Alþýðublaðið - 24.12.1961, Page 41

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Page 41
Bréf frá íslenzkum trúhoöa á Grænlandi NANORTALIK l ; ; \ • 1 Falleg er innsiglingin til Nanortalik. Þetta þorp, með rúmlega 750 íbúa, er byggt á klettaeyri, sem hefur eins og teygt sig út frá næsta fjalli, sem er skammt frá þorpinu. Það, sem vekur fyrst athygli manns, þegar stigið er í land, eru stóru kJettabjörgin, sem liggja eins og hráviði um þorpið og myndu valda erfið- leikum við staðsetningu hús- anna, ef um nokkuð skipulag væri að ræða. Margir þessara sleina standa einir sér, aðrir þétt saman. Ekki er ólíklegt, að þessi björg hafi borizt með ísjökum á iöngu liðnum öld- um, því að þau liggja ofan á jarðveginum_ Ekkert er gert til að fjarlægja þau, og virð- ast þau ekkert vera fyrir ennþá, þar sem húsin eru staðsett hér og þar næstum eins og hverjum sýnist. Hér er heldur lítið um stærri bygg ingar. Fjölmargir Eskimóar búa nefnilega í smá kofum. Sumir þessara kofa ero svo hrörlegir, að maður stanzar til að skoða þá. Sum- ir þeirra eru hreint út sagt engir mannabústaðir, svo öm- urlegir eru þeir. En meðat Eskimóanna er ekki spurt að því. Þeir virðast ánægðir með sína litlu og frumstæðu kofa, ón nokkurra þæginda af einu eða neinu tæi. Fáir hafa garða í kringum hús sín. Ég hef ekki séð neitt tré gróður- sett hér í Nanortahk. Margir ganga sóðalega um. Matarúr- gangi og ösku fleygja margir bara út fyrir dyrnar, og mörgu öðru drasli, sem ó- Barnaheimlið Sólargeislinn. Hinn 25. júlí fékk ég svo bátsferð til Nanortalik, en svo heitir staðurinn, sem ferð minni var heitið til. Lagt var af stað klukkan sex um morg uninn og svo fór aliur dagur- inn í ferðalagið. Yið náðum ekki höfn fyrr en klukkan 9.30 um kvöldið. Veðrið var alveg skínandi gott þennan dag: logn, sólfar og stilltur sjór. Ég var mest- allan tímann uppi á þilfari, því að gaman var að sjá „Þar bíða vinir í varpa, — sem von er á gesti.“ uðu meir og meir eftir því sem sunnar dró, og þar uppi á hæstu tindunum lá snjór- inn í djúpum sköflum. Nokk- ur þorp voru á leið okkar, og komið var til tveggja þeirra. Leiðin, sem farin var, virtist mér falleg. Ég var alveg gagn tekinn af þessu mikla land- flæmi, sem var svo strjál- byggt. Eg var alltaf að líta eftir því, hvort ég sæi ekki sauðfé á öllum þessum grænu afréttum, en ég gat ekki kom ið auga á það, nema þegar nær dró þorpunum, þá sáust nokkrar kindur á beit en ekki meir. Úti fyrir öllum þorpun- um voru menn að fiska á smá kænum, einn og einn maður í bát. Þeip höfðu handfæri og veitti ég því eftirtekt, að þeir þurftu ekki að „skaka“ lengi þar til beit á. Á allri þessari leið var fullt af fljótandi ís- jökum, þó ekki ísbreiðum. Sumir jakanna voru mjög INanortalik. j! DÖKKA fjallið hægra meg !; inv ið k rkjuna, er langt ; [ frá þorpinu. Þar á milli er !! breitt sund sem skip sigla ; [ í gegnum, er þau fara til % Julianeháb. Þau sigla !; milli fjallanna. — Mynd'n ;! sýnir þó eins og þetta allt !> væri land. ;! MÍN FYKSTU KYNNI AF GRÆNLENDINGUM EFTIR að hafa skoðað hinar fornu Islendingabyggðir í Grænlandi með fyrsta ferða- mannahópnum, sem fór á veg um Flugfélags íslands sl. sumar, fór ég eins og leið liggur með bát frá Narssar- suaq áleiðis til Julianehab. Það er þónokkuð löng leið. Með saémilega ganggóðum bát er reiknað með átta tím- um, en sá bátur, sem ég fór með, var nokkuð lengur á leiðinni. Við sigldum gegnum allan Eiríksfjörð. Hann er ekki breiður, svo að það sá vel til lands á báðar hliðar. Lítið er um byggð á allri þessari leið, þó sýndust mér möguleikar til ræktunar á mörgum stöðum og gott hag lendi fyrip sauðfé. Að sjálf- sögðu vantar hér fólk til að dreifa sér um landið. Julianeháb er nokkuð snotur bær og hefur fallega innsiglingu. Innaf bænum er langur dalur svo að segja fullur af stöðuvatni, en í því eru nokkrar smáeyjar. Úr vatninu rennur lækur, og rennur hann gegnum bæinn og fram í sjó. í vatninu er „Menn lifa bara fyrir líðandi stund, - safna engum vetrar- forða, en kaúpa danskt hey á vetrum fyrir 75 aura kílóið" töluverð lax- og silungsveiði. Ég kunni vel við mig í Juli- aneháb, en stanzaði þar að- eins í þrjá daga. Minn á- fangastaður var miklu lengra í suður. Sænsk kristniboðs- stöð var minn gististaður. Þar var ánægjulegt að vera, en sá, sem hana byggði, er mörg um íslendingum að góðu kunnur. Nú starfar hér norskur trúboði, sem áður var í Færeyjum. SIGLING EFTIR ÍSA-FJÖRÐUM landslagið. Mér fannst við sigla í gegnum firði alla leið- ina, því að það sást svo vel til beggja hliða. Mér fannst merkilegt, að fjöllin stækk- stórir, næstum eins og smá hús í laginu, það sem ofan- sjávar var, en við sjálfan sjávarflötinn breikkuðu þeir nokkuð. Jólabók Alþýðublaðsins 1961 —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.