinn hafi yfirhönd-
ina í þeim skiptum.
Myndin fjallar um gleði
söngkonu eina og prófessor,
sem verður fyrir því óláni að
verða ástfanginn af henni.
Hann afneitar starfi sínu og
vinum og fvlgir henni, þrátt
fyrir viðvaranir vinanna og
hennar sjáifrar. Myndin rek
Ur síðan þeirra sk'.pti, sem
enda með þem óskópum, að
við liggur að prófessorinn
hafi glatað viti og öllum öðrum
manneskjueinkennum Eins og
áður segir þurfa þau hjúin
May Br.tt og Jurgens að berj
ast við draug þar sem eru fyr
irrennarar þeirra í sömu hlut
verkum, eklq verður þó sagt
að þau láti hugfallast. Reyndar
verður ekki sagt að May Britt
sýni stórbrotinn leik í hlut-
verki Lolu, — en leikur
hennar er mjög trúverðugur
og útlitið hefur hún. Curt
Jurgens gerir sínu hlutverkl
góð skil og því betri, sc-mi
lengra líður á mynd.na.
Myndin er ekki neitt af-
burða vel gerð né tekin og
veldur nokkrum vonbrigftum,
eins mikið og liún hefur vep
ið auglýst.
Efnið er mikili harmleikun
og athyglisverður, en úr
vinnslan ekki eins athyglia
verður og efni standa til.
II. E.
75 ára í dag:
SVAFA ÞORLEIFSDÓTTIR
Frú Svafa Þorleifsdóttir,,
fyrrverandi skólastjóri er 75
ára í dag. Þrált fyrir þann ald
ur og þótt hún hafi eigi veriS
heilsuhraust allmörg undan-
farin ár, er hún enn sístarf-
andi að áhugamálum sínum.
Svafa hefur árum saman starf
að mjög mikið í ýmsum fé-
lagssamtökum kvenna og er
hún hinn ágætasti liðsmaður,
hvar sem hún gengur að
starfi. Eftir að hún lét af
skólastjórastörfum og flutt-
ist hingað til bæjarins hefur
hún gegnt margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir Kven-
félagasamband íslands. Hún
hefur meðal annars verið rit-
stjóri eða í ritstjórn blaðs
sambandsins „Húsfreyjunn-
ar“ frá því útgáfa þess hófst
og til þessa dags.
Rúman síðasta áratuginn
hefur Svafa verið ýmist í
stjórn eða varastjórn Kven-
réltindafélags Islands, en hef
ur auk þess gegnt þar ýms-
um öðrum trúnaðarstörfum.
Þegar K. R. F. í. réðist í út-
gáfu blaðsins 19. júní, gerðist
hún ritstjóri þess og var það
fyrstu árin, en hefur auk
þess allra kvenna mest unn-
ið að útbreiðslu blaðsins úti
um landið. Mesta starf henn-
ar á vegum K. R. F. t.-er þól
fyrir Menningar- og minning
arsjóð kvenna. Hún hefur ár-
um saman verið í stjórn sjóð9
ins og verið gjaldkeri hars og
fastur starfsmaður. Ég veit
að ég mæli þar fyrir munn
okkar allra samstarfskvenna
Svöfu í stjórn K. R. F. í. er ég
flyt henni bezlu þakkir fyrir
mikið og óeigingjarnt starf 1
þágu félagsns, og er það ein-
læg ósk okkar, að það megi
sem lengst njóta krafta henia
ar.
Svo sem kunnugt er, var
Svafa um margra ára skeið
skólastjóri barnaskólans á
Akranesi. Ég hygg, að þar
hafi hún sýnt, svo að ekkí
verði um deilt. að konan er
jafn hæf og karlmaðurinn til
forustustarfa í þjóðfélaginu,
sé að öðru leyti ekki um að-
stöðumun að ræða hvað t. d.
menntun snertir. Ég vil svo
enda þessar fáu línur með þvf
að óska afmælisbarnina
allra heilla á ókomnum ævw
árum. (
Guðný Helgadóttir. ]
20. okt. 1961 — Atþýðublað/ð