Breiðablik - 01.11.1911, Qupperneq 13

Breiðablik - 01.11.1911, Qupperneq 13
BREIÐABLIK 93 úr bókinni og spuröi hann: ,,Ert þú ekki meö uppi í skóg-inum?“ ,,Jú“, sagði hann, ,,eg var með þar“. ,,Komdu hérna að borðinu“, sag-ði hún ,,svo að eg geti séð franianíþig“. Hann færði sig nær, og þegar hún leit á hann, sá hún að hann skalf. Hann varð að halda af alefli utan um borðröðina, til þess ekki bæri á hvernig þær titruðu. ,,Hafið þið náð birninu i ?“ spurði hún enn. En hann gat engu svarað, en hristi liöfuðið. Gamla konan stóð á fætur, og gerði nú það, sem hún ekki hafði gert, síðan sonur hennar var lítið barn. Hún gekk til hans, lagði höndina á handlegginn á honum og dró hann niður á bekkinn; síðan settist hún við hliðina á honum og tók í höndina á honum. ,,Segðu mér nú, góði minn, hvað hefir komið fyrir“. Pilturinn kannaðist við þetta blíðutákn, sem hafði huggað hann í gamla daga, þegar hann átti eitthvað bágt, og hann varð svo hrærður að hann fór að gráta. ,,Það er náttúrlega eitthvað uni föður þinn“, sagði hún. ,,Það er verra en það“, sagði hann kjökrandi. ,,Verra en það?“ Pilturinn grét nú enn meira. Hann var í vandræðum með að fá vald yfir málrómnum. Loksins lyfti hann upp hendinni, sem var snörp og með luralega fingur, Og benti á orðin, sem hún var nýlega að lesa: ,,Á jörðunni friður“. Kemur það eitthvað þessu við?“spurði hún. — ,,Já“, svaraAi hann. — ,,Er það eitthvað í sambandi við jólafriðinn?11 — ,,Já“. — ,,Að það hafi verið rangt þetta, sem þið voruð að gera í niorgun?'1 — ,,Já“ —- ,,Og guð hefir látið hegninguna koma yfir okkur?“ — ,,Guð heflr látið hegninguna koma yfir okkur“. Svo fekk hún loks vitneskju uin það, hvernig alt hafði gengir). Þeir höfðu loks ns fundið bjarnarhíðið, og þegar þeir voru komnir svo nálægt, að þeir sáu hríshrúguna, stönsuðu þeir til þess að hlafia byssurnar. En áður en þeir voru búnir að því, koiri björninn þjótandi út úr híðinu beint að þeim. Hann leit hvorki til hægri né vinstri,en stefndi beintþang- að, sem Ingimar gamli Ingimarsson var fyrir, og gaf honum svo mikið högg á ennið að hann féll, eins og lostinn af eldingu. Hann gerði engum öðrum mein, en ruddi sér braut i milli þeirra og þaut inn í skóginn. * * Um eftirmiðdaginn óku þau heim á prestssetrið, kona Ingimars Ingimarsson- ar og sonur þeirra. Þau voru að segja látið. Sonurinn hafði orð fyrir þeim, en gamla húsmóðirin sat og hlýddi á, og var andlit hennar eins hart og óhreyfanlegt eins og það væri úr steini. Prófasturinn sat í hægindastólnum við skrifborðið. Hann hafði náð í kirkju- bækurnar og var að skrifa inn í þær um andlátið. Hann fór hægt að því, því að hann vildi fá tíma til að hugsa sig um, hvað hann ætli að segja við ekkjuna og soninn; því þetta var vissulega sja dgjæft atvik. Sonurinn hafði sagt hreinskilnis- lega frá öllum atvikum, en prófastinn langaði til að vita um, hvernig þau sjálf mundu líta á þetta mál. Það var svo einkennilegt fólk þetta Ingimarsfólk. Þegar prófastur lokaði bókunum,sagði sonurinn: ,,Við vildum gjarnan láta prófastinn vita, að við viljum ekki að nein æfisaga sé lesin við jarðarförina“. Prófasturinn ýtti gleraugunum upp á ennið, cg leit hvast og spyrjandi ágömlu konuna. En hún sat eins hreyfingarlaus eins og ður. Það eina sem hún gerði var að kreista utan um vasaklútinn, sem hún hélt á í hendinni. ,,Við viljutu að hann sé jarðaður á virk- um degi“, hélt sonurinn áfram. ,,Svo“, sagði presturinn. Honum fanst hann vera ruglaður í essu öllu saman. Það átti þá að koma Ingimar gamla Ingi- marssyni í jörðina án þess að nokkuryrði

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.