Breiðablik - 01.07.1907, Page 16
32
BREIÐABLIK
upp til mín; vein eins og stunur konu,
sem verið er eð kvrkja.
Eg- lá þarna, kraminn heljartökum
óskaplegs ótta, eins og væri eg í skrúf-
stykki.
Þá sá eg við fótagaflinn eins og í hálf-
þoku mann — lágan, en gildvaxinn,
Herðarnar miklar, handleggirnir langir
og dýrslegir. Og þarna við járnslána í
sjálfu rúminu sá eg risa-hendur, geisi-
mikla manns-hramma, með stuttum fingr-
um, stórum hnúum, hnýttum og snúnum.
Hendur glæpamanns, sem kyrkir, og
allrafremst kolsvartar neglur og dýrs-
legar.
Hálsæðarnar slógu ákaft. Mér fanst
eg þegar finna þessa fingur kreista úr
mér síðustu lífstóruna.
Þá kom mér skammbyssan í hug og sú
hugsan var eins og lífið deyjandi manni.
En hún var langt frá mér á stólnum til
hægri handar og eg lá flatur á hryggnum
í miðju rúmi. Hann stóð þarna og beið
eftir mér; — ef eg hreyfði mig, vissi eg
fyrir víst, að þessum ægilegu höndum
myndi gripið fyrir kverkar mér. Eg varð
að víkja mér við, án þess hann sæi. Fæt-
urnir skyldi vera grafkyrrir eins og væri
þeir orðnir að steini.
Andann lézt eg draga reglulega. Eg
reyndi að snúa mér, en vöðvarnir vildu
ekki hlýða. Það var eins og eg hefði
fengið slag.
Eg reyndi aftur og aftur; að síðustu
fekk eg hreyft fingurna undir ábreiðunni;
svo fór eg að geta snúið mér á hlið.
Áreynslan við að snúa mér án þess því
væri veitt eftirtekt var óumræðileg. Stórir
svitadropar ultu niður af enni mér, þó
kuldahrollur væri í mér fyrst, er eg vakn-
aði.
Það hlýtur að hafa verið meir en
klukkustund. Mér fundust það heilir
dagar, sem eg var að reyna að snúa upp
á mig og snúa mér þó ekki; að hreyfast
og vera þó hreyfingarlaus. Og stöðugt
stóð hann þarna eins og búinn til stökks
— og til að grípa mér fyrir kverkar.
Tvisvar sá eg hann í myrkrinu teygja
sig áfram eins og til að ná í mig. Enn þá
seildist eg eftir hjálpræði skammbyss-
unnar.
Loks kom eg með nöglinni við hlaupið.
Og aldrei hefir mannlegt hold orðið fegn-
ara köldu stáli. Fáeitium augnablikum
síðar náði eg eldspýtu með vinstri hendi.
Augnablikið var runnið upp. Skelfingin
sjálf gerði mig hugrakkan.
Með einu og sömu snöggu hreyfing-
unni kveikti eg á eldspýtunni, sveiflaði
skammbyssunni að vinstra brjósti hans
og hleypti af.
Við bláa Ijósið, sem snarkaði á eldspýt-
unni, sá eg líkama glæpamannsins riða,
sveiflast til ýmsra hliða og að síðustu
leysast upp eins og reykjarmökk og
skríða inn í fellingar gluggatjaldarina.
En hendurnar með stóru hnúunum voru
þarna við rúmgaflinn beint fram undan
mér, — hræðilegur, nakinn veruleiki úr
holdi og blóði.
Það voru fæturnir á mér.
LESENDUR „BREIÐABLIKA"
eru beðnir að afsaka tvent: Fyrst, að prófarka-
Jestur er ekki eins vandaður og skyldi ájúníblað-
inu af því ritstj. varð að fara úr bænum meðan
á prentan stóð. Þar næst, að fyrir vangá í
prentsmiðjunni kemur ekki niðurlagið af ritgjörð
G. Guttormssonar fyr en í næsta blaði. En æti-
ast er til það komi út snemma í næsta mánuði.
BREIDABLIK. Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri
menning. Fridrik J. Bergmann, ritstjóri. Heimili 259
Spence Strreet, Winnipeg. Telephone 6345. Ólafur S
Thokgeirsson, útgefandi. Heimili og afgreiðslustofa blaðs-
ins 678 Sherbrooke Str., Winnipeg, Canada. Telephone
4342. Verð : Hver árg. 1 doll. Hvert eintak 10 cts. —
Borgist fyrirfram.
Prentsmidja Ólafs S. Tiiorgeirssonar