Alþýðublaðið - 27.04.1963, Síða 15
dollurum, en ég átti ekki um
neitt aS velja.
„Ókei, gleymdu þessu“, sagði
ég. „Fyrirgefðu, að ég skyldi
minnast á það“.
„Fyrirgefðu — andskotinn! Þú
verður að vera hér um kytrl,
jeff, annars er ú.i um okkur.
Þegar við nú erum búnir að losa
okkur við þetta, hvað er þá að?
Við erum félagar. Ég er ekki svo
vitlaus, að ég sjái ekki á þér, að
eitthvað er alvarlega aflaga. Það
er gott að deilda erfiðleikum
með öðrum. Segðu mér frá þeim“.
Ég var að því kominn að segja
honum það, en hætti við það í
tíma.
Eina leið mín út úr erfiðleik-
unum var að finna Rimu og
ryðja henni úr vegi, Ég gat e-iki
blandað Jack í þetta. Þetta var
hlutur, sem ég varð að gera sjálf
ur. Það mundi þýða að gera hatm
meðsekan um morð.
„Það er dálítið, sem ég verð að
sjá um sjálfur", sagði ég og ;cit
af honum. „Þakka þér samt fyr-
ir“.
„Þú um það“, sagði hann og ég
gat séð, að hann var særður og
áhyggjufullur. „Ég ætla ekki að
þvinga þig. En ég vil taka það
fram, að ef þig vantar hjá!t>,
fjárhagslega eða aðra, þá •;r ég
hér. Ég er félagi þinn. Það, se:n
þér kemur við, kemur mér við.
Skilurðu það?"
„Þakka þér fyrir, Jack“.
Við horfðum hvor á annan og
fórum dálítið hjá okkur, síðan
stóð hann á fætur og tók að taka
saman skjölin.
„Jæja, ég verð að fara. Það
bíða tveir náungar eftir mér nú
þegar“.
Þegar hann var farinn, tók ég
fram ávísanaheftið mitt og skrif-
aði ávisun upp á tíu þúsund doll
ara, stílaða á -Rimu Marshall. Ég
lagði ávísunina i umslag, skrifaði
utan á það til bankans í Los
Angeles og lagði það ineð oóstin-
um, sem senda skyldi út. Siðan
hringdi ég til bankans míns og
sagði þeim að seija verðbréfin
min.
Ég sat í gildrunni, en ég var
enn ákveðinn í að finna Rimu, ef
ég gæti, íiður en ég yrði að iáta
af hendi meiri peninga. Ef ég
sökkti mér verulega niður í störf
mín og ynni sleituiaust, gæti ég
unnið upp nokk a d- .'a. Ég bafði
þrjár vikur til að ihV a þvi, sem
fyrir lá og ná svo miklu forskoti,
að ég hefði ráð á aír iaka nokk-
urra daga frí: þrjár vikur, áður
en kæmi að öðrum gjalddaga.
Ég fór að vinna.
' Ég efast um, að nokkur maður
liafi nokkum tima þrælað meir
en ég gerði næstu tvær vikurn-
ar. Ég vann eins og brjálaður
maður.
Ég var kominn að skrifborðinu
klukkan hálf sex á morgnana og
ég vann fram yfir miðnætti. Þees
ar tvær vikur sagði ég varla
meira en tólf orð við Saritu.
Þegar ég fór var hún sofandi ( g
hún var komin í rúmið, þegar ég
kom heim. Ég gerði verktakana
okkar næstum vitlausa. Og aum-
ingja Klara var orðin að mögru
vélmenni með sokkin augu. Ég
komst svo langt á undan með
verk mín, að Jack gat ekki hald-
ið í við mig.
„í guðs bænum", sprakk hann
eftir tólfta daginn, „við ætlum
okkur ekki að ljúka þessari and-
skotans brú í næstu viku. Hægðu
á þér, maður. Strákarnir hjá mér
eru að verða vitlausir".
