Alþýðublaðið - 24.12.1961, Page 23

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Page 23
AÐ hverju ber að keppa í framtíðinni? HVER ER FRAMTÍÐARDRAUMUR l*INN ? átti eiginlega að vera yfirskriftin á viðtal- inu við Jóhann Hjálmars- son, skáldið, sem kvaddi sér hljóðs á skáldaþingi að eins 17 ára gamall, og sem nú, 22 ára, hefur gefið út fjórar frumsamdar ljóða- bækur og sent frá sér eina bók með þýddum ljóðum heimsþekktra höfunda. Fyrsta bók Jóhhnns, AUNGULL í TÍMANN, vakti ef til vill meiri at- hygli en nokkur önnur bók hans. Fólki kom þessi ný- stárlegi unglingur á óvart og þá ekki hvað sízt af því, að hann var á margan hátt meðfærilegri og „mannlegri” í ljóðum sín- um en „þeir ungu og reiðu menn“, sem gjarnan geys- ast fram með ósköpum og bægslag»ngi í fyrsta spretti. Að síðari bækur Jóhanns hafi vakið minna umtal, byggist ólíklega á því, að hann hafi „sprung- ið á limminu,“ — þ. e. gufað út úr honum andinn, — heldur af hinu, að hann hefur þokazt út úr hinu skiljanlega inn í hið skynj- anlega, — svo notað sé líkingamál —, en það vill segja, að MALBIKUÐ HJÖRTU (síðasta Ijóðabók Jóhanns) eru fjær þeim raunveruleika, sem fólk yf- irleitt gerir kröfu til í töl- uðu og rituðu máli, en fyrsta bókin. — MALBIK- UÐ HJÖRTU eru súrreal- istísk, segir skáldið sjálft, — og nafn bókarinnar eitt út af fyrir sig sannar orð hans. -oo- — Ef ég hefði haft viðtal við..................son hefði ég spurt hann hvort hann vildi, að ég segði, að hann væri skrítinn eða ekki skrítinn. Suma listamenn skiptir það talsverðu máli, ■— en ég ætla ekki að spyrja þig að því, heldur hinu: — Teikning eftir Jóhann Hjálmarsson Eigum við, að telja þig til ,hinna ungu, reiðu manna1? — Ég býzt ekki við, að það sé hægt að telja mig til þeirra. Þegar talað er um hina ,,ungu reiðu menn“, er að jafnaði átt við unga, brezka rithöfunda, sem réð- ust gegn því, sem miður fór í þjóðfélaginu. Eg held, að segja megi, að ég fjalli frem- ur um hin klassisku viðhorf í skáldskap mínum en tíman leg þjóðfélagsmál. — Hvað áttu við með „klassiskum viðhorfum“? — Hið eilífa — sam-mann- lega, (t. d. ástin, dauðinn o. s. frv.) og leitina að jafnvægi. — Jafnvægi í hverju? Hvar? — í sálu þinni? — Já, fyrst og fremst. — En er ekki hlutverk og ætlun skáldsins að boða eitt- hvað, — sannfæringu sína, hver svo sem hún er? — Mexíkanska skáldið Octavio PAZ segir: Skáldi3 ræðir ekki um hlutina, held- ur sýnir þá. Hlutverk skálds- ins og ætlunarverk er að yrkja ljóð. Þegar sagt er, að skáldið ræði ekki, heldur sýni, er átt við, að í ljóðinu sé brugðið upp mynd, vakin stemmning í stað þess að rök ræða hlutina. — Þú átt við þetta gamla, að fólk eigi að skynja en ekki skilja. Skáldskapur er eftir þeirri kenningu sérstak iega aðgengilegur fyrir kven fólk ! — Að þessu síðasta slepptu þá er kannski meiri ástæða til að fólk skynji ljóð frem- ur en skilji þau. Eins og sér hver maður, er Ijóðið sérstak ur heimur út af fyrir sig. Það lifir fyrst og fremst í sjálfu sér. Af þessari ástæðu getur Ijóðskáld leyft sér að tala um hluti, sem eru yfir- skilvitlegir. Tökum dæmi. Ég segi ljóði: Hláturmilt tunglskin bindur slaufu á vindinn. Þarna er fyrst og fremst að skynja ; — hér er dregin upp mynd, — þannig hefur þetta verkað á mig. — Þetta er einnig í samræmi við það, sem Ionesco segir um nú- tíma leikhús: „Mér er meira . í mun að skapa leikhúsverk en skrifa stjómmálaræður.“ Til frekari skilgreiningar: Það vefst enn fyrir fólki að skilja, að málverk er mál-. verk, en ekki hundur eða köttur. Þetta er þó ákaflega einfalt Eg álít, að kínversku skáldin hafi gert sér þetta ljóst, — en aftur á móti kemur fram meðal german- skra skálda viljinn til að pré- dika. — En langar skáldið ekki oft til að breyla til batnað- ar — að innleiða nýjar stefn- ur og betri lífsviðhorf ? — Kommúnistaskáldið NE- RUDE getur þetta. Honum er mikið í mun að boða kommúnisma, en þótt grunn tónn skáldskapar hans sé boðskapur um nýja Ameríku, notar hann í ljóðum sínum algild ljóðræn tákn, sem — vegna þess, hve þau: eru al- gild, — hrífa einnig and- stæðing hans í skoðunum, — ljóðið stendur fyrir sínu — hefur sitt gildi — sem ljóð. — En það eru ekki nema fáir, sem geta þetta. Og það er aukahlutverk; — aðalhlut verk skáldsins er að skapa Ijóð. — Ljóð? Hvað. er ljóðið? — Ljóð, hvað það er — við skulum ekki reyna að kom- ast til botns í því, — en ég lít á ljóðið sem mynd. Orðið er mynd. — Ef þú vilt, að ég skýri þetta nánar: T. d. orðið stjarna í ljóði: Þá sjáum við fyrir okkur stjörnu á himninum. — Það er í samræmi við þessa myndskýringu ljóðs- ins, sem þú notar öðrum skáldum fremur liti eða lita- nöfn í ljóðum þínum. - t ý " Já, það má segja það. Ef Þá erum við komin enn nær liturinn skapar viss hughrif í ákveðnu ljóði nefni ég hann, annars nefni ég hann ekki. — Mætti ekki með öðrum orðum segja, að þú notaðir litina til að skapa myndina. skýringunni. — Jú, ég geri það, ef ég vil hafa hana sérstaklega lita, — annars getur verið,. að hún sé svartlistarmynd. Framhald á 35. síðu. VWWWWWWWWWW%MWMWmvWt%WWWWMWMWHMWWWWMWWWMWi VIÐTAL VIÐ JÓHANN HJÁLMARSSON | itWWWWWWWWWWWMWWWWWWWMWMHWWWMWWMMWWWWWW Jólabók Alþýðublaðsijis 1361 &

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.