Breiðablik - 01.12.1907, Qupperneq 11

Breiðablik - 01.12.1907, Qupperneq 11
BREIÐABLIK io; Á Hofmannaflöt. 2$ Mag-nús Markússon: Ljóðmæli. Með mynd höf. Winnipeg 1907.—125 bls. Verð í kápu 500. Enn hefir einn Vestur-Islendingur gjörzt svo djarfur að leggja ljóðaknern sínum út á vötn íslenzkra bókmenta. Hannerekki sérlega há- sigldur og ætlar sér ekki þá dul að komast fram úr öllum öðrum. En hann hefir lært að haga seglum og halda í stýristauma og vill heldur fara milli landa á éigin fleytu, og sigla upp á eigin býti, en gjörast farþegi með öðrum. Eigi þarf að -lesa lengi í ljóðum þessum til að finna, að höfundinum er óvenjulega létt um að yrkja. Braglist hans er töluvert meiri en rnargra þeirra, er dýpra leggjast og hærri vind ætla sér að sigla. Enda er hann háltbróðir síra Ólafs heit- ins BjörnsSonar á Ríp, sem nefndur var af sum- uin hvíiaskáld og var hinn mesti bragsnillingur, en dó ungur. Magnús Markússon er maður óskólagenginn með öllu og er þeim mun meiri furða, hve rétt hann fer með málið og hve mikið orðaval hann hefir. Það er fremur sjaldan að nókkurra mállýta verði'ir vart. (A bls. 45 jór f. jó; bls. 46 gróður f. gróðri, t. dæmis). Annars er málið sérlega slétt og látlaust og með rímið sýnist skáldið aldrei vera í vanda; það hefir hann á hraðbergi, án þess að grípa til skáldaleyfa. Naumast er samt heppilegt að kalla Vesturheim ,,laúfga lóð.“ Orðið lóð er haft um oflítinn landblett til þess, að heppilegt sé að hafa það um heila heimsálfu, þó sízt sé fyrir að synja, að gjört hefir verið af einhverjum áður, og muna verði, að smá orðin eru í skáldskap endalaust hafin upp í æðra veldi og látin þenjast út. Eh þánþol þeirra er ekki jafnt. Vér fáuin eigi betur skilið, en sanngjörnum mönnum muni finnast kyeðandi ljóða þessara lipur og ljós vottur um skáldgáfu höfundarins. í bókinni eru 101 kvæði, eða svo hefir oss talist. Af þeim eru 18 minni, 64 ýmislégs efnis, 4 brúðkaugskvæði og 15 erfiljóð. Þau eru að lang-mestu leyti tækifærisljóð, eins og eðlilegt er um mann, sem verja verður hverri stund til dag- legra starfa. Höfundurinn hefir ekki seilzt eftir þungum yrkisefnum og torveldum; það teljum vér framar kost en lost. Það sýnir ávalt dóm- greind að reisa sér ekki hurðarás um öxl, hvort heldur í skáldskap eða öðrum efnum. En höf. fer oftast laglega með það efni, seip hann telýur sér fyrir og lendir aldrei út í moldviðri eða fimbul famb sem enginn fær botn í. Einna fá- tæklegust fihst oss hendingin: »»Gýgjan (ætti að vera gígjan) drýgir vónar hljóm. “ f2n stundum dottar jafnvel Hómer gamli. Mest er um það vert,- að hugsanir Ijnóð,- anna eru ætíð fagrar og vekja góðar og heil- brigðar hugsanir hjá þeim, sem lesa. Föður- landsástin, trygðin til Islands, viðkvæmur kær- leikur til vina'og vandamanna mynda aðal-þætt- ina í hugsunum ljóðanna; enda eru þetta traust- ustu þættirnir í sálarlífi hvers manns. Það er auðsætt, að höf. hugsar ekki lengi það, sem hann yrkir, og mun mörgum finnast, að betur hefði mátt með meiri þolinmæði. En það er eðli hans, að grípa þann fuglinn sem flýgur í bili, en bíða eigi þeirra, kunna að koma áð morgnk Bezta kvæðið heflr oss við fljótan yfirlestar fundist: Drengurinn minn í skólagarðinum. Höf. horfir út í skólagarðinn, þar sem börnin eru að leikum. Hann minnist þess þá, að fyrir skemstu átti hann lítinn dreng í hópi þessara skólabarna, sem dauðinn hefir tekið frá honum. ,,Þú geíur, tekur, — tjáiréi að klaga, þín takmörk, drottinn, enginn sér né veit; hin bezta gjöf, sem gafst mér lífs um daga, er geymd í mínuin hjartans skóláreit.“

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.