„Þeir mega verða vitlausir fyr
ir mér“, sagði ég. ,JÉg er búinn
að klára allt mín megin og ég
tek mér þriggja daga frí frá morg
undeginum að telja. Þið ættuð
að verða búnir að ná mér, þeg-
ar ég kem aftur. Hefurðu nokkuð
á móti því, að ég fari í þrjá
daga?“
Jack rétti upp hendurnar í
oppgjöf.
„Ég yrði feginn. í alvöru, Jeff,
ég hef aldrei séð neinn vinna
eins og þú hefur unnið síðustu
tvær vikurnar. Þú er búinn að
vinna fyrir fríi. Farðu hvert, sem
þú vilt, en það er aðeins eitt: ef
þú ert í klípu, eins og ég held,
að þú hljótir að vera, þá vil ég
hjálpa þér“.
>.Ég get séð um það“, sagði
ég. „Þakka þér samt fyrir".
Ég kom heim um ellefuleytið
í fyrsta skiptið, sem ég hafði
komið heim sæmilega snemrna í
tvær vikur. Sarita var að hátta,
þegar ég ltom inn.
Er hér var komið, var hún bú-
in að ná sér eftir vonbrigðin út
af húsinu, og sam.komulagið hjá
okkur var aftur orðið nokkurn
veginn eðlilegt: konnske ekki al
veg, en svo til. Ég vissi, að hún
hafði haít auga með vinnulaginu
hjá mér og hafði haft áhyggjur
út af því.
Ég var sjálfur farinn að finna
fyrir verklaginu, o.n tilhugsunin
um, að nú gæti ég loks farið að
leita að Rimu, hélt mér við efn-
ið.
„Ég fer til New York í fyrra-
málið“, sagði ég. Það er ýmis-
legt, sem ég þarf að sjá um og
ég verð burtu í þrjá eða fjóra
daga. Ég verð að fá lægri tilboð
í ýmsa hluti vegna brúarinnar,
og New York er eini staðurinn,
þar sem ég get fengið það, sem
ég vil“.
Hún kom til mín og lagði hand
leggina utan um mig.
„Þú er að drepa þig, Jeff. Það
getur ekki verið, að þú þurfir
að leggja svona að þér“.
Hún horfði upp til mín og það
var kvíði í brúnum augunum.
„Þetta lagast. Það hefur ver-
ið erfitt, en ég varð að hreinsa
ýmislegt frá, áður en ég færi í
þessa ferð“.
„Elskan, má ég koma með þér?
Ég hef ekki komið til New York
í mörg ár. Ég hefði ægilega gam
an af því. Við gætum hitzt eftir
að þú ert búínn að sinna erind-
um þínum, og á meðan þú ert
upptekinn, gæti ég skoðað Dúð-
irnar“.
Hvers vegna mér hafði ekki
dottið í hug, að hún mundi vilja
koma með mér, skil ég ekki. Það
var augljóst, að liún hlaut að
stinga upp á því. Langa og sárs-
aukafulla stund starði ég á hana
og gat ekki látið mér detta i hug
neina afsökun til að neita henni.
Kannske sagði ég allt, seih ég
þurfti með því að horfa svona á
hana. Ég sá gleðina deyja í aug-
um hennar.
„Fyrirgefðu", sagði hún og
srieri sér frá mér og fór að lag-
færa púðana í sófanum. „Auðvit-
að viltu ekki hafa mig með. Ég
hugsaði ekki út í það. Fyrirgefðu,
að ég slcyldi minnast á það“.
Ég dró hægt og lengi að mér
andann. Mér \?r illa við að sjá
hana svona. Mér var illa við að
særa hana, eins og ég vissi, að
ég hafði sært hana.
„Það vill bara svo til, Sarita,
að ég verð upptekinn allan tím-
ann. Mér þykir þetta leiðinlegt
líka, en ég held, að það væri bezt,
að þú yrðir eftir heima þessa
ferð. Það verður annað I næsta
skipti."
