Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 1

Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 1
BREIÐABLIK. MánaSarrit til stuöning-s íslenzkri menning. FRIÐRIKJ. BERGMANN RITST JÓRI VI. Ár. WINNIPEG, NOVEMBER 1911. Nr. 6. . SKÁLDSAGAN GULL. Y R S T U nóttina, sem eg var í Reykjavíkísumar, vakti egf fram eftir öllu við að lesa hina nýju skáldsögai Einars Hjör- leifssonar, er hann nefnir: Gull. Það, sem eg átti eftir, er eg sofn- aði, las eg- í rúminu um morgun- inn áður eg klæddist. Eg gat ekki hreyft migáðuregvar búinn. Samanburður á Ofurefli fer ó- sjálfrátt fram í huga manns, því Gull er framhald. Eg var smám saman að spyrja sjálfan mig, hvað það væri, sem gerði þessa síðari sögu fremri hinni fyrri. Er það listin sem hefir þroskast? Erþað stíllinn, sem er enn skemtilegri? Eru það lundareinkennin, sem betur er gengið frá? En svo mundi eg, hve vel mér hafði getist að öllu þessu í Ofur- efli og eg var eigi viss um, að yfirburðir síðari sögunnar væri eiginlega í þessu fólgnir, Hvað er það þá, spurði eg. Því eg fann að eg var enn ánægðari með Gull, það var enn meiri friður í huga mínum, er eg lagði bókina frá mér. Þarna hefir höfundurinn komist lengst. Það var tilfinn- ingin,er eg hafði aðloknum lestri. Síðar átti eg eigi svo tal um bókina við nokkurn, að ekki væri sagt: Gull ber af öllu, sem hann enn hefir ritað. Mér fan=t það vera niðurstaða réttsýnna manna, hvar sem eg fór. En eigi er eg viss um, að allir hafi gert sér þess grein, í hverju afburðirnir eru fólgnir. Vitaskuld eru þeir nokkurir,sem ekkert nýtilegt geta séð í skáldskap höfundarins. Þeir níða rit hans ofan fyrir allar hellur og álítaþess- ar sögur hans óalandi og óferj- andi. Lengra getur naumast

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.