Alþýðublaðið - 22.05.1962, Síða 3

Alþýðublaðið - 22.05.1962, Síða 3
SÍAM? BANGKOK, 21. maí. (NTB-Reuter). Sendiherrar Ástralíu og Nýja Sjálands í Bangkok neituðu I dag: að afsanna eða staðfcsta frétt, er liöfð er eftir heimild, sem venju- lega er áreiðanleg, að Thailend- ingar hafi tekið við tilboðum frá þessum tvcimur ríkjum þess efnis, að senda hersveitir til landsins. Heimildir, sem venjulega eru áreiðanlegar, herma þó, að menn SOUVANNA PHOUMA Thanat Khoman utanríkisráð- herra muni skýra opinberlega frá málinu á blaðamannafundi í fyrra málið. Sömu heimildir herma, að brezku stjórninni liafi enn ekki borizt svar við tilboði sínu um að séu sammála um tilboð þessara tveggja ríkja, og 'búizt er við, að senda sveit orrustuflugvéla frá Singapore, en gefið er í skyn, að einnig verði fallizt á þetta til- boð í fyrramálið. Ekki hafa borizt neinar fregn- ir frá Laos þess efnis, að her- menn Pathet Lao, sem hlynntir eru kommúnistum, hafi haldið sókn sinni áfram eftir landsetn- ingu bandarískra hermanna í Thai landi. Samkvæmt frétt fréttastof- unnár í Norður Vietnam er Souphanouvong prins foringi Pathet Lao, fús til þess að ræða við hina prinsana tvo um myndun samsteypustjórnar, er bundið gæti enda á borgarastríðið, en um myndun slíkrar stjórnar hefur ver ið rætt mánuðum saman. í London er sagt, að Home lá- varður, utanríkisráðherra Breta, liafi alls ekki gefið Souvanna Phouma tryggingu fyrir því, að Bretar muni ekki senda hersveit- ir til Laos, þegar utanríkisráðherr ann ræddi við Laosleiðtogann á laugardag. Souvanna Phouma hafði skýrt blaðamönnúm í Ran- goon svo frá, að Bretar mundu ekki senda hermenn til Thailands. Bretar hafa boðið Thailandi að-1 stoð, en annars leggja Bretar | megináherzlu á pólitíska lausn, sagði brezkur talsmaður. Formaður skipulagsnefndar bandaríska utanríkisráðuneytisins Walter Rostow, sagði í dag, að á- standið í Vietnam liti miklu bet- ur út nú en fyrir hálfu ári. í Rangoon sagði Souvanna Phouma á sunnudaginn, að fljót- lega mætti vænta góðra tíðinda um ástandið í Laos. Hann kvað sennilegt, að hann, foringi Pat- het Lao, Souphanouvong prins, og foringi hægri sinna, Boun Oum prins, mundu lialda fund bráð- lega. Auk þess sem hann kvað Home lávarð hafa lofað sér því, að engar brezkar hersveitir yrðu sendar til Thailands, sagði hann, að bandaríska stjórnin hefði heit- ið honum því, að bandarískar her sveitir yrðu ekki sendar til Laos. Sendiherra USA í Vietnam neit- aði því á sunnudag, að bandaríski herinn hefði lialdið inn í Laos, þ. e. landgönguliðar. mwwwwwwwwww. Dalvík, 21. maí. EINHVER sýki virðist hafa komið upp í kindum hér, svipuð þeirri og sagði frá í blöðum, að herjaði á fénað í Hrunamanna- hreppi. Ærnar láta Iömbunum án þess að bændur viti nokkra sér- staka ástæðu til þessa, en dýra- læknar hafa ekki getað hjálpað. Sauðfjárveiki þessi hefur náð sér illa niðri á ýmsum bæjum hér inni í sveit. Línubátarnir, sem héðan róa, hafa aflað dável að undanförnu og nóg er um vinnu. Unga fólk- ið hefur að mestu dvalizt lieima í vetur, því að annars staðar er ekki um að ræða betri kjör en það hefur hér. Fram til þessa hefur verið kalt og hryssingslegt veður, en í dag virðist ætla að breyta til batnað- ar og sólin skín. — K. J. V. STOCHL, Tékkinn, sem í dag heldur frá íslandi eftir misheppnaða tilraun til að stofna til skipulagðra njósna hér á landi, neitaði með öllu að svara spurningum blaöa- manna, þegar Alþýðublaðið reyndi í gærkvöldi að hafa sam band við hann. Hann lét bera Alþýðublaðsmönnum þau skila boð úr herbergi sínu nr. 404 á Hótel Borg, að hann vildi ekki taka við blaðamönnum og mundi livorki svara munnleg- um né skriflegum spurningum frá þeim. Árni Sigurjónsson, starfs- maður hjá útlendingaeftirlit- inu, sem gætti Stochl, hafði milligöngu um að koma skila- boðum til hans. En Árni gætti þess vandlega, að blaðamenn- irnir gætu ekki héð inn í licr- bergið, þar sem Tékkinn beið morguns — og brottferðar. — Myndin er af Árna í dyragætt- inni á herberginu, og er hún tekin uin miðnætti í gær. Vlastimail Stochl er fæddur .VsðR.l 29. nóvember 1923 í bænum Zajecon í Tékkóslóvakíu. Hann á að baki fimm ára starfsferil á vegum tékkneska sendiráðs- ins í Reykjavík. Hann er gift- ur og á tvö börn og mun ann- að þeirra fætt á íslandi. íslenzkur maður, sem kynnt- ist Stochl, tjáði Alþýðublaðinu I gærkvöldi, að hann kæmi vel fyrir. Lítið eða ekkert virtist hann hafa lært af íslenzku meðán hann dvaldist hér, og notaði hann ensku í viðskipt- um sínum við íslendinga. WWWWWWWWW%%WWWW*WW wswwtwwwtwwwwwwwww* Neyðaróp upp um alla veggi djarftækir til þeirra al- menningsfyrirtækja, sem þeir ráða, og fara með þau alveg eins og hrein flokksfyrirtæki væru. Þannig hringdi einn af lesendum blaSsins í gær og benti á, aS búiS væri aS klína framsóknaráróSri um alla Bændahöll. Sömu sögu er aS ; segja um byggingar SÍS viS Kirkjustræti og hús Samvinnu-' trygginga í Bankastræti. FRAMSÓKNARMENN gerast WWVWVWWWVWWWWWWWWWtVWMWWWHWWWWVMWWWVWWM ALÞÝÐUBLABIÐ - 22. maí 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.