Alþýðublaðið - 24.12.1961, Qupperneq 23

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Qupperneq 23
AÐ hverju ber að keppa í framtíðinni? HVER ER FRAMTÍÐARDRAUMUR l*INN ? átti eiginlega að vera yfirskriftin á viðtal- inu við Jóhann Hjálmars- son, skáldið, sem kvaddi sér hljóðs á skáldaþingi að eins 17 ára gamall, og sem nú, 22 ára, hefur gefið út fjórar frumsamdar ljóða- bækur og sent frá sér eina bók með þýddum ljóðum heimsþekktra höfunda. Fyrsta bók Jóhhnns, AUNGULL í TÍMANN, vakti ef til vill meiri at- hygli en nokkur önnur bók hans. Fólki kom þessi ný- stárlegi unglingur á óvart og þá ekki hvað sízt af því, að hann var á margan hátt meðfærilegri og „mannlegri” í ljóðum sín- um en „þeir ungu og reiðu menn“, sem gjarnan geys- ast fram með ósköpum og bægslag»ngi í fyrsta spretti. Að síðari bækur Jóhanns hafi vakið minna umtal, byggist ólíklega á því, að hann hafi „sprung- ið á limminu,“ — þ. e. gufað út úr honum andinn, — heldur af hinu, að hann hefur þokazt út úr hinu skiljanlega inn í hið skynj- anlega, — svo notað sé líkingamál —, en það vill segja, að MALBIKUÐ HJÖRTU (síðasta Ijóðabók Jóhanns) eru fjær þeim raunveruleika, sem fólk yf- irleitt gerir kröfu til í töl- uðu og rituðu máli, en fyrsta bókin. — MALBIK- UÐ HJÖRTU eru súrreal- istísk, segir skáldið sjálft, — og nafn bókarinnar eitt út af fyrir sig sannar orð hans. -oo- — Ef ég hefði haft viðtal við..................son hefði ég spurt hann hvort hann vildi, að ég segði, að hann væri skrítinn eða ekki skrítinn. Suma listamenn skiptir það talsverðu máli, ■— en ég ætla ekki að spyrja þig að því, heldur hinu: — Teikning eftir Jóhann Hjálmarsson Eigum við, að telja þig til ,hinna ungu, reiðu manna1? — Ég býzt ekki við, að það sé hægt að telja mig til þeirra. Þegar talað er um hina ,,ungu reiðu menn“, er að jafnaði átt við unga, brezka rithöfunda, sem réð- ust gegn því, sem miður fór í þjóðfélaginu. Eg held, að segja megi, að ég fjalli frem- ur um hin klassisku viðhorf í skáldskap mínum en tíman leg þjóðfélagsmál. — Hvað áttu við með „klassiskum viðhorfum“? — Hið eilífa — sam-mann- lega, (t. d. ástin, dauðinn o. s. frv.) og leitina að jafnvægi. — Jafnvægi í hverju? Hvar? — í sálu þinni? — Já, fyrst og fremst. — En er ekki hlutverk og ætlun skáldsins að boða eitt- hvað, — sannfæringu sína, hver svo sem hún er? — Mexíkanska skáldið Octavio PAZ segir: Skáldi3 ræðir ekki um hlutina, held- ur sýnir þá. Hlutverk skálds- ins og ætlunarverk er að yrkja ljóð. Þegar sagt er, að skáldið ræði ekki, heldur sýni, er átt við, að í ljóðinu sé brugðið upp mynd, vakin stemmning í stað þess að rök ræða hlutina. — Þú átt við þetta gamla, að fólk eigi að skynja en ekki skilja. Skáldskapur er eftir þeirri kenningu sérstak iega aðgengilegur fyrir kven fólk ! — Að þessu síðasta slepptu þá er kannski meiri ástæða til að fólk skynji ljóð frem- ur en skilji þau. Eins og sér hver maður, er Ijóðið sérstak ur heimur út af fyrir sig. Það lifir fyrst og fremst í sjálfu sér. Af þessari ástæðu getur Ijóðskáld leyft sér að tala um hluti, sem eru yfir- skilvitlegir. Tökum dæmi. Ég segi ljóði: Hláturmilt tunglskin bindur slaufu á vindinn. Þarna er fyrst og fremst að skynja ; — hér er dregin upp mynd, — þannig hefur þetta verkað á mig. — Þetta er einnig í samræmi við það, sem Ionesco segir um nú- tíma leikhús: „Mér er meira . í mun að skapa leikhúsverk en skrifa stjómmálaræður.“ Til frekari skilgreiningar: Það vefst enn fyrir fólki að skilja, að málverk er mál-. verk, en ekki hundur eða köttur. Þetta er þó ákaflega einfalt Eg álít, að kínversku skáldin hafi gert sér þetta ljóst, — en aftur á móti kemur fram meðal german- skra skálda viljinn til að pré- dika. — En langar skáldið ekki oft til að breyla til batnað- ar — að innleiða nýjar stefn- ur og betri lífsviðhorf ? — Kommúnistaskáldið NE- RUDE getur þetta. Honum er mikið í mun að boða kommúnisma, en þótt grunn tónn skáldskapar hans sé boðskapur um nýja Ameríku, notar hann í ljóðum sínum algild ljóðræn tákn, sem — vegna þess, hve þau: eru al- gild, — hrífa einnig and- stæðing hans í skoðunum, — ljóðið stendur fyrir sínu — hefur sitt gildi — sem ljóð. — En það eru ekki nema fáir, sem geta þetta. Og það er aukahlutverk; — aðalhlut verk skáldsins er að skapa Ijóð. — Ljóð? Hvað. er ljóðið? — Ljóð, hvað það er — við skulum ekki reyna að kom- ast til botns í því, — en ég lít á ljóðið sem mynd. Orðið er mynd. — Ef þú vilt, að ég skýri þetta nánar: T. d. orðið stjarna í ljóði: Þá sjáum við fyrir okkur stjörnu á himninum. — Það er í samræmi við þessa myndskýringu ljóðs- ins, sem þú notar öðrum skáldum fremur liti eða lita- nöfn í ljóðum þínum. - t ý " Já, það má segja það. Ef Þá erum við komin enn nær liturinn skapar viss hughrif í ákveðnu ljóði nefni ég hann, annars nefni ég hann ekki. — Mætti ekki með öðrum orðum segja, að þú notaðir litina til að skapa myndina. skýringunni. — Jú, ég geri það, ef ég vil hafa hana sérstaklega lita, — annars getur verið,. að hún sé svartlistarmynd. Framhald á 35. síðu. VWWWWWWWWWW%MWMWmvWt%WWWWMWMWHMWWWWMWWWMWi VIÐTAL VIÐ JÓHANN HJÁLMARSSON | itWWWWWWWWWWWMWWWWWWWMWMHWWWMWWMMWWWWWW Jólabók Alþýðublaðsijis 1361 &
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.