Alþýðublaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 4
Guðmundsson: ERLENÐ tlÐJNDI RÆTT var í síðustu viku hér í dálkunum um stjórnmálaá- standið í Brazilíu og virðist því ekki úr vegi að athuga nokkuð nánar stjórnmálaástandið í Suð- ur- og Mið-Ameríku í hcild. Einkum er ástæða til að ræða Perú, þar sem forsetakosni'ngar eru ný afstaðnar, en allar líkur eru fyrir því, að herinn hvggist virða þær að vettugi. Hið sorglega við ástandið í þessum heimshluta er það, að eícki er fyrr farið að bóla á ein hverjum framförum á stjórn- málasviðinu en eitthvað það kemur fyrir, sem veldur því, að allt verður ónýtt jafnvel verra eh fyrr. Augljósasta dæmið um þetta er Brazilía, sem á sínum tíma virtist á góðum framfara- vegi, eftir kosningu Quadros í forsötaembætti, en missti það eullna tækifæri og hefur síðan Verið svo til óstjórnandi. > Ef við lítum á Argentínu, sem vafalaust er það land Suður- Ameríku, sem lengst hefur náð, þá er hið sama uppi á teningn um. Þar hefur ríkt hreint upp- lausnarástand síðan Frondizi.for seta var steypt af stóli. Stjórnar skráin var þá numin úr gildi og hefur ekki tekið gildi enn. Verð bólga þar er svo mikil, að málm iðnaðarverkamenn gera lcröfur um 70% hækkun á launum, og erlendum mönnum,, sem fylgj- ast bezt með málum suður þar, kemur saman um, að slík krafa sé ekki ósanngjörn. Það rikið, sem talið er einna traustast í Suður-Ameríku, er Venezuele. Þar virðist horfa nokkuð í framfaraátt sem stend ur, en þó er ekki mánuður síð- an blóðug bylting var bæld þar niður. Af ríkjum latneskju Am- eríku í heild hafa þó Mexíkó og. Uruguay hvað sterkastar stjórn ir, þó að þær hafi að vísu við nokkra erfiðleika að etja. . Ef við- litum á nokkur af þess jm ríkjum, þá kemur í ljós, að :jörnir forsetar stjórna í Chile, Guetamala, Honduras, Panama <}g Equador (auk Perú, sem er líapítuli út af fyrir sig). En sá gallinn, að forsetar í þessum íkjum geta aðeins stjómað að |afninu til, því að þeir eiga við Hiikla erfiðleika að etja, þar asm eru hinar tiltöluléga örfáu :tir í löndunum, sem bókstaf- ga ráða öllu efnahagslífi ndanna og hafa auk þess svo. erk póiitísk áhrif, að óhugs- andi er að ganga gegn þeim. Það var sagt hér að ofan, að Perú væri kapituli út af fyrir sig, og skal það skýrt nokkuð nánar: Þar í landi eru nýafstaðn ar forsetakosningar og voru fram bjóðendur þrír. Einn þeirra, sósíalistinn Haya de la Torre, sigraði með yfirburðum, en nú hefur herinn raunveru- lega sagt, að það skuli aldrei verða, að hann setjist á forseta- stól. Herinn var svo hræddur við Haya de la Torre, að hann vaf þegar fyrir kosningar far- inn að hrópa um kosningasvik. Eftir því, sem hlutlausir aðilar segja, virðist vera alveg ljóst, að alls ekki hafi verið um nein kosningasvik að ræða í kosning- um þessum og fékk Haya de la Torre 15.000 atkvæðum meira en Belaunde Terry, íhaldsmaður sem á móti honum var, og 70,- 000 atkvæðum meira en her for inginn Odría. Nú standa málin þannig í Perú, að þingið verður að kjósa forsetann, þar eð enginn frambjóðenda fékk þriðjung at- kvæða. Mjög miklar ]íi,ur eru á því, að þingið þori ekki að kjósa Haya de la Torre vegna and- stöðu hersins og hinna íhalds- sömu stórfjölskyldna sem styðja Belaunde. Kosningin á að fara fram 28. þessa mánaðar og hef- ur New York Times það eftir Belaunde, að þá verði hann „í forsetahöllinni, fangelsi eða kirkjugarðinum", sem blaðið telur þýða „Það' er ajlt í lagi með kosningarnar, ef ég sigra“ Herinn hefur svo fyrir sitt leyti tilkynnt núverandi forseta, að hann muni ekki fallast á Haya de la Torre sem forseta. Það virðist sem sagt augljóst, að sá maður, sem fékk flest atkvæði við forsetakjörið, eigi ekki að fá að setjast í forsetastól. Það, sem helzt virðist vera að í allri latnesku Ameríku, er í fyrsta lagi völd ríkisbubba, sem árum og öldum saman hafa hald ið meirihluta þjóðanna niðri. Þeir hafa ekki einu sinni leyft mönnum að læra að lesa og ^krifa, um helmingur manna í Brazilíu er ólæs og óskrifandi og í Perú er hlutfallið jafnvel enn verra, en þar mun aðeins fimmtungur þjóðarinnar kunna þessar sjálfsögðu listir. í öðru lagi kemur svo vandinn við að færa efnahagslíf þessara landa í nýtízku horf. Þessar þjóðir hafá öldum saman verið fyrst og fremst framleiðendur hrá- efnis og iðnaður, sem er undir staðtf nútímalífs, hefur tæpast náð að þróast þar að nokkru ráði. Það er svo annað mál, að það er engan veginn