Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 7

Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK 87 Þetta æfintýr skýrir presturinn svo fyrir Borghildi: ,,Eg trúi á guö sjálfan í okk- ur mönnunum. Eg' trúi á hann í hverju barnsbrosi,í hverjum móöurkossi,í hverju drengskaparbragöi, í hverri ástarhugsun, í hverju kærleiksverki, í öllu vitsmuna- starfinu, í allri leit mannanna eftirfarsæld og sannleika. En hjá öllum mönnum er þetta ofiö saman viö þaö, sem viö köllum synd, ofiö flóknara og þéttara en það,sem við köllum ívaf og uppistaða. Eg trúi því, að af einhverjum orsökum, sem við skiljum ekki, nema að mjög litlu leyti, komist guð ekki aðra leið í mönnunum en gegn um þrengingar.sem allar eru ann- aðhvort synd eða afleiðingar hennar. Eg get ekki gert mér neina aðalgrein tilver- unnar aðra en þessa. Og hún fullnægir mér. Hún sættir mig við alt. Hún ger- ir mig óhræddan við alt. Hún knýr mig til þess að fyrirgefa alt“. Borghildur vildi fá að vita.hvortdrengn- um hennar líður vel eða illa. Prestur getur ekki sagt henni það,en segist mtina, að þegar hann var barn, átti hann að sofa hjá vandalausum, en hann var las- inn og amasamur, svo ekkert réðst við hann. Þá kom móðir hans og sótti hann og tókst að svæfa hann á svipstundu og um morguninn var hann albata. Hið sama er guð að gera við börnin sín, sem sjúk eru af freistingum og synd. Með slíku tali huggar hann Borghildi, svo friður guðs tók að fylla sál hennar. Síra Þorvaldur, sem bíður ósigur í Of- urefli, vinnur fullkominn sigur í Gulli. Lífsskoðun hans hefir þar lagt alt undir sig. í henni finna harmabörnin huggun. í henni fylgir skáldið heimsbörnunum, Þorbirni og Sigurlaugu, yfir í eilífðina. Friður og sátt hvílir yfir öllu. Utsýnin sú sama í huga lesandans, eins og þegar sól sígur í ægi íslenzka sumarnótt. Þess vegna leggur lesandinn bókina frá sér með fögnuði. Og þakklæti til skálds- ins. Aldrei hefir þjóð vor haft jafn-mikla ástæðu til að vera þakklát fyrir neina skáldsögu. Og þó mun það þakklæti fara vaxandi með komandi árum. Eg hugsa mér, að sú komi tíðin að hún verði lesin með fjálgleik á skólunum, bæði af kennurum og nemendum, sem leggi hana frá sér, að loknum lestri með þess- um eða þvílíkum ummælum: Svo var þó hugsað og ritað á íslandi í bj'rjan aldarinnar, innan um alt rifrildið! Sú hugsan vaknar hjá mér hvert sinn, er eg les: Hefðum við prestar jafn-gott lag á að prédika lífsskoðan kristindórrs- ins og þessi síra Þorvaldur, myndi þá eigi betur verða ágengt? Að minsta kosti höfum vér fulla ástæðu til að þakka, að honum hefir verið bætt í hópinn.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.