„Já.“ 'ISÍm gekk yfir herbergið.
„Jæja, ég býst við, að það sé
bezt að hafa sig í rúmið."
Það var ekki fyrr en ég var bú
inn að slökkva og við vorum ein-
angruð í rúmum okkar, að hún
sagði í myrkrinu: „Jeff, hvað eig
um við að gera við peningana
okkar? Nokkuð?“
Ef ég fyndi ekki Rimu og
dræpi hana, mundi hún taka þá
SMURÍ BRAUÐ
Snittur.
Pantið tímanlega til ferming-
anna.
Opið frá U. 9—23,30.
Símf16012
Brauðstofan
Vesturgötu 25.
Innihurðir
Mahogny
Eik — Teak —
HÚSGÖGN &
INNRÉTTINGAR
Armúia 20, sími 32400.
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur að meðahali!
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur.
Laegstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.
alla, en ég sagði Saritu það ekki.
„Við byggjum okkur hús,“
sagði ég, en það var ekkert ör-
yggi í röddinni. „Við skemmtum
okkur, þegar ég er búinn að
ljúka þessu starfi."
„Jack keypti sér Thunder-
bird,“ sagði Sarita. „Hann er bú-
inn að greiðá tólf þúsund dollara
fyrir endurbætur á íbúðinni og
ný húsgögn. Hvað liöfum við gert
við okkar hluta af peningunum?"
„Vertu ekki að hugsa um Jack.
Hann er piparsveinn og þarf ekkl
að hafa áhyggjur af framtíð
sinni. Ég verð að tryggja, að þú
myndif
MARGOFT hefur það verið rætt
í blöðum að þær „barnamyndir",
sem kvikmyndahúsin sýna, séu
misjafnlega vel við hæfi barna.
Út af því hafa úfar risið og urg
ur er í mörgum þess vegna.
Nemendasamband Fóstruskól-
ans hefur nú fitjað upp á nýjung, -
sem allrar athygli er verð. Frá
fóstrum í Danmörku hafa þær feng
ið kvikmynd til landsins, sem er
mjög við hæfi yngri barna. Kvik-
mynd sú heitir Rauða blaðran. — '
Nafnið munu börn kannast við. i
því í Þjóðviljanum er framhalds- '
saga fyrir börn með sama nafni. >
Efnið þar er það sama, sem rakið f
er í kvikmyndinni. i
Fóstrurnar hafa sýnt þessa mynd
einu sinnL en hyggjast sýna hana /
aftur nú á sunnudaginn í Tjarnar-
bæ kl. 1,30 eftir liádegi. — Tekið
skal fram, að fóstrurnar munn ann
ast barnagæzlu á sýningunni.
Ef þessi tilraun þeirra til barna 1
sýninga með völdum myndum ;
tekst vel, hafa fóstrurnar í hyggju
að halda starfsemi sinni áfram og
færa út kvíarnar eftir föngum.
Myndin Rauða blaðran er :
skemmtimynd, sem öll börn og 'v
raunar fullorðnir líka ættu að geta ■
haft gaman af.
Ég vil eindregið hvctja foreldra
til að leyfa börnum sínum að sjá 1
þessa myHd, ef þau á annað borð
hafa trú á því, að kvikmyndir séu 1
líka til við hæfi barna.
Ekkj væri úr vegi, að fóstrurn-
ar fengju styrk frá Reykjavíkiu: •
borg til starfsemi sinnar, ef vtl ,
tekst með þessa fyrstu tilraun.
H. E. [
RÚMAR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
KYNNIÐ YÐUR
MODEL 1963
S^^BiJÖRNSSON & co. P,
.O. BOX 1536
Simi 24204
RBYtOAVlK
í
r
l
i:
i
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 27. apríl 1963 X5