Alþýðublaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 16
 ★ ÞAÐ líður senn a'ð því að Hótel Saga verði opnað, eða hluti af því. Gistiherbergi á ' einni hæðinni eru þegar til- búin, og eru þessar myndir | úr 2ja manna herbergl. Eins ! og áður hefur komið fram í ! fréttum er mjög til alls vand- r - að, teppi á öllum gólfirm- allur efniviður upp á það bezta og húsgögn eftir nýj- ustu tízku. Öll möguleg þæg- indi era I herbergjunum, flísalagðir baðklefar, stórir og rúmgóðir skápar, útvarp, sérstakar vekjaraklukkur, bjöllur til að hringja á þjón- ustuliðið og gert er ráð fyrir sjónvarpi. Enn er mikið ógert í veitingasölunum, og er tæpt á þvi, að hótelið verði opnað um næstu helgi eins og ráð var fyrir gert. Allt hótelið verður að sjálfsögðu ekki til- búfð fyrr en eftir langan tíma, og verður aðeins hluti þess tekinn í notkun í sumar. i'vyyV":': 'V' •: . ■• ::........................ ' ■ - ;•• • • •HHHHH - . mmmia i’ * 1e3b35k8s>>' • 1' ■ l> M W0P. Hér er hann! Þetta er endurvarpslinötturinn „TEL- STAR”, sem Bandaríkjamenn sendu á braut kringum jörðu í gær. Smíði hans og sending út í geiminn veld- ur byltingu á sviði útvarps og sjónvarpstækja. Við segjum nánar frá þessu vísindaafreki I blaðinu í dag. 43. árg. — Miðvikudagur 11. júlí 1962 — 156. tbl. NYTT JARÐFRÆÐI- UNDANFARIN átta ár hefur Guð- mundur Kjartansson, jarðfræðing ur, unnið að gerð jarðfræðikorts af íslandi. Kort þetta verður í mælikvarða 1:250.000 og á níu kortblöðum. — Fyrir tveim árum kom fyrsta blað- ið út og náði það yfir suðvestur- landið, nú er komið út annað blað, sem nær yfir miðsuðurland. Jarð- fræðikortið er gefið út á vegum Menningarsjóðs. En verkið er unn ið á vegum jarðfræði- og land- fræðideildar Náttúrugripasafns tslands. Margir aðilar hafa lagt hönd á plóginn til að vanda þetta verk sem kostur er og virðist það hafa tekizt hið bezta. Guðmundur Kjartansson, jarð- fræðingur, sem hefur haft veg og vanda af gerð þessa korts áætlaði það í upphafi tíu ára verk að gera slíkt kort, sem næði yfir allt land- ið. Það hefur nú komið á daginn að verkið mun taka allmiklu meiri tíma, einkum vegna þess að fé hefur skort til ýmissa hluta. Við verkið styðst Guðmundur að sjálfsögðu við eldri kort og ýmsar aðrar heimildir, samræmir þær og breytir í samræmi við það sem komið hefur nýtt í ljós. Mikið hef- ur verið stuðst við Jarðfræðikort Þorvalds Thoroddsen, sem kom út árið 1901, og er það að mörgu leyti fyrirmynd að hinu nýja korti.. Kortið er teiknað hjá Landmæl- ingum íslands, en prentað í Litho prent. Það er prentað á mjög vand. aðan pappír og virðist prentunini hafa tekizt mjög vel. Erlendir jarð- fræðingar, sem séð hafa þetta kort, ljúka miklu lofsorði bæði á prent- un og litaval á kortinu, sem þykir hafa tekizt mjög vel. Næst verð- ur gefið út blað með korti yfir Mið-ísland og er þegar byrjað aS teikna það til prentunar. Standi féleysi framkvæmdum ekki fyrir þrifum, er áætlað að gefa út eitt blað á ári, unz öll eru komin. Hvert mun kosta um sextíu krón- ur og er það ódýrt miðið við sam- bærileg erlend kort. MMWMWMHUHWWHIMW1 Sjá nánar um Telstar NYJUNG I MJOL- FRAMLEIOLU SR SÍDASTLH>H> haust voru tekin í tiotkun tæki hjá Síldarverksmiðj- um ríkisms á Siglufirði til þess að vinna mjöl úr soðkjarna. Mjölið, fiem unnið er úr kjarnanum er kall að soðmjöl. Er það mun bætiefna- rfkara en venjulegt síldarmjöl. Að- clns munu vera til ein slík tæki í Evrópu, fyrir utan þessi tæki á Sigluftrði, eni þau í Esbjerg. Tæk- «n á Siglufirði eru framleJdd hjá ðönsku fyrirtæki. Það eru ekki ýkjamörg ár síðan farið var að vinna soðkjarna úr síldarsoði, sem áður rann í sjóinn frá verksmiðjunum. Vilhjálmur Guðmundsson, verkfræðingur hjá SR hefur tjáð blaðinu að nu sé ekki hægt að reka síldarbræðslu án þess að nýta þetta soð. Úr síldarsoðinu er framleiddur soðkjarni, eða soðkraftur í sérstök um eimingartækjum. Þessi soð- kjami er þykkur, brúnn vökvi, sem inniheldur um 50% mjölefni og 50% vatn. Fyrir nokkrum árum var j Framhald á 14.; síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.