Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 17
ÞÓTT ekki sé ætlunin að gera lítið úr Reykjavík né þeim, sem höfuðborgina byggja, verður að segja eins og er, að fólk úti á lands- byggðinni er oft á tíðum greiðugra og viðskiptisbetra en borgarbúar. Þannig er þetta frá sjónarhófli blaða- mannsins. Kannski stafar það af því, að fólk í borgum telur sig hafa of mikið að gera, og tíminn til að lifa of naumur til þess, að það geti sett sig inn í hlutina eða gert sér far um að skilja þá. — Kannski stafar þetta af því, að hin víðfræga íslenzka gest risni er lífseigari úti um ^yggðir landsins. — Þau hlýja um hjarta- ræturnar vingjarnleg bros húsmæðranna á Eyrarbakka á köldum nóvemberdegi, og þær bjóðast til að skerpa á könnunni fyrir gestinn. í húsinu var ekki einu sinni spurt um erindið né undrazt, að ókunnugu fólki skyldi vinda inn úr dyrunum fyrir- varalaust, — það var bara boðið upp á kaffisopa, — og þótt v'ið hefðum farið húsa- •villt, og engar upplýsingar að fá né svölun forvitni um gamla tíma, var spurningum •tekið á sama hlýlega hátt og aufúsugesti er veittur góður beini. ----oo---- ÞAÐ, sem valdhöfunum í Reykjavík virtist „ómögu- legt, óleyfilegt, útilokað“ var „sjálfsagt“ austur þar. Forstöðumaðurinn á vinnu- hælinu Litla Hrauni, Guð- mundur Jóhannsson, leysti greiðlega og góðlfúslega úr spurningum blaðamannsins, sem vildi fúslega fregna um aðbúð og aðstæður þeirra, sem gerzt hafa brotlegir við þjóðfélagið, — óvart eða af ásettu ráði, — sem sviptir hafa verið frelsi og, sem sitja inni að baki rimlanna, — þrjózkir eða bljúgir, — en úti eru allir þeir, sem þeim unna og, sem líða fyrir verk þeirra ekki síður en þeir sjálfir. Það var með hugann við það fólk, sem blaðamaður Alþýðublaðsins lagði leið sína austur að Litla Hrauni. Þegar jólin koma verður efa- WVMWtWWMWWWWW IÞótt hliðið sé opið er |1 hurðin Iæst á Litla- ;> Hrauni J J laust mörgum hugsað til þeirra, sem þarna sitja. Það eru ekki einungis ástvinir þeirra, sem þar eru, sem hugsa til þeirra, sem fyrir- gert hafa frelsinu, heldur margir þeir aðrir, sem eiga frelsið. ---oo—— ÞAÐ þarf ekki að sjá Guð- mund Jóhannsson nema einu sinni til þess að sjá og skilja, að hann gerir sér fulla grein fyrir því, að þarna eystra er — eða á að vera — unnið að því að bæta og leiða á rétta braut þá, sem villzt hafa, — þar eiga ekki að vera unnin nein þau myrkraverk, sem umheiminn þarf að leyna og sem „ómögulegt, óleyfilegt og úlilokað“ er að almenn- ingur fái að fylgjast með. — Eg hef ekki verið hér nema tvær vikur, segir Guð- mundur Jóhannsson, for- stöðumaður vinnuhælisins á Litla Hrauni. En mitt aðal- starf, síðan ég kom hingað, hefur verið að segja lánar- drotlnunum, að engir pen- ingar séu til. Hælið er stór- skuldugt og ekkert fé fyrir hendi til að greiða þær skuld- ir. En hér vantar margt til- finnanlega. Það vantar t. d. óneitanlega sálfræðilærðan mann og taugasérfræðing, — en margir hér eru slæmir á taugum og rellsamir. Presturinn hér, sr. Magnús Guðjónsson, veitir föngunum viðtal hvenær sem er, en þeir kvabba mikið á héraðslækn- inum, Braga Ólafssyni. Eg hef haft þann háttinn á, síð- an ég kom hingað, að ræða við þá um þeirra vandamál og segja þeim, að þeir gætu leitað til mín, þegar þeir vildu, — en slík viðtöl hjálpa þó lítið. Það er ekki á mínu valdi að veita náðun. Samkvæmt reglum er heimsóknartími aðeins einu sinni í mánuði á sunnu- degi. En í reyndinni eru hér alltaf fastir heimsóknartímar alla sunnudaga. Það er eins og að líkum lætur misjafnt hvað þeir hér eiga marga að, Frímann Sigurðsson — og hvað þeir, sem þeir eiga að, eru sterkir. Fjöldi fanga hér er breyti- legur dag frá degi. Núna eru þeir um 20, — en hér eru vistarverur fyrir 29 fanga. Þeir eru á ýmsum aldri WWWMllMWWW**WMWWW*WM*%WWMWWWWW Heimsókn a5 Litla-Hrauni WWWMWWWWMWWWWWWWWMWWMWWMMWWWWWW Jólabók AlþýðublaðsiAi 1961 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.