Alþýðublaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 2
stjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: >rgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 J06. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- amdi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Klofnir og ráðvilltir KOMMÚNISTAR eiga enn við mikla heimil- is erfiðleika að etja. Verður ekki betur séð, en fylk- ir g þeirra sé margklofin og harðvítug valdabar- átta eigi sér stað milli margra og ósamstæðra hópa. J ifnframt virðast kommúnistar sem heild ekki geta l^yst grundvallar skipulagsmál, né komið sér sam- aíi um, hvernig þeir eigi að starfa í næstu framtíð. Eftirfarandi'staðreyndir vekja athygli manna, sem glöggt fylgjast með í stjómmálaheiminum : 1) Flokksþing Sósialistaflokksins átti að fara fram síðastliðið haust. Því var frestað fram í marz —apríl í ár. Þá var því aftur frestað fram yfir bæjarstjórnarkosningar, til að varðveita einingu I í flokknum, sem ekki var of góð þrátt fyrir það. : Skyldi flokksþingið koma saman um mánaða- I mótin júní-júlí. Nú er sá tími liðinn og ekki ból- | ar á þinginu. Því hefur enn verið frestáð til | hausts ! 2) Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur átti 1 að fara fram skömmu eftir nýár í vetur. Honum var einnig frestað og var hann ekki haldinn fyrr | en eftir kosningar. Brynjólfur Bjarnason var þar loks píndur til að láta af formennsku, og Páll Bergþórsson kjörinn. 3) Deilurnar í Kópavogi hafa gert ástandið í fylk- ingunni erfiðara en nokkru sinni. Finnbogi Rút- ur Valdimarsson er nú kominn í þá stöðu, að flokkurinn verður að fara mjög varlega með hann og fylgismenn hans. 4) Skipulagsmálið, sem kommúnistar ekki geta leyst, er þetta: Á að standa við gömul loforð við Hannibal um að Sósíalistaflokkurinn renni inn í Alþýðubandalagið og það verði baráttu- tæki framtíðarinnar ? Eða á Sósíalistáflokkur- inn að vera til áfram á bak við tjöldin, en Al- þýðubandalagið að vera stundarflík, sem skart- að er, meðan gagn þykir að henni ? Frestun flokksþingsins fram á haust er ótví- ráett vitni þess, að ósamkomulagið er meira en nokkru sinni innan flokksins. Verður nú reynt að breiða yf ir það — og alveg sérstaklega að haf a Finn- boga, Hannibal og aðra aftaníossa góða — fram ýfir Alþýðusambadskosningar. i ‘ Kojnmúnistafylkingin er eins og vagn, sem rennur áfram af sjálfu sér, meðan margir berjast lim ekilssætið. Flokkurinn er í rauninni stefnulaus í íslenzkri pólitík, hvort sem litið er á dægurpóli- tjk eða framtíðarbaráttu. Þjóðviljinn heldur á- fram Rússadekri. en það er langt síðan heyrzt hefur sÖsíalistísk hugsun í blaðinu eða stuðningsmönn- um þess. ÚTSALAN Á SKÖFATNAÐI stendur aðeins fáa daga ennþá. — Allt á að seljast, en síðan verður verzlunin lokuð um tíma vegna breytinga. — Notið tækifærið og gerið góð kaup á margs konar fyrsta flokks skófatnaði. Skóbúð Reykjavíkur Aðalstræti ylting i netagero KRISTJÁN G. Gíslason stór- kaupmaður bauð á Iaugardag blaðamönnum á fund í tilefni . þess að fyrirtæki hans hefur haf ið innflutning á nýjum hnúta- lausum netum frá Ítalíu. Er talið að net þessi eigi eftir að valda bylingu á sviði netagerðar og við gerða á netum. Hér á landi dvel ur nú maður frá tíölsku verk- smiðjunum, Jean Henry Gamet að nafni, og kynnti hann kosti netanna umfram þau eldri. Gam et er meðeigandi í vcrksmiðjun um, auk þess sem hann er ínikill unnandi lista, hefur m.a. skrifað leikrit sem nú er sýnt í Róm, og gefið út ljóðabók í landi