Alþýðublaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 15
£> t> C> FRÁ SOVÉT Hægt seildust tvær risastórar hendur eftir lionum. Bond, sem lá hálfur á bakinu, sparkaði í blindni. Skór hans liitti; en svo var fóturinn grip- inn og honum snúið og hann fann, hvernig hann var dreginn niður. Fingur Bonds leitðu æðislega eftir einhverju til að' halda sér í. Nú var hin höndin búin að grípa utan um lærið á honum. Líkami Bonds var sveigður til Nelgur þrýstust inn í hann. og dreginn niður. Brátt mundu tennurnar taka til. Bond spark- aði með lausa fætinum. Það , hafði ekkert að segja. Hann var á leið niður. Skyndilega fundu fálmandi fingur Bonds eittþvað hart. Bók in. Hvernig notaði maður þetta? Hvernig sneri hún? Mundi hún skjóta á Nash eða hann sjálfan? í örvæntingu rétti Bond bókina í áttina að stóru, sveittu andlit- inu. Hann ýtti neðan á kjölinn. „Klikk'1. Bönd fann kippinn. ,,Klikk-klikk-klikk-klikk“. * Nú fann Bond hitann undir fingr- um sínum. Hendurnar á fótum hans misstu mátt. Sveitt andlit- ið færðist fjær. Það kom hljóð úr hálsinum, hræðilegt korrandi hljóð. Svo féll skrokkurinn á gólf ið og höfuðið skall í vegginn. Bond lá og másaði milli tann anna. Hann starði í fjólublátt ljósið yfír dyrunum. Hann sá, að það titraði. Honum datt í hug, að dynamórinn undir vagninum væri bilaður. Hann deplaði aug unum til að greina ljósið betur. Það rann sviti í þau og hann sveið undan. Hann lá kyrr og gerði ekkert í því. Hljóðið í lestimli tók að breyt ast. Það varð holara. Með miklu og endanlegu öskri geistist Aust urlandalestin út í tunglskinið og dró úr ferðinni. Bond teygði sig letilega upp og tók í brúnina á gluggatjaldinu. Hann sá hliðarspor og vöru- skemmur. Ljós skinu bjart á tein unum: Góð, sterk ljós. Ljós Sviss lands. ' Lestin stanzaði. í djúpri þögninni, sem fylgdi, heyrðist lágt hljóð frá gólfinu. Bond bölvaði sjálfum sér fyrir að hafa ekki gengið algjörlega úr skugga. Hann beygði sig fljótt fram og hlustaði. Hann hélt bók inni, tilbúinni fram undan sér, ef ske kynni. Engin * hreyfing. Bond teygði fram höndina og tók á slagæðinni. Enginn púls. Mað urinn var steindauður. Skrokkur- inn hafði runnið til. Bond hallaði sér aftur á bak og beið þess óþolinmóður, að lest in færi af stað aftur. Það var margt, sem þurfti að gera. Jafn vel áður en hann gæti sinnt Tat iönu, yrði hann að hreinsa til. Með kipp rann hraðlestin aft ur af stað. Brátt var lestin í hröðu svigi niður undirþlíðar Alpanna inn í Valais kantónu. Það var nú þegar komið nýtt hljóð í hjólin — gleðihljóð, eins og þau væri glöð yfir að vera laus við jarðgöngin. Bond stóð á fætur og steig yf ir fætur dauða mannsins og kveikti á loftljósinu. Hvílikur blóðvöllur. Herberg- ið var eins og sláturhús. Hvað var mikið af blóði í mannslíkam anum: Hann mundi það. Fimm pottar. Jæia, það mundi bráð- lega vera allt komið út á gólf ið. Bara á meðan það rynni ekki fram á ganginn! Bond tók sæng urfötin úr neðri kojunni og hófst handa. Loks var verkinu lokið — veggirnir og gólfið þvegin, skrokkurinn þakinn með laki og töskurnar tilbúnar, svo að hægt væri að stíga af lestinni í Dijon. Bond drakk fulla karöflu af vatni. Síðan gekk