Alþýðublaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 5
Kosningar í Aisír 12. ág Algreirsborg og: Rabat, 10. júlí. (NTB-AFP). BRÁÐABIRGÐA-stjórnarnefnd- In í Algier, ákvað, að kosningar til löggjafarþings landsins skyldu fara fram 12. ágúst. Jafnframt á- kvaíi nefndin, að þeim, sem framið hefðu afbrot fram til 3. júlí s. 1., skyldu géfnar upp sakir. Þá hefur nefndin bannað sölu ýmissa franskra blaða í Algier. Er hér fyrst og fremst um að ræða París- arblöðin L’Aurore og Le Parisien Liber, sem bæði eru þekkt fyrir hægri afstöðu sína og fylgi við hugmyndina um franskt Algier. Þrír háttsettir foringjar úr algierska þjóðfrelsisflokknum fóru í dag til Rabat til að taka þátt í sáttaviðræðunum milli hinna stríð- andi hluta stjórnarinnar. Þeir eru Mohndoul Hadj, ofursti, Hac- ene, majór, og dr. Hermtuche Are- Ziki. Mohammed Ben Bella, vara-for • sætisráðherra, og fyrrverandi inn- anríkisráðherra, Mohammed Khid- Laossamn- ingur í júlí Genf, 10. 7. <NTB —Reuter). SAMNINGUR, er tryggja skal sjáifstæði, einingu og hlutleysi Laos verður undirritaður í Genf einhvern síðustu dagana í júlí. MWWWHWMWWWHWM Sígarettu- verðhækkun í SÍÐUSTU viku hækkuðu' l-sígarettur I verði um kr. 2,40 pakkinn. Ilækkunin í heildsölu; nam tveim krónum sléttum á hvern pakka, en álagningí kaupmanna mun vera 20% og verður því hækkunin kr. 2,40. Það voru aðeins sígarettur sem; hækkuðu. Verð á píputóbaki, vindlum og neftóbaki er ó- breytt. Vera má að það hafi einhvevju; ráðið um þessa hækkun, að þaö! er alltaf að koma betur og bet' ur í ljós að sígarettur eru lang óhollastar alls tébaks, ennfrem ur má geta þess, að sjgarettur! eru fremur ódýrar hér nnðað! við nágrannalöndin. Dýrusíu sígaretturnar eru nú Salera og; kostar pakkinn af þeim kr.; 24.65, ódýrastar eru Roy, pakk-! inn af þeim kostar kr. 17.45. Þakkab fyrik skemmtifer SÍÐASTLIÐINN laugardag bauð Félag íslenzkra bifreiðaeigenda vistfólkinu á Grund og í Ási í IWWWWWWWWWW1 Ferðafélag Islands FERÐAFÉLAG ÍSLANDS fer tvær sumarleyfisferðir 14. júlí. — Önnur er 9 daga ferð um Bali og Vestfirði. Farin verður m. a. hin nýja Vestfjarðaleið, ennfremur út á Látrabjarg og í Æðey og Vigur í ísafjarðardjúpi. Hin ferðin er 10 daga ferð í Öskju og á Herðu- breið, í Jökuldali og Veiðivötn. Framliald á 14. síðu. BEN BELLA er, áttu í dag þriðja fund sinn með samningamönnum FLN-stjórnarinn ar, þá Bitat, innanríkisráðherra, og Yazid, upplýsingamálaráðherra. Yazid sagði eftir fundinn, að margt benti til, að deilan innan stjórnarinnar mundi leysast á næst unni. Annars eru fundirnir haldn- ir með mestu leynd og ekki gefin út nein tilkynning. Franco gerir breytingar Madrid, 10. júlí. (NTB-Reuter). FRANCO, hershöfðingi hefur á- kveðið að gera nokkrar breyting- ar á stjórn sinni, segja góðar heim ildir í Madrid. Munu hinir nýju ráðherrar eiga að vinna embættis- eið sinn á miðvikudag. Auk breyt- inganna á ráðuneytunum mun Franco nú útnefna vara-íorsætis- ráðherra í fyrsta sinn, Grandes, hershöfðingja. Á það er bent, að skoða skuli breytingar þessar í ljósi umsóknar Spánverja um upptöku í Efnahags bandalag Evrópu. Þá er tekið fram, að hinn nýi vara-forsætisráðherrn Framhald á 14. síðu. Hveragerði i skemmtiferð, eh um langt árabil hefur FÍB sýnt ’vist- fólkinu þessa vinsemd. í þetta skipti var farið um Þing- velli að Soginu og raforkuverin