Alþýðublaðið - 24.12.1961, Page 7

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Page 7
( ÞEGAR skólunum lýkur á vorin, er fjöldi unglinga at- vinnulaus. Sumir hirSa ekki um að fá sér vinnu, — en hjá hinum hefst erfið ganga milli atvinnurekenda í bón um sumarvinnu. Oft er hið á því, að bænir þessar séu heyrðar, og þá er helzt að reyna að komast í fisk, því að þar er stundum að fá vinnu í nokkra daga, meðan beðið er eftir svari, Það er kannski ekki beint „ævintýralegt“ að vinna í fiski; enda er raunveruleik- inn sjaldnast ævintýralegur til lengdar né sérlega „GAMAN í vinnunni“. En það getur verið lærdómsríkt að vinna í fiski eins og ann- ars staðar — og kannski lær- dómsríkara en víða annars- staðar. Þetta er ígripavinna flestra, sem þar vinna, og þeir hugsa mest um kaupið og að tíminn Hði. En þarna eru undantekningar eins og alls staðar. Sumt fólk hefur þann aðdáunarverða hæfi- leika að vinna öll sín verk af kostgæfni og trúmennsku. — Einu sinnj var ég í harð- fiski úti við flugvöll. — Það var að vori til og við unglingarnir LÉKUM okkur meira að fiskinum en við «nnum að honum og hlupum í mat strax „á mínútunni.“ Við gátum alls ekki bundið hugann við starfið, og okkur fannst það ekki heldur bein- línis merkilegt að raða harð- fisk upp í stafla. Þegar svo það við bættist, að harðfisk- urinn var harður og reif á okkur fótleggina! En þarna var gamall maður, sem hét JÓN. Eg veit ekkert annað um hann, — en ég gleymi bonum aldrei. Hann hafði unnið í fiski í tuttugu ár, og fiskinn þekkti liann út og inn. Fyrirtækið var hans fyr- irtæki, — og þótt hann fcngi ekki eyri meira en honum bar, samkvæmt samningum, hve dyggðugur þjónn, sem hann var, bar hann hag fyr- irtækisins meir fyrir brjósti en forstjorinn, sem rigsaði um staðinn einu sinni á dag. Jón flýtti sér ekki í mat, — ef hann átti eftir að raða upp dálítilli hrúgu. Hann horfði ekki í mínúturnar, sem liðu fram yfir fimm. Þótt seint sé, vildi ég þakka hon- um, að hann kenndi okkur að bera virðingu fyrir vinn- unni og fyrirgaf okkur, þótt við sætum á fiskstöflunum og dingluðum fótunum, með- an hann var að vinna. í frystihúsinu í Kópavogi var eitt vorið margt um mann inn. Þar voru strákar á há- um bússum, töffgæjar fram í fingurgóma og fjöldinn all- ur af stelpum með kappana aftur á hnakka, sem vissu ekki, hvernig þær áttu að Iáta tímann líða, þangað til klukkan yrði fimm. Slorið var út um allt gólf og fiski- lykt af öllum og öllu. — En tvær konur stóðu eins og drottningar í ríki sínu yfir slorinu. Önnur er nú komin til Ameríku, — en hin hefur skipt um vinnu. — Við þekktumst ekkert meira — en þetta yfir slorið, — en við dáðumst allar að því, hvað þessar konur voru glæsilegar og báru sig höfð- inglega að því að „skera úr.“ Það var ekki talað um einkamál í kaffi- og matar- tímum. í mesta lagi, að við hinar yngri hvísluðumst á um draumaprinsa, — og læs- um skáldsögur, — en hinar eldri töluðu um það, sem hæst bar þá dagana, og hvernig bezt yrði unnið úr því, sem fyrir lá. En kvöld nokkurt í nóvem- bermánuði árið 1961 sat önn- ur þessara kvenna, Salóme Olafsdóttir, andspænis mér við kaffiborð. Og hún féllst á að segja í fáum dráttum frá því, sem var okkur, sem stóð um hinum megin við slor- borðið í frystihúsiriu, hulinn leyndardómur, — ævi henri- ar. — Hvar eigum við að byrja? — Hvar fæddistu? — Ég fæddist á Alftár- tungu á Mýrum. — Hvenær? —■ Þarf það nauðsynlega að vera með? — En mér er engin launung á því, að það var árið 1895. — Viltu nú ekki segja mér ævisöguna, — í stórum drátt- um, frá árinu 1895 til ársins 1961 ? Ég veit, að margt hefur gerzt á þeirri leið? — Foreldrar mínir voru Jens ína Bjarnadóttir og Björn Björnsson, (Salome var systir Bjarna Björnssonar gaman- vísnasöngvara). 'Við fædd- umst 8 systkinin, en aðe: þrjú okkar eru alin upp h lendis, því foreldrar míi fluttust til Ameríku um alc rottnin verka- mótin og sneru eftir það aldr- ei heim til íslands. Þar dóu þau bæði. — Þegar ég var V/2 árs kom móðursystir mín að Álftár- tungu. Hún bjó með manni sínum, Ólafi Jónssyni, acl' Stapadal í Amarfirði. Þau hjónin Þorbjörg og Ölafur, sem ég a'lltaf kallaði mömmu og pabba, áttu ekkert bam sjálf, — og það varð að sam- komulagi milli þeirra og for- eldra minna, að þau tækjn mig trl sín, — en barnmargar fjölskyldur áttu erfitt ppp- dráttar á þessum árum, -j- og ævintýralandið Ameríka; var hinn gullni draumur hinrja fá- tæku Það varð þá einnig ac> samkomulagi milli fþður míns og fóstra, að ég .Væri skrifuð Ölaísdóttir, — þaA geri ég enn, — þótt ég ^kriíi mig stundum Björnsdóttiþ Ól- afsdóttir núorðið. En mjaður skildi þetta allt öðruvísi jeinu sinni og var sár út í pablja og mömmu, sem höfðu ^arií^ burt en skilið mig eftir. \ — Auðvitað man ég ýekki eftir þessum „héraðsflutijing- um“, en veit, að farið \&r á Jólabók Alþýðublaðsi^s ,1961 JT

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.