Alþýðublaðið - 11.07.1962, Side 13

Alþýðublaðið - 11.07.1962, Side 13
NÝTT VEGAKORT - OLÍUVERZLUN íslands h. f. h'efir gefið út nýtt vegakort yfir í'sland til afnota fyrir bifreiða- stjóra og ferðamenn. 1 í því skyni að gera meðferð vegakortsins þægilegri til afnota í ; bifreiðum og minnka fyrirferð þess, er vegakort þetta prentað á sterkan pappír, þannig að hann er notaður á báðum hliðum, Vest- urland á annari hliðinni en Aust- urland á hinni, skipti um mið- bik landsins. Vegakort þetta er teiknað hiá L^ndmælingum íslands undir stjórn Ágústs Böðvarssonar, land- mælingamanns, og notuð er sér- stök skyggningaraðferð frá Esselte í Slokkhólmi til að fá fram glögg hæðarskil, og er þetta ný aöferð við kortagerð hcr á landi. Kortið er í stærðinni 1:600.000, og vekur hið hentuga brot þess sérstaka athygli. Húsmæðraskólinn Ósk 50 ára • ísafirði, 6. júlí 1962. Á NÆSTA liausti eru liðin 50 ár ftá því að Húsmæðraskólinn Ósk á ísafirði hóf starfsemi sína. Núverandi skólahús, sem stend- ur við Austurveg, er hin glæsi- légasta bygging, og var tekin í notkun árið 1952. Skólanefndin, en form. hennar er Magnús Þ. Gpðmundsson, hefir ákveðið að gefa út afmælisrit um sögu og starf skólans. Kristjáni] Jónssyni frá Sarðsstöðum hefirj verið falið að skrifa sögu skol-1 og búa afmælisritið undir prentun.! Aðsókn að skólanum hefir ver-, ið mjög mikil og seinni árin allsj ekki unnt að veita öllum um-| sækjendum skólavist, t. d. liafa! nú þegar borizt fleiri umspknír um skólavist á komandi vetri, en hægt er að taka á móti. . Skólastjðri er frk. Þorbjörg Bjarnadóttir frá Vigur. Indverskir dansar koma vesturlandabúum undarlega fyrir sjónir, eins og fylgifiskar ákveð- innar menningar koma alltaf áhangendum ólíkrar menningar einkennilega fyrir sjónir. En eng- inn getur annaö en viðurkennt, að í þeim er mikil mýkt og hrynjandi og iðkendur danslistarinu- ar, þeir, sem um lönd fara eru meistarar í list sinni, enda margir þeirra þjálfaðir frá fæðingu I dansi og siðareglum þesm, sem trúardönsum Indverja fylgja. — Þessi dansmær, sem myndin er af, er fræg af list sinni og heitir Indrani Rehman. Svart: Svein Johannessen, Oslo ABCDEFGH Hvítt: Ingi R. Jóhannsson. 41. Df4-f3 Da5-b6 42. Bfl-e2 Re4-f6 43. He3-c3! He5xBe2 STAÐURINN, sem ríkir Ind- verjar fara til, þegar sumarhit- inn á sléttum Indlands er allt að drepa, er Kashmir, staðurinn, sem sameinar á einum stað, það sem menn sækjast eftir í Vatna- héraðinu í Englandi, Rívierunni í Frakklandi og svissnesku Ölp- unum. Ef maður er ríkur, leigir maöur sér fyrir 2500krónur á mánuði „húsbát“, á einni af án- um í Kashmir, þar sem vatnið endurspeglar djúpan bláma him- insins og maður borðar í morg- unverð silung, sem maður veið- ir sitjandi á þröskuídi hússins. Fyrir 2000 árum kölluðu pers- nesku skáldin Kashmir „þessa Paradís á jörð“. Þarna steypast ár frá snjóum Himalayafjalla niður svala dali, fulla af yndis- legum blómum. Þó að allar flugvélar og járn- brautarlestir til Kashmir séu upppantaðar vikum saman, þá verður samt ekki hjá því komizt, að