hann að rúm inu og tók mjúklega í ermina á loðkápunni. Það var ekkert svar. Hafði mað urinn logið? Hafði hann drepið þana með eitrinu? Bond lagði höndina á hálfs henni. Hann var heitur. Bond tók í eyrnasnepilinn og kleip fast. Stúlkan hreyfði sig þreytu lega og umlaði. Bond kleip aft- ur í eyrað, og enn einu sinni. Loks lieyrðist ógreinileg rödd segja: „Gerðu þetta ekki“. Bond brosti. Hann hristi liana og hélt áfram að hrista hana, þar til Tatiana velti sér hsBgt yf ir á hliðina. Tvö blá, hálfsofandi augu horfðu inn í hans og lok- uðust svo aftur. „Hvað viltu?” Röddin var syfjulega reið. Bond talaði við hana og skammaði hana cg bölvaði henni. Hann hristi hana enn hörkuleg- ar. Loksins settist hún upp. Hún starði skilningssljó á hann. Bond dró fætur hennar fram, bar til þeir dingluðu fram af. Og cin- hvern veginn kom hann henrii niður í neðri kojuna. Tatiana leit hræðilega út, — slappur munnur, skjálg, svefn- þung augun, flókið, rakt hárið. Bond tók til starfa með blautu handklæði og greiðu. Þau fóru gegnum Lausanne og klukkustund síðar komu þau til Vallbes á frönsku landamærun- um. Bond skildi Tatiönu eftir og fór fram á ganginn til vonar og vara. En tollverðir og útlendinga eftirlitsmenn strunsuðu fram hjá honum til klefa vagnvarðarins og' eftir fimm mínútur héldu þeir á- fram aftur eftir lestinni. Bond gekk aftur inn í klef- ann. Tatiana var sofnuð þar aft- ur. Bond horfði á úr Nash, sem nú var lcomið á úlfnlið hans sjálfs. 4,30. Dijon eftir klukku- tíma. Bond hófst handa. Loks galopnuðust augu Tati- önu. Augu hennar horfðu nú nokkurn veginn rétt. Hún sagði: „Svona. hættu nú James.” Hún lokaði augunum aftur. 'Bonrt þurrkaði svitann framan úr sér. Hann tók töskurnar hverja af ann. arri og bar þær fram í enda gangsins og staflaði þeim við út- göngudyrnar. Síðan gekk hann til vagnsþjónsins og sagði honum að frúnni liði ekki vel og þau mundu fara úr í Dijon. Bond gaf vagnþjóninum loka- þjórfé. „Verið ekki að ómaka yð- ur,” sagði hann. „Eg er búinn að fara fram með farangurinn, til þess að trufla ekki frúna. Vinur minn, sá með ljósa hárið, er lækn ir. Hann hefur ýakað með okkur í alla nótt. Eg sagði honum, að leggja sig í kojuna mína. Hann er örmagna. Það væri gott, að þér vektuð hann ekki fyrr en tíu mín útum áður en komið er til Par- ísar.” „Vissulega, Monsieur.” Vagn- þjóninum liafði ekki verið gefið svona mikið af peningum síðan á þeim gömlu góðu dögum þegar milljónamæringar ferðuðust með járnbrautum. Hann rétti Bond vegabréfið og miðana. Það tók að draga úr hraða lestarinn- ar. „Jæja þá erum við að koma". Bond fór aftur til klefans. Hann dró Tatiönu á fætur og fram í ganginn og lokaði dyrunum á dauðann undir hvíta lakinu. Loks voru þau komin niður þrepin og niður á harðan, dásam legan, hreyfingarlausan brautar- pallinn. Burðarmaður í blárri mussu tók farangur þeirra. Sólin var að koma upp. Á þess um tuna nætur voru mjög fáir farþeganna vakandi. Aðeins nokkrir farþegar á þriðja far- rými, sem höfðu setið uppi alla nóttina, sáu ungan mann hjálpa ungri stúlku burtu frá rykueum vagninum með rómantísku nöfn in á hliðinni og að hliðinu, sem merkt var „SORTIE.” 