Breiðablik - 01.07.1907, Page 10
2Ó
BREIÐABLIK.
þeirra, er á þurfti að halda, — og þess
þurfti ekki svo sjaldan um það leyti.
Hann var jafnvel viðkvæmari fyrir hög'g'-
ur.um í þeirra garð en sinn eiginn, og vildi
þeirra sóma sem mestan í öllu.
En hann sagði þeim líka betur til þess,
er áfátt var í fari þeirra en flestir aðrir-
Stórmikinn þátt átti hann í því, hve hugs-
Einar Hjbrleifsson.
unarhátturinn þroskaðist og lagfærðist.
Hann gjörði það alveg eins, þótt hann
vissi, að fyrir slíkar aðflnslur myndi hann
fá óþökk eina í bili, eada vildi það æði-
oft verða.
í hvorttveggja hefir hann haldið upp-
teknum hætli síðan hann kom til íslands.
Hann hefir borið hönd fyrir höfuð Vestur-
íslendinga, þegar þurft hefir, og á manna
mestan þátt í, að hugarþel Austur-íslend-
inga er nú mun hlýrra í garð vorn hér
fyrir vestan en nokkuru sinni áður. Samt
sem áður hefir hann ávalt sagt það hisp-
urskuist, þegar honum hefir fundist eitt-
hvað til stórra lýta í fari voru. Euda eru
það hollvinirnir beztu, sem bæði kunna að
dæma um kost og löst vina sinna. Sá er
vinur, er til vamms segir.
Hann er nú af öllum viðurkendur að:
vera einn hinn ágætasti ritsnillingur þjóðar
vorrar. Þótt Isafnld hafi ávalt verið ágætt
blað eftir vorum hætti, birti þar þó til um
mun, er Einar gjörðist meðritstjóri. Enda
voru þá þeir tveir menn saman, sem flest-
um mun virðast bezta ritstjórahæfileika
hafa þegið með þjóð vorri.
Nýtt blað var stofnað á Akureyri Norð-
urland og gjörðist hann ritstjóri þess.
Aldrei hafði áður hepnast að halda út
blaði utan Reykjavíkur, sem eiginlega
kvæði mikið að En um leið og Norður-
land tók út að koma, sáu menn, að þar var
blað, sem takast varð til greina og lagði
ekkert síður drjúgan skerf til landsmála
en helztu blöð höfuðstaðarins.
Við Fjallkonunni tók hann og sýndi
þar sömu rögg af sér sem ritstjóri. Glögg-
ur skilningur, sanngjörn dómgreind og
Ijós rökfærsla eru blaðamanns beztu hæfi-
leikar. En alt þetta einkennir blaða-
mensku Einars Hjörleifssonar og gjörir
hann þar að atkvæðamanni. Fáir menn
hafa drjúgari skerf lagt til hugsana-
þroska þjóðar vorrar en hann, síðasta
aldarfjórðung.
Það hefir hann þá líka gjört, ekki að
eins sem blaðamaður, heldur líka sem
skáld. Hann er nú viðurkéndur að vera
þjóðar vorrar helzta og tilkomumesta
söguskáld. Enginn hefir skygnst dýpra
inn í sálarlíf íslenzkrar þjóðar en hann,
né heldur lýst því, er hann þar hejtr séð
með jafn-veigamikilli list. Þó mun hann
þar eiga eftir að sýna sitt bezta. Mun
mörgum það fagnaðarefni að fá að vita, að
nú hefir hann í fórum sínum lengri skáld-
sögu nýsamda en hann áður hefir ritað, og
mega menn eflaust eiga von á að fá að
heyra eitthvað úr henni nú á ferðum hans.
Óhætt mun að segja, að fáir menn væri
Vestur-íslendingum meiri aufúsugestir
af fósturjörðu vorri, eins og stendur, en
Einar Hjörleifsson og eru þar þó margir
drengir góðir. Hann er líka flestum öðr-
um fjörugri ræðumaður og les upp ritað
mál allra íslendinga bezt, er vér þekkjum.
Erum vér þess fullviss, að þeir eiga góðar
skemtistundir í vændum, sem til hans fá
að heyra.
Óska Breiðablik gestinn hjartanlega
vel kominn!