Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK 85 Þorbjörn er aftur að hugsa um skipið. ,,Hvað vissi hann nema guð hefði nú sent honum þetta botnvörpuskip. Líklegt var, að guð vildi eitthvað hlynna að hon- um. Þorbjörn hafði æfinlega ver- ið vinur hans . . . Vitanlega gat guð ýmislegt að honum fundið. Hann gat nú víst fundið að flest- um. En það vissi guð, að hann hafði æfinlega guðrækinn verið og andvígur allri vantrú og villu. Og mikið hafði hann gefið Guð- ræknisfélaginu .... Og e f guð ætlaði að hjálpa honum,þá skyldu þeir sjá það, asnarnir, hvernig Þorbjörn gamli þurkaði alla örð- ugleika af sér og sýndi þeim aftan undir sig enn af nýju”. Það er rétttrúnaðurinn í algleymingi. Þorbjörn er sterklega varaður við skipinu áður en það leggur út. Það sé ekki haffært, ekkert annað en manndrápsbolli. Þorbjörn læt- ursem hann heyri ekki. Kvöldið áður en skipið á að fara er stór- kostleg drykkjuveizla. Þar ætlar Þórarinn Steingrímsson að vara við, en er borinn ofurliði og kast- að á dyr. Mennirnir sjálfsagt komnir á skipsfjöl, svo eigi er unt fyrir Þórarin að ná til þeina. Hver myndi líka hafa trúað? Sá, sem þekkir til á íslandi, veit að ekki er að því hlaupið að koma í veg fyrir að skip leggi á haf út í síð- ustu andránnþef skipseigandi tek- ur ekki í tauma og áþreifanleg sönnunargögn eru ekkifyrir hendi. Skipið ferst í miklum garði með manni og mús! Sá voða atburður risti djúpt nið- í lífsskoðanir Guðræknisfélagsins. Þær hrynja eins og spilahús. Nú var Þorbjörn orðinn glæpamaður lökustu tegundar,sem átti að háls- höggvast svo framarlega nokkurt réttlæti sé til í landinu. Átakanlegastar eru hugarkvalir Borghildar gömlu út af syni henn- ar. Hvar er Eyvindur nú? Hún hafði verið ein af þeim allra- ströngustu í Gvðræknisfélaginu. Eyvindur var drykkjusvoli og vondur við móður sína. Sam- kvæmt trúarskoðunum hennar hlaut hann nú að vera kominn í vonda staðinn. En móðirin á svo bágt með að fylgja barninu sínu þangað. Hún hugsaði um hann þegar hann var saklaust og gullfallegt barn á kjöltu hennar. „Nýr straumur ruddist fram í hugann með hugs- uninni um drenginn hennar á barnsaldri. Nýr ljósglampi inn í myrkrið. Ný hlýindaalda inn í kuldann. Oljós hugmynd um,að hugmyndir hennar um tilveruna kynnu að vera stórlega rangsnún- ar, og að þrátt fyrir alla synd væri öllu borgið, og að æfinlega væri óhætt og aldrei of seint að treysta honum,sem hafði gefið henni barn- ið með bláu augun og bjarta yfir- litinn ogdillandi hláturinn”(2i3)... ,,Alt var vitlaust, sem hún hafði hugsað sér . . . óendanlega, voða- lega vitlaust. Alt var hrunið. Og hún skreið eftir rústunum, lömuð, aflvana, og leitaði að drengnum

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.