víst, að þær yfirstéttir í þessum löndum sem til þessa hafa hagnazt vel á efnahagslífinu, eins og það er hafi neinn verulegan áhuga á breytingum. Ef maður hins vegar vill skoða þessi mál í allra beztu, mögulegu ljósi, þá er það að sjálfsögðu geysilegum erfiðleik um bundið fyrir þjóðir, er búa við svo einhæft efnahagslif, að standa sjálfar undif þeirri gífur legu fjárfestingu, er þarf til þess að umbreyta lifnaðarhátt- um heillar þjóðar. Það þekkjum við héðan af íslandi. Það má því segja, að vandinn við að breyta lífskjörum í latnesku Am eríku sé svo íil óyfirstíganlegur. Bezta og raunhæfasta tilraun in til þessa er hið svokallaða Framfarábandalag, sem Kenn- edy Bandaríkjaforseti hleypti af Stokkum á sínum tíma. Ef sú hugmynd næði verulegri fót- festu, qr enginn efi á, að vel mundi takast. En sú hugmynd hefur rekizt á tvö sker, sem erf itt verður að losna af. Annars vegar koma til hiAir róttæku þjóðernissinnar, sem vantreysta hugmyndinni af því að liún kem ur utan að, og þar að auki frá ríka bróðurnum í norðri. Hins vegar eru svo afturhaldssamar stjórir í ríkjunum sjálfum og „Big Buisness" í Bandaríkjun um, sem óttast, að með þessu móti verði opnað fyrir flóðgátt ir byltinga. Allt um það, er enginn efi á því, að þessi hugmynd er sú bezta, sem fram hefur komið, og raunverulega sú eina, sem nokk ur von er um að geta borið á- rangur. Framfarabandalagið heimtar umbætur innanlands áð ur en til aðstoðar kemur. Það heimtar félagslegt réttlæti til handa þegnunum, áður en að- stoð er veitt. Þarna er komið að kjarna málsins, og ef þessu bandalagi tekst ekki að koma hinum nauðsynlegu umbótura á, þá er vandséð að nokkur geti það. Þá verður ekki nema um tvennt að ræða: áframhaldandi kyrrstöðu og eymd eða blóðuga kommúnistíska byltingu. Peningarnir og vopnin, sem fundust í bílnum. LLUR FENG I SIÐUSTU VIKU fundus* í ,,skottinu“ á bíl einum í Jersey City í Bandaríkjunum 2,4 millj. dollarar í peningum. Bíllinn, sem þessi risafjárhæð fannst í, er fjog urra dyra Plymouth bill frá 1947 rykfallinn, hjólalaus að aftan og að öllu leyti í ömurlegu ástandi. Bíllinn stóð í lélegum bílskúr úr rauðum múrsteini í öngstræti. Á- stæðan til, að hann fannst yfir- leitt var sú, að fasteignasali einn þar í borginni hafði keypt skúr- inn og átti að fara að endurnýja hann. Þegar verkamenn komu til starfa, fundu þeir umgetinn bíl og opnuðu „skottið". Þeim brá all verulega í brún, þegar þeim birt- ust þarna endalausar hrúgur af seðlum í búntum, allt frá fimm og upp í þúsund dollara seðlar í búntunum. Lögreglan fór að sjálfsögðu strax á stúfana og komst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að peningar þessir væru eign afbrotamanns nokkurs að nafni Josepli Vincent Moriarity, sem um þessar mundir situr í fangelsi þar í ríkinu til að afplána tveggja til fimm ára dóm fyrir svik. Náungi þessi virðist vera furðu fugl, sem alltaf hefur starfað einn að glæpum sínum og hefur verið handtekinn tuttugu og átta sinn um síðan 1931 fýrir fjárhættuspil, skattsvik og tryggingasvik, en það er einmitt fyrir hið síðastnefnda, sem hann situr inni núna. Þegar þetta er haft í huga, er ef til vill skiljanlegt, að mannaum- inginn hefur algjörlega neitað að opna sinn túla um það; hvort hann eigi þessa peninga eða ekki Það, sem leiddi lögregluna á spor Moriarotys, var það, að auk peningaseðlanna var þarna líka talsvert af. ríkisskuldabréfum, sem skráð voru á nafn Moriaritys og bróður hans Alfreds, sem mun hafa dáið fyrir fimm árum. í ljós hefur komið, að einhver Anna Petrick er síðasti skráði eigandi títtnefnds bíls, en hann liafði verið gerður upptækur af y ríkissaksóknaranum 1952, þegar Moriarity var handtekinn fyrir fjárliættuspil. Þegar hann var sýknaður af þeirri álcæru, var bílnum skilað íil ungfrú Petrick. Verðlaun fyrir góða blóma- þekkingu 1 sambandi við Skólasýninguna í Miðbæjarskólanum, var efnt. til getraunar af hálfu Skólagarða Reykjavíkur, meðal barna, sem sóttu sýninguna. Spurt var um heiti á 10 tegundum, sumarblóma af 20, sem á sýningunni voru. All mikil þátttaka varð í get- raun þessari og var dregið úr réttum svörum. Hlutu eftirtalin börn blómaverðlaun fyrir að vita öll nöfn blómanna rétt: Anna Kr. Jónsdóttir, Langholtsvegi 92 (10 ára) Ásgerður Haraldsdóttir, Tunguvegi 60 (12 ára) Árni Thorlacius, Kvisthaga 21 (14 ára) 4 11 júlí 1962 - ALÞÝÐUBLA01Ð i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.