sínu. Fyrirtækið sem framleiðir hnútalaus net heitir Carlo Badin- otti og er það fyrsta fyrirtækið í heiminum, sem framleitt hefur ’hnútalaus net, og er nú lang- stærsti framleiðandi þeirra. Norð raenn hafa þegar gert kaup á yfir 100 nótum, og hafa þær reynzt af burða vel. Eru þrír aðilar íslenzkir búnir að festa kaup á hnútalausum net- um, og fleiri hafa beðið um við gerðarefni, því að ágætt er að gera við með hnútalausu. Alls munu vera 15 netagerðar- menn á íslandi, og á laugardag hafði Kristján G. Gíslason, en hann hefur umboð fyrir Badin- otti, náð sambandi við 12 þeirra og leizt þéim öllum hið bezta á hnútalausu netin og margir gerðu þegar pantanir. Helztu kostir hnútalausra neta eru: Möskvarnir eru nákvæmir og réttir. Þeir breytast ekki, því að engir hnútar eru sem geta dreg- ist til. Netið er mjög slétt. Engir hnútar nuggast og slitna, en það er mjög mikilvægt þegar kraft- blökk er notuð. Styrkleiki netsins er hinn sami, þ.e.a.s. netið slitnar ekki um hnúta. Hnútanet missa um 40% af styrkleika sínum við að vökna, en hnútalaus aðeins um 10-15% þar sem þræðirnir mæt- ast. Hnútalausu netin sökkva fljót- ar en hnútanetin, vegna þess að loftbólur myndast alltaf í hnút- unum, sem seinka sökkvuninni. Þetta atriði töldu norskir sjó- menn sérlega mikinn kost, en í Noregi er komin talsverð reynsla á netin. Hnútalausu netin veita minni mótstöðu í straumi heldur en hnútanetin. Er það mjög hag- kvæmt, einkum á miðunum íyrir austan land. Engar breytingar verða á við gerður nýju netanna, og er jafn vel fljótlegra að bæta hnútalausu netin, vegna þess að þau slitna alveg eins á leggnum eins og um hnútinn, og það raknar ekki upp frá einni rifu á netinu. Badnotti-fyrirtækið hóf fram- leiðslu hnútalausra neta eftir f jög urra ára rannsóknir, og tekur fyr irtækið ábyrgð á því að þræðirnir rakni ekki upp og möskvarnir haldi sér. Hefur fyrirtækið nú framleitt hnútalaus net í þrjú ár, og selt til notkunar yfir 450 þús. kíló af netum, og hefur enn ekki frétzt um að nót hafi rifnað, þrátt fyrir það að mjög stór köst hafi fengizt allt að því 2000 tunnur. Er það mjög mikils virði að net in rifni ekki undan mjög stórum köstum en það hefur viljað brenna við hjá íslenzkum fiski- skipum. Hnútalausu netin eru framleidd í öllum garnstyrkleikum eða frá, 210/3 til 210/120. Kristján G. Gíslason hefur nú selt net í 30 ár, og telur hann að þessi nýjung sé það sem koma skal, mesta bylting, sem orðið hef ur í framleiðslu neta. Yerð netanna er tiltölulega mjög lágt, eða eitthvað svipað og japönsku næturnar, en þær eru þær ódýrustu á markaðinum. Stafar hið lága verð af miklum hraða í gerð netanna, þar sem hægt er að spinna þráðinn um leið og netið er gert. Umboðsmaður Badinotti, Henri Gamet, hefur einu sinni áður kom ið hingað til lands, í febrúar sl., og hreifst hann þá mjög af land inu, og nú í þetta sinn tók hann konuna með. Hafa þau ferðast í boði Kristjáns G. Gíslasonar víða um landið og einnig kynnt sér íslenzka málaralist. Hreifst Gamet mjög af málverkum Ás- gríms Jónssonar, og skipaði hon um á bekk með mestu málurum heims. Einnig var hann hrifinn af verkum Kjarvals. Sagfíi hann að ísland væri paradís fyrir expressi onista, vegna þess hve mikil lita dýrð væri hér á landinu. Gamet hefur ferðast víða um heim í starfi sínu, og kynnst mörgum ó- líkum þjóðum. Hefur hann m.a. selt net til Indlands, Afríku, Rússlands og yfirleitt til allra helztu fiskveiðilanda heims. 2 11. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.