28. kafli. PRJÓNAKONAN. Leigubíllinn stanzaði við Cam- bongötu innganginn að Ritzhót- eli. Bond horfði á úr Nash. 11.45 og hann yrði að vera algjörlega stundvís. Hann vissi, að ef rúss- nesltur njósnari er jafnvel að- eins örfáum mínútum of fljótur eða seinn á stefnumót er stefnu- mótinu sjálfkrafa aflýst. Hann borgaði bílinn og gekk inn um dyrnar til vinstri, sem liggja inn á Ritzbar. Bond bað um tvöfaldan voðka martini. Hann drakk helmíng- inn af honum. Honum leið dá- samlega. Skyndilega voru síðustu fjórir dagar, og einkum síðast- liðin nótt, þurrkuð burtu. Nú var hann einn síns liðs í sínu eigin ævintýri. Hann hafði lokið öll- um skyldum sínum. Stúlkan svaf í herbergi í sendiráðinu. Spekt- orinn, ennþá fullur af sprengi- efni, hafði verið fenginn í hend- ur sprengjueyðingarmónnum frönsku leynilögreglunnar. Hann hafði talað við sinn gamla vin. René Mathis, yfirmann leyniþjon ustunnar, og húsverðinum víð Cambonn-inngang Ritz hótels- ins hafði verið sagt að láta hann hafa lykil og ekki spyrja neinna spurninga. René hafði verið himinlifandi yfir því að starfa aftur með Bond í une affaire noire. „Vertu alveg rólegur, kæri James,” hafði hann sagt. „Eg skal fram- kvæma hið dularfulla verkefni þitt. Þú getur sagt mér söguna seinna. Tveir menn frá þvotta- húsi munu koma með stóra þvottakörfu til herbergis 204 kl. 12,45. Eg verð með þeim, klædd ur eins og ökumaðurinn á bíl þeirra. Við eigum að fylla körf- una og fara með hana til Orly og^ bíða eftir Canberraflugvél frá* Konunglega flughernum, sem kemur klukkan tvö. Við afhend- um körfuna. Skítugur þvottur, sem var í Frakklandi, verður þá fluttur til Englands. í lagi?” «tí* Yfirmaður stöðvar F hafði talað við M. í símanum, sem: ekki er hægt að hlusta inn á.! Hann hafði komið áleiðis stuttrí1 skriflegri skýrslu Bonds. Hann’ hafði beðið um Canberruna. — Nei, hann hafði ekki hugmynd1 um til hvers hún var ætluð.' Bond hafði aðeins skotizt inn til* að afhenda stúlkuna og Spekt-1 orinn. Hann hafði borðað tröll-* aukinn morgunverð, farið burtu* úr sendiráðinu og sagzt mundu* koma aftur eftir hádegisverð. ’■ Bond horfði aftur á úrið. Hann' lauk við drykkinn. Hann borg- aði hann og gekk út úr bamum og upp þrepin að stúku húsvarð- arins. Húsvörðurinn horfði hvasst á hann og fékk honum lykilinn.’ Bond gekk að lyftunni, fór inn og fór upp á þriðju hæð. Lyftudyrnar skullu aftur bak við hann. Bond gekk hljóðlaust eftir ganginum og horfði á nú- merin. 204. Bond stakk hægri hend- inni inn undir jakkann og tók um handfangið á Barettunni. — Hún var í buxnastrengnum hans. Hann fan'n málminn £■ hljóðdeyfinum koma við mag- ann á sér. Hann barði einu sinni með vinstri hendinni. „Kom inn.” Það var skjálfandi rödd. Rödd gamallan konu. Bond tók í hurðarhúninn. — Dyrnar voru ólæstar. Hann stakk lyklinum í vasann. Hann ýtti hurðinni upp með skjótri hreyfingu, skauzt inn og lokaði á eftir sér. Þetta var venjulegt Ritz her- bergi, mjög fínt, með ágætum keisarahúsgögnum. Veggirniif VIÐ VILJUM GJARNAN SENDA YÐUR BLADID HEIM. ÁSKRIFTAR- SÍMI OKKAR ER 14-900. íSCIMIö ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. júlí 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.