Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 10

Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 10
90 BREIÐABLIK STÓRMERK FYRIRBRIGÐI. Kona ein merkileg' heitir Mrs. Emma Wriedt og á heima í Detroit, Michigan. Hún var á Englandi í sumar frá því í maí og þangað til í ágúst. Hún er ein af þeim, sem stór-merkileg dularfull fyrirbrigöi gerast í kring um; var orð- rómurinn um hana komitin til Englands og hún fengin þangað, til þess að sýna. Hún var látin búa á kyrrlátum stað úti á landsbygð, þar sem nóg vtir af trjám, sólskini og blómum kring um hana. Þar var fyrirbrigðunum veitt eftirtekt á hverju kveldi, nema sunnudagskveldum. Fá- einir söfnuðust þar kring um hana og veittu því eftirtekt, sem fyrir bar, eigi sjaldnar en eitthvað 44 sinnum. Utbún- að þurfti svo sem engan. Hún vildi hafa dimt í herberginu og aluminium-lúður; fáein blóm að auk þótti henni einkar vænt um. Þó aldrei virðist hafa verið margir í einu, voru það samt fleiri hundruð manns, sem fengu að veita fyrirbrigðunum eftir- tekt. Mesta nákvæmni var viðhöfð í öllu. Hraðritari var viðstaddur hvert skifti, er reit niður hvert smáatvik, sem fyrir bar. Yfirlit yfir þessi merkilegu fyrir- brigði er gefið út í ensku blaði, sem eg hefi fyrir framan mig. 1. Raddir heyrðust tala, tvær, þrjár og jafnvel fjórar í einu, og voru í samræðu við jafn-marga gesti. 2. Talað var annarlegum tungum og mállýzkum, — á frakknesku, þýzku, ítölsku, spánversku, norsku og fl., án þess konan kynni nokkuð í öðrum tungu- málum en sínu eigin. Eitt skifti var við- stödd norsk hefðarfrú, sem alkunn er bæði í heimi stjórnmila og bókmenta. Hún var ávörpuð á norsku af karlmanns- rödd; sagðist sá, er talaði, vera lát- inn bróðir hennar og nefndi sig með nafni, er byrjaði á P. Hún talaði við hann og varð frá sér af fögnuði, er hann gaf henni laukréttar sannanir þess, að þetta væri hann sjálfur og enginn annar, að hann lifði fullkomnu vitundarlífi og héldi áfram að starfa í heiminum með hinum mörgu vistarverum. Annað skifti mælti önnur rödd á spánverska tungu, viðstöðulaust, og átti tal við konu í hópi gestanna, sem enginn þeirra vissi til að kynni neitt í spánversku, en svaraði nú röddinni ósýnilegu svo vel, að samtalið hepnaðist ágætlega. 3. Blóm voru tekin úr blómsturskálun- um og lögð gestunum í lófa þar sem þeir sátu hér og þar í herberginu. Einu sinni eða tvisvar var blómsturskál látin í heud- ur einum gestanna. 4. Gestirnir voru snertir af ósýnilegunr fingrum, hár þeirrra strokið, þeim klapp- að á hendur eða andlit, og mjög oft kom lúðurinn víð þá, eins og til að vekja at- hygli þeirra, þegar hún hvarflaði frá, eða til að örfa einhvern, sem til var talað, til að svara, þegar hann efaði sig. 5. Bjartir, loftkendir svipir birtust í miðjum gestahópnum, öllum sýnilegir, sem svifu fremur en þeir gengi, ýmist bentu eða hneigðu sig fyrir þeim af gest unum, sem þektu þá, eða þeir vildu láta verða sín vara. Sjaldan var auglit þeirra öllum sýnilegt til fullnustu. Glöggskygnt fólk, sem þarna var, gat vel lýst ná- kvæmlega andlitsdráttum, háralit og öllu útliti. Það lýstijafnvel útsaums-rósum, sem væri á hinum fögru, gagnsæju, hvítu skikkjum þeirra. En oftast var ásjónan hálfhulin í misturkendum, hvítum geisla bug og allur svipurinn í þessum síða hjúp, eins og björt Ijóssúla, en birtan þýð og silfurlit, hvítari en tunglsljós, en engu síður loftkend. Stundum var svipurinn eins og lítið barn, sem kom hlaupandi inn í hópinn og horfði undrandi kring um sig, eins og það furðaði sig eins mikið og gestirnir og flýtti sér svo aftur inn í andanna heim, þar sem það væri óhult. Stundum var sungið gegn um lúður- inn, stundum af einni rödd, stundum tóku

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.