Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 4
84 BREIÐABLÍK sjaldan hafa þau orðið honum áður óleysandi ráðgáta. Honum hefir verið líkt farið og þeim, sem er að grafa göngr gegn um tja.ll. Hann hefir komist með lesendur . sína langa leið inn í hugans myrku göng. En þeir hafa orðið hrædd- ir og hörfað aftur. En nú finna þeir að farið er að birta og þeir hafa hugboð um að hinum megin muni útsýnið frá- munalega dýrlegt. Jafnvel Ofurefli endar fremur dapurlega, og hefir þó stöðugt miðað áfram. Hugsjónirnar bíða ósigur. Síra Þorvaldur verður að lúta í lægra haldi. Þorbjörn og ribbaldahátturinn sigra í hólm- göngunni. En sá sigur er að eins í bili. Þeir eru aftur aðalpersónurnar í þessarri sögu, Þorbjörn og síra Þorvaldur. Guðræknisfélag svo- nefnt hefir myndast og heldur fram guðfræðilegri lífsskoðan álíka að- gengilegri og lífsskoðan Þorbjarn- ar, að svo miklu leyti sem um hana er að tala. Sú lífsskoðan er vitaskuld jafnöfug lífsstefnu hans. Hins vegar er söfnuður síra Þor- valdar. Guðræknisfélagið varekkistofn- að eingöngu til guðræknisiðkana. ,,Það er stofnað til að halda fram ákveðinni stefnu í trúmálum og vinna gegn öðrum stefnum. Þar er sumt fullyrt, sem vitanlega er rangt. Þar er mönnum hallmælt fyrir að fara með það, sem er á- reiðanlega rétt. Þar er jafnvel guð beðinn að vernda menn frá því sem er áreiðanlega sannleikur. Þó þetta sé vanþekkingar synd,þá er það vafalaust synd, ef nokkur synd er til (84)”. Þorbjörn hafði orðið fyrir þeirri hepni að tá til kaups botnvörpung fyrir fáeinar þúsundir. Reyndar er skipið ónýtt, manndrápsbolli. En hann lætur gera við hann—til málamynda. Er viðgerðinni var nærri lokið, er hugsunum hans lýst svo: ,,Hvað honum íundust vegir forsjónarinnar undarlegir. Mörg ár hafði hann lítið um það hugsað. En ræðurnar í Guðræknisfélaginu höfðu rifjað upp fyrir honum barnalærdóminn. Það hafði svo oft verið á það minst, hve mikil- væg trúin væri þeim, sem komast vilja áfram í lífinu, hvernig trúuð- um mönnum væri umbunað, ekki eingöngu með alsælu í öðru lífi, heldur líka með gæðum þessa heims (127—8)”. Aðal-einkennin á stefnu Guð- rækisfélagsins eru: Dómsýki, geðríki, umburðarlyndisskortur. ,,Mikið af umönnun mannanna, fyrir sálarheill annarra er sprottið ið af ráðríki. Þeir una því ekki að aðrir hugsi öðruvísi, fari aðrar leiðir en þeir sjálfir. Þeir verða einhvern tíma að reka sig á það, að þröngsýnið er framar öilu öðru ofbeldi við aðra menn. Þú trúir fastlega að til sé annað líf. Ertu sannfærð um, að nokkuð sé nota- legra að læra þ a r það, sem van- rækt hefir verið að læra í þessu lífi —r- eins og til dæmis umburðar- lyndið við aðra?” (78).

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.