Alþýðublaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 12
Rólegur nú, gamli minn. Þá mun hvor- Farðu, seppatetur. — Eg skal árciðanlega ekki segja húsbónda þínum eftir þér. IJffiir nlrlror ívtio 'nninni «. / > • Fátæki Jói oq hundur hans „Það geri ég,” sagði Jói. Yfirskógarvörðurinn taldi fram peningana og sagði ekki meira, en hann var að hugsa um það, að kæmi nú til þess, að gamli skógarhöggsmaðurinn dæi, þá gæti hann komið gömlum frænda konunn- ar sinnar í síarfið. Þessi gamli frændi var honum til leiðinda og þyngsla, þar eð skógarvörðurinn varð að lofa honum að vera á sínu heimili. En pabbi Jóa dó ekki strax, hann lifði enn í mán- uð og allan þann tíma hugsaði Jói um hann eins og hezta hjúkrunarkona og vann þar að auki fullt starf úti í skógi alla daga. Kaupið, sem pabbi hans fékk var svo lítið, að það dugði þeim alls ekki, þó Jói sparaði eins og hann gat, og þess vegna várð hann að selja hinar litlu eigur þeirra smátt og smátt til bess að vel gæti farið um föður hans síðustu dagana, sem hann lifði. Á fjórða þriðjudegi eftir að pabbi Jóa hafði veikst — var búið að selja allt í kofanum nema stólinn og giftingarhring, sem mamma hans Jóa hafði átt. Þá dó líka pahhi hans og Jói fór í fyrsta -skipti á ævi sinni að hugsa um framtíðina. Eg lít veikindaXega út alls staðar að Hann hugleiddi hana samt ekki lengi. Hann var átján ára, myndarlegur piltur, liðugur eins og íkorni og það eina, sem hann hafði lært, var að beita liöndunum við skógarhöggið. Þess vegna á- kvað hann, að sækja um starfið, sem pabbi hans hafði haft. Þegar hann fór næst til að sækja kaupið sitt, sagði hann við tskógarvörðinn: „Pabbi getur ekki framar unnið fyrir yður.” „Hvernig stendur -á því,,£ sagði skógarvörður- inn, og vonaði allt hið bezta. KASH- MIR Framhald af 13. síðn, ennfremur áherzlu. á-að banda- 'lag þeirra við vesturveldin sé lireint varnarbandalag. Þeir benda á, að Indverjar séu hinir hálustu í viðskiptum og iiafi aldrei haldið neina samn- inga um Kashmir. Ennfremur, að Indverjar hafi nú nýlega flutt fimm herfylki inn í Kashmir og spyrja svo, hvort ekki sé ástæða til fyrir þá, að óttast stríð. Indverjar halda því hins vegar fram. að samningar Pakistan við Kínverja séu svívirða og telja slíka samninga verri en nokkuð það, sem gert hefur verið síðan Hitier undirritaði samninginn við Stalín. Pakistan hefur samþykkt fyrir sitt leyti að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu í Kashmir, en þegar brezkur blaðamaður, sem þessar upplýsingar eru haiðar eftir, minntist á það mál í Nyju Dehli, mætti honum kaldhæðni Honum var bent á, að þjóðarat- kvæði væri ekki eitt af þeim lýð- ræðisvenjum, sem Bretar hefðu kennt á meðan þeir réðu Ind- landi. Fegurð Kashmir dregur að sér fólkið í sumarleyfinu, og Nehru, sem er fæddur þar, telur landið vera „hold af okkar holdi, og blóð af okkar blóði". En spurn- ingin er, hvort það sé fegurð landsins,’ sem dregur þá félága Krústjov og Mao Tse Tung nð. SIGURVIN EINARSSON al- þingismaður og kona hans Jörína Jónsdóttir hafa gefið Þjóðminja- safninu merkilega altaristöflu úr kirkjunni í Saurbæ á Rauðasandi, Sigurvin er eigandi jarðarinnar og kirkjan bændaeign. Tafla þessi .er máluð vængjatafla með mynd af Birni Gíslasyni sýslumanni (1650--1679) og konu hans Guð- rúnu Eggertsdóttur (1637 — 1724); þetta er því öðrum þræði minn- ingartafla um þau hjónin, en á vængjum hennar eru margar smærri myndir úr lífi frelsarans. Guðrún Eggertsdóttir bjó hartnær hálfa öld ekkja í Saurbæ og átti miklar eignir á Rauðasandi og víðar. Bæði voru hjónin af þekkt- um höfðingjaættum. og fara af þoim ýmsar sögur. Taflan hefur aRa tíð verið í Saurbæjarkirkju, en nú um sinn ekki höfð yfir altari, vegna þess að ný tafla hefur verið gefin kirkjunni, og gerðu það alkomendur hjónanna Ólafs bónda Thorlacius og Halldóru Aradóttur. (Frétt frá Þjóðminjasafninu). 12 31. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.