Breiðablik - 01.07.1907, Page 15
BREIÐABLIK.
3i
líýsna vingjarnlegfa út. AS eins, enga
Ttrekki. Eg hefi engin orS, áður eg hleypi
af. “ Eg sýndi þeim skammbyssu mína.
Mig grunaði, að Steinmeyer myndi jafn-
vel voga sér inn í reimleikabæli, til að
verða ekki af með veðféð.
White og eg gengum upp að hurðinni.
’Gömlu tröppurnar upp að svölunum
svignuðu undir fæti. Það urgaði í lásn-
um og hurðinni var ekki unt að bifa
yfir þröskuldinn.
í bili hélt eg við myndum verða að
gefast upp, og gott rúm í gistihúsi gægð-
ist fram í hugann og gjörði mig nærri
-ölvaðan. En loks gaf hurðin eftir með
draugalegu marr-hljóði. Eg kveikti á
kerti og gekk inr í húsið.
,,Góða nótt, Douglas. Sofðu vel!“
,,Láttu þig nú dreyma vel, karlinn !“
,,Skjóttu í þá heimspekinni þinni, ef
þeir fara að láta illa ! Gute Nacht! Það
heyrði eg síðast, áður en 2g rak gömlu,
gigtvciku hurðina í lás.
III.
Loftið var þungt og myglulegt. Marg-
ar hurðir í löngum gangi voru læstar, og
húnarnir litu hornauga til mín.
Eg gengdi þeim fyrirskipunum, sem
eg hafði fengið, gekk upp þrönga stigann
og inn í fram-svefnherbergið.
Það var enn þá myglulegra. Gömlu
gluggatjöldin og slitni gólfdúkurinn höfðu
ekki verið viðruð til margra ára. Drag-
kistu-skúffurnar stóðu opnar. Ábreiðunni
á litla járnrúminu var flett ofan af til hálfs,
eins og siðasti næturgestur hefði horfið
þaðan í flaustri. Saggi var innan á veggj-
unum og vatns-rákir og á gólfdúknum
var þykk myglu-skán í einu horni.
Eg gekk að glugga og lyfti upp, þó
hrörlegur væri. Langt niðri á gangstétt-
inni, sem stundi álengdar, heyrði eg fóta-
tak hinna fjögra manna, sem nú flýttu sér
til hvíldar, og hlógu dátt á ganginum.
Ljóskerið dinglaði og skaut frá sér löng-
um glampa og vingjarnlegum, sem
myrkrið innan skamms slökti eins og
fjarlægðin smám saman þaggaði niður
skóhljóð vina minna.
Það var kalt og hrollsamt við glugg-
ann, og eg sneri mér aftur inn í her-
bergið, sem mér bauð við. Barnssæng
stóð á hurðarbaki. Það kom ósjálfrátt
hrollur í mig, þegar eg sá hana.
Eg tók ábreiðurnar og hristi þær, af-
klæddi mig í flýti, vafði þeim utan um
mig, lét eldspýtur og skammbyssu á stól-
inn rétt hjá rúminu, og slökti ljósið eftir
nokkura umhugsan. Eg gat ekki einu
sinni séð gluggann. Það var dimt eins
og dauðinn í herberginu,
Vitaskuld var það ekki myrkrið, sem
varnaði mér svefns. Rúmið var mikils til
of stutt og eg fann hvernig fjaðrirnar
flúruðu hringi á hrygginn á mér.
Húsið var heldur ekki að öðru leyti
sérlega vel Iagað til værðar. Rósaviður-
inn urgaði og klóraði í þilið úti fyrir
glugganum. Smám saman heyrðust
skruðningar og tíst úr rottum milli þils
og veggjar og við og við heyrðist mér
hurð eða eitthvað annað marra drauga-
lega bak við 'húsið, eins og æpt væri af
sársauka. En undir þessar voveiflegu
raddir var leikið af læknum í gilinu fyrir
neðan, sem eilíflega suðaði við sama tón.
Eg taldi sauðfé rækilega heila klukku-
stund, horfði á stjörnur, sem voru að
hverfa og reyndi loks að rifja upp rök-
fræðis-stigin á „Gagnrýni hreinnar skyn-
semi“ eftir Kant. Við það seig mér í
brjóst.
IV.
Eg get ekki hafa verið búinn að sofa
lengi, þegar eg vaknaði snögglega með
þá ógurlegu tilfinning, að eitthvað væri
þarna nærri mér.
Til allrar furðu var nú bjart í herberg-
inu. Eg sá nú glögt móta tyrir gluggum.
Kynjalætin bak við húsið voru hærri og
hræðilegri. Op eins og barnshljóð bárust