skoðuð i boði Rafmagnsveitunnar, en rafmagnsstjóri Jakob Guðjóhn- sen bauð öllum hópnum til kaffi- drykkju í Valhöll. Formaður FÍB Arinbjörn Kolbeinsson læknir á- varpaði vistfólkið með nokkrum velvöldum orðum, en Aage Lor- inge og Karl Guðmundsson leik- ari skemmtu með hljóðfærastætti, upplestri og leikþætti. Á leiðinni fengu allir stóran poka af allskonar sælgæti og áður en komið var til Reykjavikur aftur voru gosdrykkir og öl veitt af mik- illi rausn, og var ferðin í alla staði mjög ánægjuleg. Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt lögðu. hér fram óeigingjarnt starf, þakka ég af alhug fyrir hönd okkar, á Grund og í Ási. Við vitum að sum- aiið er stutt, og sólardagarnir eru. í þetta skipti ekki margir, og þess vegna kunnum við enn betur að meta það, sem gert er, að gefa af dýrmætum tíma, að við tölum ekki um. hvað þetta allt kostar, -il þess að gleðja þá, sem svo lítið geta farið. Nöfnin eru mörg, en þau. verða ekki nefnd frekar en eadra- nær, en þó vildi ég færa Magnúsi Valdimarssyni kaupmanni og konu hans þakkir fyrir óeigingjarnt og ‘ frábært starf, í sambandi við5 | þessa árlegu skemmtiferð, sem, ,vistfólkið hlakkar til allt árið. ! Gísli Sigurbjörnsson Tilkynning um endurnýjun lánsumsókna o. fl. frá Húsnæðismálastofnun ríkisins 1. Húsnæðismálastjórn hefur ákveðið, að ALLAR fyrirliggjandi lánsumsóknir hjá stofnuninni skuli endurnýjaðar á sérstök og þar til gerð endurnýj unareyðublöð fyrir 20. ágúst næstk. Áherzla er á það lögð, að endurnýja þarf ALLAR umsóknir,, hvort sem um er að ræða viðbótarumsóknir, eða nýjar umsóknir, sem enga fyrirgreiðslu hafa hlotið. Þær lánsumsóknir, sem ekki hafa verið endurnýjaðar lengur meðal lánshæfra umsókna. fyrir áðurgreindan tíma, teljast þá ekki 2. Fyrir alla þá, sem rétt eiga og hafa í huga, að að sækja um íbúðalán hjá stofnuninni, hafa verið gerð ný umsóknareyðublöð. Áherzla er á það lögð að nýir umsækjendur, sendi umsóknir sínar ásamt teikningum, áður en byggingaframkvæm dir eru hafnar. S. Samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi og ákvörðun Félagsmálaráðuneytisins frá 2. júlí sl.’eiga þeir er sannanlega hófu byggingaframkvæmdir við íbúðir sínar EFTIR 1. ÁGÚST 1961, rétt til að sækja um lán allt að 150.000.00 — Eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónur — hámarkslán. Þeir sem áður höfðu hafið framkvæmdir, skulu nú sem áður eiga rétt til .allt að kr. 100.000,00 — Eitt hundrað þúsund kronur, — hámarksláns, hvort tveggja með sömu skilyrðum. 4. Þeir umsækjendur sem samkv. framangreindu telja sig eiga ré.tt til hærra lánsins, skulu auk venju- legra gagna, láta umsóknum sínum fylgja vottorð byggingafulltrúa (byggingarnefnda) um hvenær grunngólf (botnplata) var tekin út. 5. Fyrrgreind eyðublöð ásamt tilskyldum gögnum hafa verið póstlögð til þæjarstjóra og oddvita um land allt og ber umsækjendum að snúa sér til þeirra, en í Reykjavik til skrifstofu Húsnæðismála- stofnunar ríkisins að Laugavegi 24, III. hæð. Reykjavík, 9. júlí .1963. ? n HUSNÆÐISMALA STOFNUN RIKISINS. MAGNÚS V. MAGNÚSSON afhenti nýlega forseta V.-Þýzkalandsy Dr. Heinrich Liibke, trúnaðarbréf sitt sem ambassador íslands í Ye^tur- Þýzkalandi. Myndin er tekin við það tækifæri. ■ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. júlí 19S2 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.