Kashmir er einn af þeim stöð- um á þessum hnetti, þar sem hvenær sem er getur komið til strjðs. Þetta ástand hefur ríkt þar allt frá árinu 1947, þegar kon- ungur Kashmir, sem var Hindúi, undirritaði samning við Indland um, að land hans, sem að lang- mestu leyti er byggt múbamm- eðstrúarmönnum, skyldi ganga í samband við Ind,land. Pakistán mótmælti og bardag- ar brutust út milli hermanna Indlands og Pakistans. Samein- uðu þjóðunum tókst að koma á „bráðabirgða“ vopnahléi, þar til þjóðaratkvæði gætu farið fram. Þetta „bráðabirgða" vopnahlé stendur enn í dag, og enn horfa hermenn hinna tveggja deiluað- ila illilega hver á annan yfir merkjalínuna, sem varð þess valdandi, að þeir sitja enn á þeim stöðum, þar sem þeir af til- viljun voru staddir fyrir 15 árum. Ástandið er þannig, að Ind- verjar hafa í sínum höndum. hinn stærri og frjósamari hluta laiidsins og meirihluta fólksins, en Pakistanmenn horfa reiðilega '. niður á þá af fjöllóttu og ófrjó- sömu svæði í vestri og norðri. Þannig varð það, að Kashm- ir varð, ásamt Berlín, ísrael, Kóreu og nokkrum öðrum stöð- um, eitt af hinum opnu sárum heimsins, stöðug hætta fyrir friðinn. í norð-austur horni landsins snertast landamæri Indlands eg Kína, en vandinn er sá, að Ind- verjar og Kínverjar' geta ekki komið sér saman um hvar landa- mærin ,eru. Áhugi kommúnista- ríkjanna á Kashmir hefur því bætzt við áhuga hinna 2ja ríkj- anna. Síðuustu vikur munu bæði Indverjar og Kínverjar hafabyggt sér virki fyrir aftan línur hverra annarra. Og Rússar eru um 70 km. frá landamærunum. Sumir telja, að með þegjandi samkomulagi hafi þeir félagar Krústjov og Mao Tse Tung valið þetta svæði sem eins konar próf- stein í bai'áttunni milli hinna rússnesku og kínversku tegundar af kommúnisma. Rússar styðja Indverja. Það eru aðeins nokkrir dagar síðan þeir beittu neitunarvaldi sínu £ Öryggisráðinu Indverjum í hag, til að koma í veg fyrir, að krafa Pakistana um umræður um Kashmir hjá SÞ næði fram að ganga. í s. 1. mánuði buðu þeir líka Ind- verjum MIG orrustuþotur, flug- vélai', sem notaðar mundu verða gegn Pakistan, ef til átaka kæmi út af Kashmir. Þar að auki dælir Krústjov inn aðstoð til Afganist- an, en það land liggur að Pakist- an og er lítil é.zt þar á milli . . . Hefur Krústjov lofað efnahags- aðstoð, er nemur um 11,5 millj- örðum króna á næstu 5 árum og hefur þar að auki sent rússneska liðsforingja til að þjálfa her Afghanistan. Kínverjar standa með Pak- istan. Viðræður fara nú fram um að ákvarða landamæri Kína og Pakistan, Og í Rawalpindi, höi- uðborg Pakistan, er talað um vináttusamning milli ríkjanna. Slíkum fréttum er ekki neitað s£ embættismönnum í Pakistan. Stjórnmálamenn í Rawalpindi benda á skort Pakistan á vinum og telja sig ekki hafa neitt að deila út af við Kínverja. Þeir álasa Indverjum fyrir að auka spennuna á landamærunum sín- um við Kína og telja sig sýna meiri skynsemi með því að setj- ast samningaborði. Þeir leggja Framh. á 12. síðu ALÞÝÐUBLAÐI0 - 11. júlí 1962 13

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.